Fleiri fréttir Stökk um borð í rútu með sprengju Að minnsta kosti þrjátíu létust og fjörutíu slösuðust í sjálfsmorðsárás í Bagdad í gær. Japanar hafa ákveðið að framlengja dvöl herliðs síns í Írak um eitt ár. Árásin var gerð á umferðarmiðstöð í Bagdad en sjálfsmorðsárásarmaðurinn stökk þá um borð í rútu sem var í þann mund að leggja af stað til sjíabæjarins Nasiriyah í suðausturhluta landsins. 9.12.2005 06:45 Sigur fyrir réttarkerfið í landinu "Þetta er ekki aðeins sigur fyrir mig heldur er þetta sigur fyrir réttarkerfið í landinu vegna þess að þetta er fordæmisgefandi dómur," segir Valgerður H. Bjarnadóttir. Hæstiréttur dæmdi í gær að íslenska ríkinu bæri að greiða Valgerði sex milljjónir króna í bætur fyrir að Árni Magnússon félagsmálaráðherra skyldi hafa lagt að henni að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. 9.12.2005 06:30 Slíkur framburður ótækur Sérstakur dómstóll breskra lávarða úrskurðaði í gær að vitnisburð sem fengist hefði með pyntingum væri ekki hægt að nota gegn grunuðum hryðjuverkamönnum. Úrskurðurinn þýðir að taka verður upp mál átta manna sem sitja í öryggisgæslu og á senn að reka úr landinu á grundvelli framburðar fanga úr Guantanamo-búðunum alræmdu. 9.12.2005 06:15 74 verkamenn eru taldir af Talið er að í það minnsta 74 námaverkamenn hafi beðið bana þegar sprenging varð í fyrradag í kolanámu í Hebel-héraði, skammt frá Peking. Þetta er þriðja mannskæða námuslysið í Kína á hálfum mánuði. 9.12.2005 06:15 Sprengju kastað inn á vinnumarkaðinn Formaður Félags leikskólakennara segir að sprengju hafi verið kastað inn á vinnumarkaðinn. Samkvæmt nýjum kjarasamningi Reykjavíkurborgar eru ófaglærðir deildarstjórar á leikskólum með hærri laun en faglærðir. 9.12.2005 06:00 Ekki útkljáð hver sækir málið Þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem enn eru fyrir dómstólum verða teknir fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki er útkljáð hver sé rétt skipaður og bær saksóknari varðandi ákæruliðina átta og hefur dómari boðað bæði Boga Nilsson ríkissaksóknara og Sigurð Tómas Magnússon til þinghaldsins í dag. 9.12.2005 05:45 Útskrifuð af sjúkrahúsi Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var flutt á sjúkrahús í fyrrakvöld eftir að hún fékk aðsvif á hárgreiðslustofu. Hún var hins vegar útskrifuð í gær og virtist þá hin hressasta. 9.12.2005 05:15 Sagður hafa verið líflátinn Írakski uppreisnarhópurinn Íslamski herinn lýsti því yfir á vefsíðu í gær að hann hefði tekið bandarískan gísl sinn af lífi í gær. Engar myndir eða frekari upplýsingar fylgdu yfirlýsingunni en af henni mátti þó ráða að átt væri við Ronald Schulz, fertugan starfsmann öryggisþjónustu, en honum var rænt í landinu á dögunum. 9.12.2005 05:15 Alfreð víst treystandi Forkólfar framsóknarfélaganna í Reykjavík fagna því að Alfreð Þorsteinssyni, borgarfulltrúa flokksins, hafi verið falið að stýra byggingu nýs sjúkrahúss í Reykjavík. Í ályktun þess efnis segir að Alfreð hafi stýrt uppbyggingu Orkuveitu Reykjavíkur af miklum myndarbrag og gert hana að einu öflugasta fyrirtæki landsins. 9.12.2005 05:00 Kaupir hluti í Woolworths Baugur Group hefur fest kaup á tæpum þremur prósentum í bresku verslunarkeðjunni Woolworths. Samkvæmt heimildum eru þessi kaup ólík mörgum kaupum Baugs á breska markaðnum að því leyti að ekki er ætlunin að komast til áhrifa innan fyrirtækisins. 9.12.2005 05:00 Hlutur Tryggva aftur í hérað Hæstiréttur vísaði í gær sex ára fangelsisdómi yfir Tryggva Lárussyni aftur heim í hérað. Hæstiréttur fjallaði þarna um hlut Tryggva og Óla Hauks Valtýssonar í svokölluðu Dettifossmáli. Við sama tækifæri var sex og hálfs árs fangelsisdómur yfir Óla Hauki mildaður og verður fjögur ár. 9.12.2005 04:45 Krabbameinsleit stór þáttur í að draga úr leghálskrabbameini Leghálskrabbameinsleit er stærsti þátturinn í að draga úr tíðni leghálskrabbameins. Bólusetning kvenna mun ekki koma í veg fyrir nauðsyn þess að konur mæti til leitar. 8.12.2005 22:49 Dæmdur fyrir að meiða persónu og æru Valgerðar Lögmaður Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, segir ástæðu þess að Hæstiréttur snýr við dómi Héraðsdóms m. a. þá að ekki nóg með að vera dæmdur fyrir að misbeita valdi sínu, heldur sé félagsmálaráðherra einnig dæmdur fyrir að meiða persónu og æru Valgerðar. Það sé fordæmisskapandi og það sé frekar hlutverk Hæstaréttar en Héraðsdóms að skapa slíkt fordæmi. 8.12.2005 22:35 Bíll lenti þversum á Blöndubrú innri Lögreglan á Blönduósi vinnur nú að því að fjarlægja fólksbíl sem liggur þvert á Blöndubrú innri eftir að ökumaður missti stjórn á bíl sínum. Slysið átti sér stað um níu leytið í kvöld og var ungt par í bílnum og eru þau bæði ómeidd. Blöndubrú innri er í Blöndudal og að sögn lögreglu er flughálka á vegum þar. Um fólksbíl er að ræða og er hann mikið skemmdur en sem fyrr segir liggur bíllinn þversum á brúnni og lokar alveg fyrir umferð. 8.12.2005 22:04 Allt að áttatíu vinnuslys á mánuði Á milli sextíu og fimm og áttatíu vinnuslys verða við Kárahnjúka í hverjum mánuði. Í þriðjungi tilfella missa menn einn dag eða fleiri úr vinnu. Yfirlæknir vinnusvæðisins telur þessa slysatíðni eðlilega miðað við aðstæður. 8.12.2005 20:22 Félagsmálaráðherra fagnar því að málinu sé lokið Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist, í tilefni dóms Hæstaréttar í dag þar sem íslenska ríkinu var gert að greiða Valgerði H. Bjarnadóttur sex milljónir króna í skaðabætur, fagna því að málinu sé lokið. Hann dragi þó ekki dul á að þessi niðurstaða Hæstaréttar valdi sér vonbrigðum. Í dóminum segir m.a. að félagsmálaráðherra hafi brotið meðalhófsregluna við starfslok Valgerðar sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. 8.12.2005 20:07 Bæjarstjórinn í Hafnarfirði vill endurskoða kjarasamninga Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að launanefnd sveitarfélaganna þurfi að taka upp kjarasamninga sem gerðir voru síðasta vor. Hann segist ekki sætta sig við sem yfirmaður starfsmannamála Hafnarfjarðarbæjar að starfsfólk þar sé á mun lægri launum en starfsfólk Reykjavíkurborgar. 8.12.2005 19:59 Frumvarpi frestað vegna bruna Iðnaðarráðherra varð að draga frumvarp sitt til baka um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu á þessu þingi, vegna málþófs stjórnarandstöðu. Rætt var um frumvarpið til klukkan tvö í nótt og átti að halda umræðunni áfram klukkan tíu í morgun, en falla varð frá því þegar eldur kviknaði í rafmagnstöflu Alþingis. Formaður Vinstri - grænna segir að orkuiðnaðurinn hafi gripið í taumana. Samkomulag hefur náðst á milli flokkanna um að þinginu ljúki síðdegis á morgun. 8.12.2005 19:58 Taka að sér verkefnastjórn vegna flugvallarins í Kabúl Íslenska friðargæslan mun taka að sér verkefnisstjórn við uppbyggingu flugvallarins í Kabúl í Afganistan, að ósk þarlendra stjórnvalda. 8.12.2005 19:56 Aukin hætta á krónískum öndunarfærasjúkdómum Aukin svifryksmengun hefur mikil áhrif á einstaklinga með öndunarfærasjúkdóma. En svifrykmengun í Reykjavík hefur tuttugu sinnum farið yfir heilsuverndarmörk á árinu. 8.12.2005 19:05 Forstjóri KB banka segir ekkert hæft í ásökunum Íbúðalánasjóðs Íbúðalánasjóð grunar að KB banki hafi brotið lög og góða viðskiptahætti þegar bankinn seldi íbúðabréf sama dag og síðasta útboð sjóðsins fór fram og hefur óskað eftir umsögn Fjármálaeftirlitsins. Forstjóri KB banka á Íslandi segir ekkert hæft í þessum ásökunum. 8.12.2005 18:23 Slökkviliðið á útopnu vegna vatnsflóðs Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið á útopnu út um allan bæ í dag vegna vatnsflóðs í kjallara húsa. Allir dælubílar slökkviliðsins hafa verið notaðir og hafa á stundum allir verið úti í einu. Á fimmta tímanum var kallaður út aukamannskapur eftir að aðalæð í holræaleiðslum á mótum Laufásvegar og Baldursgötu fór í sundur. 8.12.2005 18:00 Félagsmálaráðherra braut meðalhófsregluna Félagsmálaráðherra braut meðalhófsregluna við starfslok Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Hæstiréttur dæmdi henni 6 milljónir króna í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað íslenska ríkið af kröfu Valgerðar. 8.12.2005 17:38 5 stjörnu vegir á Íslandi Fimm stjörnu bílar á fimm stjörnu vegum, er markmið Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem í dag kynnti nýtt verkefni í samstarfi við Umferðarstofu og Samgönguráðuneyti þar sem gerðar eru ítarlegar öryggisúttektir á íslenskum vegum undir merkjum EuroRAP. 8.12.2005 16:01 Getur vel séð fyrir sér að verslunarmannafélög sameinist öll Formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur getur vel séð fyrir sér að verslumannafélög landsins sameinist í eitt félag á næstu árum, en Reykjavíkurfélagið hefur nýverið gengið frá samkomulagi sem ljúka á með sameiningu við verslunarmannafélögin í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. 8.12.2005 15:54 Flug liggur víða niðri Hvassviðrið víða um land í dag hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur. Allt flug til og frá Vestmannaeyjum hefur legið niðri og sömu sögu er að segja með flug til og frá Ísafirði. Í Eyjum er óvíst hvenær hægt verður að fljúga aftur og að sögn starfsmanns Flugfélags Íslands á flugvellinum þar er útlitið slæmt alveg fram yfir helgi. 8.12.2005 15:29 Grunaður um viðamikla fíkniefnasölu Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem er grunaður um viðamikla fíkniefnasölu á Akureyri. Maðurinn var handtekinn á skemmtistað á Akureyri fyrir viku með peninga sem lögregla telur afrakstur fíkniefnasölu og heima hjá honum fannst eitt kíló af maríjúana. 8.12.2005 14:33 Fá engar bætur fyrir förgun gæsa Ríkissjóður var í dag sýknaður af fimm milljóna króna skaðabótakröfu hjóna sem var gert að farga aligæsum á búi sínu eftir að salmonella greindist í gæsunum. Dýralæknir fyrirskipaði förgunina og fóru hjónin að kröfu hans. 8.12.2005 13:45 Bæta þarf kjör, aðbúnað og virðingu fyrir uppeldisstörfum Rektor Kennaraháskóla Íslands segir að bæta þurfi kjör, aðbúnað og virðingu fyrir uppeldis- og umönnunarstörfum til að fjölga karlkynsnemendum við skólann. Vandinn verði ekki leystur með kynjakvóta einum og sér. 8.12.2005 13:30 Senda Thatcher hlýjar kveðjur Fjölmargir hafa sent Margréti Thatcher hlýjar kveðjur á sjúkrahúsið þar sem hún var lögð inn í gær. Járnfrúin gamla virðist ætla að hrista af sér þessi veikindi eins og svo margt annað. 8.12.2005 13:15 Gæsluvarðhald Albana framlengt Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurð fyrir albönskum manni sem grunaður er um manndráp í Grikklandi. Maðurinn var handtekinn við komu sína hingað undir lok september fyrir að ferðast með fölsk skilríki og hefur síðan setið í fangelsi, fyrst við afplánun fangadóms og síðan í gæsluvarðhaldi. 8.12.2005 13:06 Baráttan um farþegana harðnar Áætlunarferðum á milli Íslands og meginlandsins fjölgar verulega á næsta ári. SAS-Braathens, sem er norski armur SAS-samsteypunnar, tilkynnti í gærkvöldi að félagið ætlaði að hefja áætlunarflug á milli Óslóar og Keflavíkur í vetur og nýverið tilkynnti flugrisinn British Airways að félagið ætlaði að hefja áætlunarflug á milli Stansted á Englandi og Keflavíkur síðar í vetur. 8.12.2005 12:15 Gera við breiðþotu í roki og rigningu Hátt í 15 kanadískir flugvirkjar eru nú í roki og rigningu að skipta um hreyfil í kanadísku breiðþotunni, sem lenti með bilaðan hreyfil á Keflavíkurflugvelli á sunnudag. Þotan kemst ekki inn í þjónustuskýli Flugleiða á vellinum. 8.12.2005 12:09 20 þúsund uppreisnarmenn ganga lausir Minnst þrjátíu manns létust og fjörutíu slösuðust í enn einni sjálfsmorðsárásinni í Írak í morgun. Tuttugu þúsund uppreisnarmenn ganga enn lausir í Írak þrátt fyrir að bandarískar og írakskar hersveitir hafi handsamað og drepið þúsundir uppreisnarmanna undanfarið ár. 8.12.2005 12:06 Miklar annir hjá slökkviliði Miklar annir voru hjá Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins milli átta og tíu í morgun og voru allir dælubílar úti í einu. 8.12.2005 12:03 NSÍ mótmæla lagabreytingu um auðlindanýtingu Náttúruverndarsamtök Íslands vilja að Alþingi úthluti áfram virkjanaleyfum en ekki lokaður hópur sérfræðinga og embættismanna eins og tillaga umhverfisráðherra til breytinga á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu felur í sér. 8.12.2005 12:00 Útúrsnúningur hjá ráðherra Stefán Ólafsson, prófessor, svarar gagnrýni á skýrslu sína, Örorka og velferð á Íslandi, fullum hálsi. Hann segir rangt að hann hafi bara tiltekið tvo bótaflokka við útreikninga sína. Hann hafi beitt 8 ólíkum aðferðum við að sýna þróun kjara og í tveimur af þeim hafi hann bara tiltekið tvo bótaflokka til að sýna ákveðna þróun. Þá sé það útúrsnúningur að hann hafi misskilið aldurstengingu örorkubóta. 8.12.2005 11:43 Saka launanefnd sveitarfélaga um láglaunastefnu Tvö starfsmannafélög saka launanefnd sveitarfélaganna um að standa fyrir láglaunastefnu og mismunun sem sé ólíðandi. Munað getur allt að tíu til tólf launaflokkum á milli sveitarfélaga fyrir sambærileg störf. 8.12.2005 11:26 Ekkert athugavert við viðskiptin Stjórnendur KB-banka vísa því á bug að nokkurt hafi verið athugavert við viðsk þeirra sama dag og Íbúðalánasjóður efndi til síðasta útboðs síns. Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs telur KB-banka hafa tímasett útboðið til að hækka vexti Íbúðalánasjóðs. 8.12.2005 11:03 Litlar efndir á rúmum átta árum Hálfu níunda ári eftir að Alþingi samþykkti að efla bæri rannsóknir og sjómælingar innan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar er enn ekki búið að veita krónu til verkefnisins. 8.12.2005 10:30 Eldgos í Vanuatu-eyjaklasanum Eldfjallið Mount Marano á Ambae-eyju í eyjaklasanum Vanuatu tók stórkostlegan kipp í dag og gaus gufu og eitruðum lofttegundum þrjá kílómetra upp í loftið. Gosið sem byrjaði að láta á sér kræla þann 27 nóvember, kemur frá vatninu Vui í miðju gýgsins. Eldfjallafræðingar óttast að haldi gosið áfram muni aurskriður streyma yfir brún gýgsins og fljóta yfir allnokkur þorp á eyjunni og hafa þau verið rýmd. 8.12.2005 10:00 Vilja áhættumat fyrir olíuflutninga Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að áhættugreining verði gerð vegna olíuflutning og hvetur samgönguyfirvöld til að hefjast handa við slíka vinnu. Mikið magn olíu fer um Hafnarfjörð í viku hverri og vilja bæjaryfirvöld að áhættugreining liggi fyrir svo hægt sé að skipuleggja viðbrögð ef eitthvað kemur upp á. 8.12.2005 10:00 Hætta að nota tveggja hæða vagna í Lundúnum Eitt af höfuðeinkennum Lundúnaborgar undanfarna áratugi hverfur af sjónarsviðinu á morgun. Til stendur að leggja rauðu tveggja hæða strætisvögnunum sem fólk hefur getað hoppað upp í og af í rúmlega hálfa öld. 8.12.2005 09:45 Eldur kom upp á Alþingi Eldur kom upp í aðalrafmagnstöflu Alþingishússins á níunda tímanum í morgun en starfsmönnum tókst með snarræði að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang. 8.12.2005 09:36 Vilja ekki taka upp gjaldtöku í heilbrigðiskerfi Danmerkur Það kemur ekki til greina að innheimta gjöld í heilbrigðiskerfinu eins og velferðarnefnd sem skipuð var í Danmörku leggur til. Þetta segja talsmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu í landinu. 8.12.2005 09:30 Sjá næstu 50 fréttir
Stökk um borð í rútu með sprengju Að minnsta kosti þrjátíu létust og fjörutíu slösuðust í sjálfsmorðsárás í Bagdad í gær. Japanar hafa ákveðið að framlengja dvöl herliðs síns í Írak um eitt ár. Árásin var gerð á umferðarmiðstöð í Bagdad en sjálfsmorðsárásarmaðurinn stökk þá um borð í rútu sem var í þann mund að leggja af stað til sjíabæjarins Nasiriyah í suðausturhluta landsins. 9.12.2005 06:45
Sigur fyrir réttarkerfið í landinu "Þetta er ekki aðeins sigur fyrir mig heldur er þetta sigur fyrir réttarkerfið í landinu vegna þess að þetta er fordæmisgefandi dómur," segir Valgerður H. Bjarnadóttir. Hæstiréttur dæmdi í gær að íslenska ríkinu bæri að greiða Valgerði sex milljjónir króna í bætur fyrir að Árni Magnússon félagsmálaráðherra skyldi hafa lagt að henni að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. 9.12.2005 06:30
Slíkur framburður ótækur Sérstakur dómstóll breskra lávarða úrskurðaði í gær að vitnisburð sem fengist hefði með pyntingum væri ekki hægt að nota gegn grunuðum hryðjuverkamönnum. Úrskurðurinn þýðir að taka verður upp mál átta manna sem sitja í öryggisgæslu og á senn að reka úr landinu á grundvelli framburðar fanga úr Guantanamo-búðunum alræmdu. 9.12.2005 06:15
74 verkamenn eru taldir af Talið er að í það minnsta 74 námaverkamenn hafi beðið bana þegar sprenging varð í fyrradag í kolanámu í Hebel-héraði, skammt frá Peking. Þetta er þriðja mannskæða námuslysið í Kína á hálfum mánuði. 9.12.2005 06:15
Sprengju kastað inn á vinnumarkaðinn Formaður Félags leikskólakennara segir að sprengju hafi verið kastað inn á vinnumarkaðinn. Samkvæmt nýjum kjarasamningi Reykjavíkurborgar eru ófaglærðir deildarstjórar á leikskólum með hærri laun en faglærðir. 9.12.2005 06:00
Ekki útkljáð hver sækir málið Þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem enn eru fyrir dómstólum verða teknir fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki er útkljáð hver sé rétt skipaður og bær saksóknari varðandi ákæruliðina átta og hefur dómari boðað bæði Boga Nilsson ríkissaksóknara og Sigurð Tómas Magnússon til þinghaldsins í dag. 9.12.2005 05:45
Útskrifuð af sjúkrahúsi Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var flutt á sjúkrahús í fyrrakvöld eftir að hún fékk aðsvif á hárgreiðslustofu. Hún var hins vegar útskrifuð í gær og virtist þá hin hressasta. 9.12.2005 05:15
Sagður hafa verið líflátinn Írakski uppreisnarhópurinn Íslamski herinn lýsti því yfir á vefsíðu í gær að hann hefði tekið bandarískan gísl sinn af lífi í gær. Engar myndir eða frekari upplýsingar fylgdu yfirlýsingunni en af henni mátti þó ráða að átt væri við Ronald Schulz, fertugan starfsmann öryggisþjónustu, en honum var rænt í landinu á dögunum. 9.12.2005 05:15
Alfreð víst treystandi Forkólfar framsóknarfélaganna í Reykjavík fagna því að Alfreð Þorsteinssyni, borgarfulltrúa flokksins, hafi verið falið að stýra byggingu nýs sjúkrahúss í Reykjavík. Í ályktun þess efnis segir að Alfreð hafi stýrt uppbyggingu Orkuveitu Reykjavíkur af miklum myndarbrag og gert hana að einu öflugasta fyrirtæki landsins. 9.12.2005 05:00
Kaupir hluti í Woolworths Baugur Group hefur fest kaup á tæpum þremur prósentum í bresku verslunarkeðjunni Woolworths. Samkvæmt heimildum eru þessi kaup ólík mörgum kaupum Baugs á breska markaðnum að því leyti að ekki er ætlunin að komast til áhrifa innan fyrirtækisins. 9.12.2005 05:00
Hlutur Tryggva aftur í hérað Hæstiréttur vísaði í gær sex ára fangelsisdómi yfir Tryggva Lárussyni aftur heim í hérað. Hæstiréttur fjallaði þarna um hlut Tryggva og Óla Hauks Valtýssonar í svokölluðu Dettifossmáli. Við sama tækifæri var sex og hálfs árs fangelsisdómur yfir Óla Hauki mildaður og verður fjögur ár. 9.12.2005 04:45
Krabbameinsleit stór þáttur í að draga úr leghálskrabbameini Leghálskrabbameinsleit er stærsti þátturinn í að draga úr tíðni leghálskrabbameins. Bólusetning kvenna mun ekki koma í veg fyrir nauðsyn þess að konur mæti til leitar. 8.12.2005 22:49
Dæmdur fyrir að meiða persónu og æru Valgerðar Lögmaður Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, segir ástæðu þess að Hæstiréttur snýr við dómi Héraðsdóms m. a. þá að ekki nóg með að vera dæmdur fyrir að misbeita valdi sínu, heldur sé félagsmálaráðherra einnig dæmdur fyrir að meiða persónu og æru Valgerðar. Það sé fordæmisskapandi og það sé frekar hlutverk Hæstaréttar en Héraðsdóms að skapa slíkt fordæmi. 8.12.2005 22:35
Bíll lenti þversum á Blöndubrú innri Lögreglan á Blönduósi vinnur nú að því að fjarlægja fólksbíl sem liggur þvert á Blöndubrú innri eftir að ökumaður missti stjórn á bíl sínum. Slysið átti sér stað um níu leytið í kvöld og var ungt par í bílnum og eru þau bæði ómeidd. Blöndubrú innri er í Blöndudal og að sögn lögreglu er flughálka á vegum þar. Um fólksbíl er að ræða og er hann mikið skemmdur en sem fyrr segir liggur bíllinn þversum á brúnni og lokar alveg fyrir umferð. 8.12.2005 22:04
Allt að áttatíu vinnuslys á mánuði Á milli sextíu og fimm og áttatíu vinnuslys verða við Kárahnjúka í hverjum mánuði. Í þriðjungi tilfella missa menn einn dag eða fleiri úr vinnu. Yfirlæknir vinnusvæðisins telur þessa slysatíðni eðlilega miðað við aðstæður. 8.12.2005 20:22
Félagsmálaráðherra fagnar því að málinu sé lokið Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist, í tilefni dóms Hæstaréttar í dag þar sem íslenska ríkinu var gert að greiða Valgerði H. Bjarnadóttur sex milljónir króna í skaðabætur, fagna því að málinu sé lokið. Hann dragi þó ekki dul á að þessi niðurstaða Hæstaréttar valdi sér vonbrigðum. Í dóminum segir m.a. að félagsmálaráðherra hafi brotið meðalhófsregluna við starfslok Valgerðar sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. 8.12.2005 20:07
