Erlent

Árásir á sunnanvert Gasasvæðið í gærkvöld

Ísraelskir hermenn fyrir utan Gasaströndina í gær.
Ísraelskir hermenn fyrir utan Gasaströndina í gær. MYND/AP

Ísraelskar herþyrlur gerði loftárás á Khan Younis á sunnanverðu Gazasvæðinu í gærkvöldi og ollu skemmdum á húsnæði sem notað er af hópum sem berjast gegn Ísraelum. Ekkert mannfall varð í árásinni. Á laugardag létust tveir Palestínumenn og þrír særðust þegar ísraelsk herþyrla gerði loftárás norðarlega á Gaza. Sú árás var fyrsta mannskæða árásin síðan Ísraelar lýstu nyrsta hluta Gaza bannsvæði á miðvikudag til að draga úr hættu á flugskeytaárásum palestínskra vígamanna á Ísrael.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×