Erlent

Handtekinn vegna aðildar að misheppnuðum árásum

Breska lögreglan hefur handtekið tuttugu og þriggja ára gamlan mann sem talinn er hafa átt þátt í misheppnuðum hryðjuverkaárásum á London þann 21. júlí. Maðurinn var handsamaður þegar hann kom til Bretlands með flugvél frá Eþíópíu nýlega. Maðurinn var ekki í Bretlandi þegar árásirnar voru gerðar, en talið er að hann hafi átt þátt í að skipuleggja þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×