Forseti Íslands hvetur fólk til að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld 1. janúar 2006 14:42 Í nýársræðu sinni hvatti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Íslendinga til að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. "Á æskuskeiði hinna eldri hafði þjóðin um aldir búið við þröngan kost, heimastjórn og fullveldi voru nýlega í höfn en heimskreppan á næsta leiti. Þúsundir heimila áttu erfitt með að ná endum saman og óvissa ríkti um framtíðina." "Þessi kynslóð ýtti úr vör með fátt annað en hugsjónaeld í veganesti, metnað um framför þjóðarinnar og drauma um að skapa sér og sínum betra líf. Árangurinn varð svo sannarlega glæsilegur. Ævistarfið skilaði Íslendingum í fremstu röð og unga fólkið nýtur nú ávaxtanna, getur lagt veröldina að fótum sér því heimanmundurinn reyndist drýgri en bjartsýnustu menn þorðu að vona." Þarf að bæta úr brýnni þörfForsetinn heldur áfram um kjör aldraða:"Margt hefur vel verið gert á þessu sviði og við hjónin höfum í heimsóknum okkar víða um land séð glæsileg og vel búin húsakynni, hitt áhugasamt starfsfólk sem kappkostar að auðga líf heimilismanna. Engu að síður skortir enn verulega að bætt hafi verið úr brýnni þörf."Síðan segir forsetinn:"Hér þurfa allir að leggjast á árar, Alþingi og sveitarstjórnir, hagsmunasamtök og atvinnulífið, sameinast um að finna lausn á brýnum vanda og skilja engan útundan í þessum efnum. Verkefnið er hafið yfir allan ágreining enda þakkarskuldin söm og jöfn hvar í flokki sem menn standa." Alþjóðleg tengsl mikilvægÍ ræðu sinni kom forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, einnig að mikilvægi alþjóðlegra samskipta."Sambandið við Indland og Kína auðveldar íslensku athafnafólki að ná forystu á heimsmarkaði eins og mörg íslensk fyrirtæki hafa raunar þegar gert og fróðlegt er að kynnast því að Kínverjar og Indverjar kjósa oft frekar að eiga íslensk fyrirtæki að bandamönnum í markaðssókn til annarra landa en að binda trúss sitt við stórfyrirtæki í Evrópu eða vestan hafs. Í þessum efnum veitir smæðin okkur forskot, sérstöðu sem úrslitum ræður."Ræðu forsetans má nálgast hér Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Í nýársræðu sinni hvatti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Íslendinga til að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. "Á æskuskeiði hinna eldri hafði þjóðin um aldir búið við þröngan kost, heimastjórn og fullveldi voru nýlega í höfn en heimskreppan á næsta leiti. Þúsundir heimila áttu erfitt með að ná endum saman og óvissa ríkti um framtíðina." "Þessi kynslóð ýtti úr vör með fátt annað en hugsjónaeld í veganesti, metnað um framför þjóðarinnar og drauma um að skapa sér og sínum betra líf. Árangurinn varð svo sannarlega glæsilegur. Ævistarfið skilaði Íslendingum í fremstu röð og unga fólkið nýtur nú ávaxtanna, getur lagt veröldina að fótum sér því heimanmundurinn reyndist drýgri en bjartsýnustu menn þorðu að vona." Þarf að bæta úr brýnni þörfForsetinn heldur áfram um kjör aldraða:"Margt hefur vel verið gert á þessu sviði og við hjónin höfum í heimsóknum okkar víða um land séð glæsileg og vel búin húsakynni, hitt áhugasamt starfsfólk sem kappkostar að auðga líf heimilismanna. Engu að síður skortir enn verulega að bætt hafi verið úr brýnni þörf."Síðan segir forsetinn:"Hér þurfa allir að leggjast á árar, Alþingi og sveitarstjórnir, hagsmunasamtök og atvinnulífið, sameinast um að finna lausn á brýnum vanda og skilja engan útundan í þessum efnum. Verkefnið er hafið yfir allan ágreining enda þakkarskuldin söm og jöfn hvar í flokki sem menn standa." Alþjóðleg tengsl mikilvægÍ ræðu sinni kom forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, einnig að mikilvægi alþjóðlegra samskipta."Sambandið við Indland og Kína auðveldar íslensku athafnafólki að ná forystu á heimsmarkaði eins og mörg íslensk fyrirtæki hafa raunar þegar gert og fróðlegt er að kynnast því að Kínverjar og Indverjar kjósa oft frekar að eiga íslensk fyrirtæki að bandamönnum í markaðssókn til annarra landa en að binda trúss sitt við stórfyrirtæki í Evrópu eða vestan hafs. Í þessum efnum veitir smæðin okkur forskot, sérstöðu sem úrslitum ræður."Ræðu forsetans má nálgast hér
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira