Fleiri fréttir

Palestínskir byssumenn hertóku ráðhúsið í Betlehem

Meira en tuttugu palestínskir byssumenn hertóku ráðhúsið í Betlehem á Vesturbakkanum fyrir hádegið í dag. Mennirnir óðu inn í húsið hlaðnir vopnum, skipuðu starfsfólki að drífa sig út og læstu svo hurðum ráðhússins.

Hamborgarhryggur á Suðurnesjum en hangikjöt á Ströndum

Suðurnesjamenn vilja hamborgarhrygg í jólamatinn en líta nánast ekki við rjúpu á sama tíma og rjúpan hefur ýtt hamborgarhryggnum út af jólaborði Mývetninga eftir að veiðibanninu lauk og hangikjöt heldur velli norður á Ströndum.

Örnólfur Thorsson skipaður forsetaritari

Örnólfur Thorsson hefur verið skipaður í starf forsetaritara í stað Stefáns Lárusar Stefánssonar sem lætur af störfum um áramót og hverfur á ný til starfa á vettvangi utanríkisráðuneytisins. Örnólfur var ráðinn sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 1999 og hefur verið skrifstofustjóri frá 2003.

Útlit fyrir að hægi á vexti einkaneyslunnar

Þrátt fyrir talsvert meiri veltu í dagvöruverslun í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra, eru vísbendingar um að farið sé að hægja á vexti einkaneyslunnar, samkvæmt mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar.

Viðbúnaður á Kastrup vegna lendingar vélar frá Iceland Express

Viðbúnaður var við lendingu vélar Iceland Express á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn laust fyrir hádegi í dag. Ástæðan var sú að merki í stjórnborði vélarinnar gaf til að nefhjól vélarinn hefði ekki farið niður. Flugmenn vélarinnar settu því hjólið handvirkt niður og gekk það vandræðalaust. Farþegar vélarinnar fengu upplýsingar um gang mála jafnóðum og að lendingu lokinni var þeim boðin aðstoð eftir þörfum. Tæknimenn SAS eru að fara yfir búnað vélarinnar. Engin seinkun varð á lendingunni en búist er við einhverri töf á brottför frá Kaupmannahöfn í dag þar sem kalla þarf inn nýja vél.

Magnús kaupir P. Samúelsson í dag

Toyota-umboðið á Íslandi skipti um eigendur í dag. Magnús Kristinsson útgerðarmaður kaupir P. Samúelsson hf. og var skrifað undir samninga nú fyrir hádegi.

Þorsteinn hættir við að rita sögu þingræðis

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sendiherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hætt við að rita sögu þingræðisins. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu.

Handtekinn vegna aðildar að misheppnuðum árásum

Breska lögreglan hefur handtekið tuttugu og þriggja ára gamlan mann sem talinn er hafa átt þátt í misheppnuðum hryðjuverkaárásum á London þann 21. júlí. Maðurinn var handsamaður þegar hann kom til Bretlands með flugvél frá Eþíópíu nýlega.

Ríkisstjórnin skipar nýja fjölmiðlanefnd

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að skipa nýja fjölmiðlanefnd til að leggja grunninn að nýju frumvarpi um íslenska fjölmiðla. Nefndin verður skipuð sjö manneskjum úr öllum stjórnmálaflokkum.

Sjálfstæðiflokkurinn með mikinn meirihluta samkvæmt könnun

Sjálfstæðisflokkurinn er með mikinn meirihluta í Reykjavík samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Gallup. Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni en um þrjátíu prósent borgarbúa treysta Birni Inga Hrafnssyni, sem stefnir á efsta sæti á lista framsóknarmanna, til að gegna starfi borgarstjóra.

Verslunarstjórar sakfelldir fyrir mútuþægni

Átján verslunarstjórar í áfengisverslunum ríkisins í Svíþjóð voru í gær sakfelldir fyrir að hafa tekið við mútum frá birgi sem vildi koma vöru sinni á framfæri. Verslunarstjórarnir þurfa að greiða dagsektir ásamt andvirði mútanna til ríkissjóðs.