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði vill endurskoða kjarasamninga Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að launanefnd sveitarfélaganna þurfi að taka upp kjarasamninga sem gerðir voru síðasta vor. Hann segist ekki sætta sig við sem yfirmaður starfsmannamála Hafnarfjarðarbæjar að starfsfólk þar sé á mun lægri launum en starfsfólk Reykjavíkurborgar. 8.12.2005 19:59
Frumvarpi frestað vegna bruna Iðnaðarráðherra varð að draga frumvarp sitt til baka um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu á þessu þingi, vegna málþófs stjórnarandstöðu. Rætt var um frumvarpið til klukkan tvö í nótt og átti að halda umræðunni áfram klukkan tíu í morgun, en falla varð frá því þegar eldur kviknaði í rafmagnstöflu Alþingis. Formaður Vinstri - grænna segir að orkuiðnaðurinn hafi gripið í taumana. Samkomulag hefur náðst á milli flokkanna um að þinginu ljúki síðdegis á morgun. 8.12.2005 19:58
Taka að sér verkefnastjórn vegna flugvallarins í Kabúl Íslenska friðargæslan mun taka að sér verkefnisstjórn við uppbyggingu flugvallarins í Kabúl í Afganistan, að ósk þarlendra stjórnvalda. 8.12.2005 19:56
Aukin hætta á krónískum öndunarfærasjúkdómum Aukin svifryksmengun hefur mikil áhrif á einstaklinga með öndunarfærasjúkdóma. En svifrykmengun í Reykjavík hefur tuttugu sinnum farið yfir heilsuverndarmörk á árinu. 8.12.2005 19:05
Forstjóri KB banka segir ekkert hæft í ásökunum Íbúðalánasjóðs Íbúðalánasjóð grunar að KB banki hafi brotið lög og góða viðskiptahætti þegar bankinn seldi íbúðabréf sama dag og síðasta útboð sjóðsins fór fram og hefur óskað eftir umsögn Fjármálaeftirlitsins. Forstjóri KB banka á Íslandi segir ekkert hæft í þessum ásökunum. 8.12.2005 18:23
Slökkviliðið á útopnu vegna vatnsflóðs Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið á útopnu út um allan bæ í dag vegna vatnsflóðs í kjallara húsa. Allir dælubílar slökkviliðsins hafa verið notaðir og hafa á stundum allir verið úti í einu. Á fimmta tímanum var kallaður út aukamannskapur eftir að aðalæð í holræaleiðslum á mótum Laufásvegar og Baldursgötu fór í sundur. 8.12.2005 18:00
Félagsmálaráðherra braut meðalhófsregluna Félagsmálaráðherra braut meðalhófsregluna við starfslok Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Hæstiréttur dæmdi henni 6 milljónir króna í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað íslenska ríkið af kröfu Valgerðar. 8.12.2005 17:38
5 stjörnu vegir á Íslandi Fimm stjörnu bílar á fimm stjörnu vegum, er markmið Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem í dag kynnti nýtt verkefni í samstarfi við Umferðarstofu og Samgönguráðuneyti þar sem gerðar eru ítarlegar öryggisúttektir á íslenskum vegum undir merkjum EuroRAP. 8.12.2005 16:01
Getur vel séð fyrir sér að verslunarmannafélög sameinist öll Formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur getur vel séð fyrir sér að verslumannafélög landsins sameinist í eitt félag á næstu árum, en Reykjavíkurfélagið hefur nýverið gengið frá samkomulagi sem ljúka á með sameiningu við verslunarmannafélögin í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. 8.12.2005 15:54
