Innlent

Nýtt ár hófst með róstum í Írak

Nýtt ár hófst með róstum í Írak í morgun. Tvær bílsprengjuárásir voru gerðar í Bagdad en til allrar lukku varð ekkert mannfall.

Nýtt ár hófst miður gæfulega í Írak þar sem tvær bílsprengjuárásir voru í morgun. Í miðborg Bagdad var bílsprengja sprengd nærri þýska sendiráðinu snemma í morgun og mátti enn sjá rjúka af bílhræinu þegar birti. Annar bíll var svo sprengdur í loft upp öðrum borgarhluta nokkrum klukkstundum síðar. Þó fór svo í þessi skiptin að engin lést í sprengjuárásunum en ung kona særðist þó nokkuð illa í seinni árásinni.

Á meðan á þessu stóð í Bagdad báru ættingjar og vinir lögregluforingja til grafar í borginni Sadr en lögregluforinginn var myrtur af uppreisnarmönnum á gamlárskvöld. Kollegar hans nýttu tækifærið til að ögra árásarmönnunum með því að skjóta af rifflum og hríðskotabyssum upp í loftið, en hefð er fyrir byssuskotum í íröskum útförum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×