Varð vitni að því þegar málverk skiptu um hendur

Norsk lögregla varð vitni að því í fyrra þegar málverkin Ópið og Madonna eftir Edvard Munch skiptu um hendur í fyrrahaust en gerði ekkert í því. Þetta kemur fram á heimasíðu norska ríkisútvarpsins.

Bannar vestræna tónlist

Forseti Írans hefur ákveðið að banna vestræna tónlist á útvarps- og sjónvarpsstöðvum landsins. Sem forseti Írans er Mahmoud Ahmedinajad líka yfirmaður menningarráðs landsins, sem hefur sent frá sér tilkynningu þessa efnis.

Sambönd iðnaðarmanna á Norðurlöndum sameinast

Eitt norrænt iðnaðarmannasamband verður til um áramótin en þá sameinast Samband málmiðnaðarmanna og Samband starfsfólks í efna-, pappírs- og textíliðnaði. Samkvæmt frétt á heimasíðu Samiðnar verða félagsmenn yfir 1,2 milljónir í 22 samböndum.

Rasmussen hefði átt að ræða við sendiherra

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði átt að ræða við sendiherra íslamskra ríkja í landinu eins og þeir fóru fram á vegna teikninga af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum. Þetta segja 22 fyrrverandi sendiherrar Danmerkur í grein í Politiken.

Sharon útskrifaður af sjúkrahúsi

Nú fyrir hádegið var Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, útskrifaður af spítalanum í Jerúsalem sem hann hefur legið á síðan í fyrradag. Að sögn lækna hlaut hann ekki varanlegan skaða af völdum heilablóðfallsins.

Ríflega helmingur Suðurnesjamanna hefur hamborgarhrygg

Rösklega helmingur Suðurnesjamanna, eða 55 prósent, ætlar að hafa hamborgarhrygg í jólamatinn, samkvæmt skoðanakönnun Víkurfrétta. Næst kemur kalkún, en fimm prósent ætla að hafa hann, fjögur prósent rjúpu, tvö prósent önd en rúmlega þirðjungur er enn óákveðinn.

Dæmdur til dauða fyrir heróínsmygl

Ástrali af víetnömskum uppruna hefur verið dæmdur til dauða í Víetnam fyrir að smygla heróíni til landsins. Maðurinn var handtekinn fyrir ári ásamt þremur öðrum og þeir ákærðir fyrir að reyna að smygla hátt í tveimur kílóum af heróíni. Hann er þriðji Ástralinn af víetnömskum uppruna sem dæmdur er til dauða í Víetnam fyrir eiturlyfjasmygl á árinu.

Bandarísk tollyfirvöld vara við ólöglegum Tamiflu innflutningi

Bandarísk yfirvöld lögðu í gær hald á póstsendingu sem innihélt fimmtíu ólöglega skammta af flensulyfinu Tamiflu. Lyfið er einkaleyfisskylt og framleitt af lyfjarisanum Roche og því ólöglegt að framleiða og selja lyfið. Ólöglegur innflutningur Tamiflu, sem talið er lækna fuglaflensu, er sístækkandi vandamál í Bandaríkjunum. Bandarísk tollayfirvöld segja lyfið vera pantað í gegnum internetið frá Asíu og að oftast sé aðeins um lyfleysu að ræða. Yfirvöld segja þessa hömstrun hættulega og vara við kaupum á lyfinu í gegnum internetið.

Hærra gjald fyrir reykingafólk í dönskum lestum

Reykingafólk sóðar út segir danska járnbrautafyrirtækið DSB. Af þeim sökum hafa fargjöld reykingafólks verið hækkuð um helming á við það sem reyklausir borga. Einnig mun reyksætum fækka í lestunum og sumar lestir verða alveg reyklfríar. Er þetta gert vegna þess að þrif eftir reykingafólk kostar milljónir króna á ári hverju og einnig af tillitssemi við reyklausa. Gjaldhækkunin tekur gildi um áramót.

