Innlent

Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur

Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir árekstur tveggja fólksbíla á Reykjavíkurvegi klukkan hálf níu í kvöld, meiðsl þeirra eru þó ekki alvarleg. Bílarnir tveir lentu saman á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði á móts við Stakkahraun og valt annar bíllinn. Að sögn slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu, sem kvatt var á vettvang, var rigning og dimmt þegar slysið átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×