Innlent

Náttúruverndarsinnar vilja vekja fólk til umhugsunar um náttúru landsins

Tónlistar- og hugvekjustundin "Ljós í myrkri" verður haldin í Hallgrímskirkju við vetrarsólstöður næstkomandi miðvikudagskvöld. Náttúruvaktin skipuleggur atburðinn sem haldinn er til stuðnings íslenskri náttúru.

Fjölbreytt dagskrá verður í boði og þar verða flutt gömul og ný tónlist. Þá verða einnig fluttar hugvekjur. Aðstandendur atburðarins vilja minna fólk á verndun náttúrunnar. Sumarliði Ísleifsson, einn aðstandenda "Ljós í myrki" segir að frekari virkjunarframkvæmdir um allt land vera neikvæða þróun sem vert sé að vekja fólk til umhugsunar um. Hann segir ekki of seint til að hætta við framkvæmdir á Austfjörðum, það sé aldrei og seint að hætta við. Sumarliði segir markmið tónlistar- og hugmvekjunnar fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar um náttúruvernd á Íslandi, því náttúruvernd hafi áhrif ekki bara fyrir íbúa hér á landi heldur alla jarðarbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×