Launavísitala hækkaði um 0,6 prósent í nóvember

Launavísitala var 272,3 stig í síðasta mánuði og hækkaði um 0,6 prósent frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3 prósent.

Dökkt súkkulaði meinhollt fyrir hjartað

Nú geta súkkulaðifíklar tekið gleði sína því svissneskir vísindamenn hafa fært sönnur fyrir því að súkkulaðiát geti komið í veg hjartaáfall. Vísindamenn í Zurich rannsökuðu hóp reykingamanna með stíflaðar kransæðar.

Grjóthrun á þjóðveginn í Hvalnesskriðum

Grjót hrundi niður á þjóðveginn í Hvalnesskriðum á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs á fjórða tímanum í nótt og áttu flutningabílar í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar. Vegurinn var þó jeppafær.

Fartölvum stolið á tveimur stöðum

Þjófar brutust inn í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í gærkvöldi og stálu þaðan meðal annars nýrri fartölvu. Þá barst tilkynning um innbrot í tölvuverslun við Suðurlandsbraut á fimmta tímanum í nótt. Þar náðu þjófar að stela þremur nýjum fartölvum og komast undan áður en lögregla kom á vettvang.

Verkfall hafið í New York

Verkfall hófst í morgun hjá starfsmönnum almenningssamgangna í New York. Ekki náðist saman um nýjan kjarasamning í gærkvöldi og því hófst verkfallið í morgun. Talið er að það kosti borgaryfirvöld allt að fjögur hundruð milljónir dollara á hverjum degi. Þá verða milljónir manna að finna sér aðrar leiðir til að komast í og úr vinnu.

Jafnt kynjahlutfall á framboðslista sjálfstæðismanna

Jafnt hlutfall er á milli karla og kvenna á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, en fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í borginni gekk frá listanum í gær. Í efstu tíu sætum eru fimm karlar og fimm konur.

Bush að sækja í sig veðrið

George Bush Bandaríkjaforseti er að sækja í sig veðrið meðal almennings í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýrri könnun dagblaðsins Washington Post og sjónvarpsstöðvarinnar ABC eru 47 prósent Bandaríkjamanna ánægðir með störf forsetans, sem er átta prósentum hærra hlutfall en í sambærilegri könnun sömu miðla í nóvember.

Ekið á hross á Eyrarbakkavegi í nótt

Maður ók bíl sínum á hross á Eyrarbakkavegi í myrkri og hálku í nótt og meiddist hesturinn svo mikið að lögregla aflífaði hann á staðnum. Fleiri hestar höfðu sloppið út úr girðingu og hafði bóndinn orðið þess var og var að leita að þeim þegar slysið varð. Bíllinn stórskemmdist og var óökufær eftir.

Bandalag sjíta gæti hafa náð meirihluta

Bandalag sjíta gæti hafa náð hreinum meirihluta í nýafstöðnum þingkosningum í Írak. Bráðabirgðaniðurstöður frá nokkrum héruðum í landinu benda til að þessi stærsti flokkur sjíta í landinu hafi víða fengið meira en helming atkvæða.

Tuttugu létust í flugslysi úti fyrir Miami

Allir tuttugu sem voru um borð létust þegar sjóflugvél hrapaði við strendur Miami í gærkvöldi. Átján farþegar voru um borð í vélinni, þar af þrjú smábörn, auk tveggja manna áhafnar.

Sex slösuðust í þremur umferðarslysum

Sex voru fluttir á sjúkrahús eftir þrjú umferðarslys í gærkvöldi en engin meiddist lífshættulega. Fyrst þrír eftir harðan árekstur á Akureyri undir kvöld, aíðan tveir eftir harðan árekstur í Hafnarfirði á níunda tímanum og skömmu síðar einn eftir að bíll valt á Þorlákshafnarvegi.

Falsaði lyfseðla og rauf skilorð

Maður sem framvísaði fölsuðum lyfseðli í verslun Lyfju við Smáratorg í Kópavogi í vor var í gær dæmdur í þriggja mán­aða fang­elsi í Héraðsdómi Reykja­ness. Dómurinn er skilorðsbundinn í tvö ár. Með broti sínu nú rauf maður­inn skilorð fyrri dóms, en þá var hann dæmdur fyrir að hafa brotist inn í átta bíla og stolið úr þremur þeirra.

Félagsmálaráðherra segir það aldrei hafa hvarflað að sér af segja af sér embætti

Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir aldrei hafa hvarflað að sér að segja af sér embætti vegna hæstaréttardóms í máli fyrrverandi jafnréttisstýru. Þingflokkur Framsóknarflokksins kom saman til fundar í dag og ræddi í fyrsta sinn málið og viðbrögð ráðherrans. Fundurinn tók þó enga afstöðu. Hvorki var lýst yfir stuðningi eða vantrausti á ráðherra.

Langstærsta verkefni austfirskra verktaka

Tugir manna þramma nú um fjöll og firnindi Austfjarða. Þetta eru þó ekki jólasveinar heldur starfsmenn Héraðsverks að steypa undirstöður háspennulínu vegna álversins í Reyðarfirði. Þetta er langstærsta verkefni sem austfirskur verktaki hefur tekið að sér.

Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur

Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir árekstur tveggja fólksbíla á Reykjavíkurvegi klukkan hálf níu í kvöld, meiðsl þeirra eru þó ekki alvarleg. Bílarnir tveir lentu saman á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði á móts við Stakkahraun og valt annar bíllinn. Að sögn slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu, sem kvatt var á vettvang, var rigning og dimmt þegar slysið átti sér stað.

Actavis eitt af fimm stærstu samheitafyrirtækjum heims

Actavis er orðið eitt af fimm stærstu samheitalyfjafyrirtækjum heims eftir að fyrirtækið gekk frá kaupum á Alpharma lyfjafyrirtækinu. Actavis Group tilkynnti í dag að kaupum á samheitalyfjastarfsemi alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Alpharma væri formlega lokið.

Stálpípuverksmiðja enn á bið

Fulltrúar bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ hafa afturkallað lóðarúthlutun til Stálpípufyrirtækisins International Pipe and Tubing, sem hugðist reisa stálpípuverksmiðju á lóð í Helguvík. Ástæðan er árangurslaus tilraun fyrirtækisins til að fjármagna verksmiðjuna. Bæjaryfirvöld vonast þó til að lóðin verði nýtt undir annars konar málmframleiðslu eins og til dæmis álver.

Hugsanlega um lögbrot að ræða

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri segir eigendur félagsins ekki hafa gert tilraun til að bjarga því frá gjaldþroti. Hann telur margt óljóst varðandi eignatilfærslur frá Slippstöðinni skömmu fyrir gjaldþrot félagsins og segir hugsanlegt að lög hafi verið brotin.

Sjóflugvél hrapaði við Miami

Sjóflugvél hrapaði í skipaskurði við strendur Miami fyrir stundu. Fjórtán farþegar voru um borð, auk tveggja manna áhafnar, og hafa sex lík fundist nú þegar að sögn strandgæslunnar á svæðinu.

Sharon líklega heim af spítalanum á morgun

Heilsa Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, virðist ekki hafa beðið alvarlegan hnekki þegar hann fékk vægt heilablóðfall um helgina. Hann útskrifast að líkindum af sjúkrahúsi á morgun, og ætlar að halda sínu striki og stefna á endurkjör í kosningum sem fara fram eftir þrjá mánuði.

Líkur á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu jukust í dag

Líkurnar á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu jukust skyndilega í dag. En undanfarna tvo áratugi hefur aðeins verið frost í Reykjavík á aðfangadag og jóladag í helmingi tilvika. Hitinn hefur verið allt upp í átta stig. Haukur Holm horfði um öxl til jólaveðurs í dag.

Sjá næstu 50 fréttir