Flug liggur víða niðri Hvassviðrið víða um land í dag hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur. Allt flug til og frá Vestmannaeyjum hefur legið niðri og sömu sögu er að segja með flug til og frá Ísafirði. Í Eyjum er óvíst hvenær hægt verður að fljúga aftur og að sögn starfsmanns Flugfélags Íslands á flugvellinum þar er útlitið slæmt alveg fram yfir helgi. 8.12.2005 15:29
Grunaður um viðamikla fíkniefnasölu Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem er grunaður um viðamikla fíkniefnasölu á Akureyri. Maðurinn var handtekinn á skemmtistað á Akureyri fyrir viku með peninga sem lögregla telur afrakstur fíkniefnasölu og heima hjá honum fannst eitt kíló af maríjúana. 8.12.2005 14:33
Fá engar bætur fyrir förgun gæsa Ríkissjóður var í dag sýknaður af fimm milljóna króna skaðabótakröfu hjóna sem var gert að farga aligæsum á búi sínu eftir að salmonella greindist í gæsunum. Dýralæknir fyrirskipaði förgunina og fóru hjónin að kröfu hans. 8.12.2005 13:45
Bæta þarf kjör, aðbúnað og virðingu fyrir uppeldisstörfum Rektor Kennaraháskóla Íslands segir að bæta þurfi kjör, aðbúnað og virðingu fyrir uppeldis- og umönnunarstörfum til að fjölga karlkynsnemendum við skólann. Vandinn verði ekki leystur með kynjakvóta einum og sér. 8.12.2005 13:30
Senda Thatcher hlýjar kveðjur Fjölmargir hafa sent Margréti Thatcher hlýjar kveðjur á sjúkrahúsið þar sem hún var lögð inn í gær. Járnfrúin gamla virðist ætla að hrista af sér þessi veikindi eins og svo margt annað. 8.12.2005 13:15
Gæsluvarðhald Albana framlengt Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurð fyrir albönskum manni sem grunaður er um manndráp í Grikklandi. Maðurinn var handtekinn við komu sína hingað undir lok september fyrir að ferðast með fölsk skilríki og hefur síðan setið í fangelsi, fyrst við afplánun fangadóms og síðan í gæsluvarðhaldi. 8.12.2005 13:06
Baráttan um farþegana harðnar Áætlunarferðum á milli Íslands og meginlandsins fjölgar verulega á næsta ári. SAS-Braathens, sem er norski armur SAS-samsteypunnar, tilkynnti í gærkvöldi að félagið ætlaði að hefja áætlunarflug á milli Óslóar og Keflavíkur í vetur og nýverið tilkynnti flugrisinn British Airways að félagið ætlaði að hefja áætlunarflug á milli Stansted á Englandi og Keflavíkur síðar í vetur. 8.12.2005 12:15
Gera við breiðþotu í roki og rigningu Hátt í 15 kanadískir flugvirkjar eru nú í roki og rigningu að skipta um hreyfil í kanadísku breiðþotunni, sem lenti með bilaðan hreyfil á Keflavíkurflugvelli á sunnudag. Þotan kemst ekki inn í þjónustuskýli Flugleiða á vellinum. 8.12.2005 12:09
20 þúsund uppreisnarmenn ganga lausir Minnst þrjátíu manns létust og fjörutíu slösuðust í enn einni sjálfsmorðsárásinni í Írak í morgun. Tuttugu þúsund uppreisnarmenn ganga enn lausir í Írak þrátt fyrir að bandarískar og írakskar hersveitir hafi handsamað og drepið þúsundir uppreisnarmanna undanfarið ár. 8.12.2005 12:06
Miklar annir hjá slökkviliði Miklar annir voru hjá Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins milli átta og tíu í morgun og voru allir dælubílar úti í einu. 8.12.2005 12:03
NSÍ mótmæla lagabreytingu um auðlindanýtingu Náttúruverndarsamtök Íslands vilja að Alþingi úthluti áfram virkjanaleyfum en ekki lokaður hópur sérfræðinga og embættismanna eins og tillaga umhverfisráðherra til breytinga á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu felur í sér. 8.12.2005 12:00
Útúrsnúningur hjá ráðherra Stefán Ólafsson, prófessor, svarar gagnrýni á skýrslu sína, Örorka og velferð á Íslandi, fullum hálsi. Hann segir rangt að hann hafi bara tiltekið tvo bótaflokka við útreikninga sína. Hann hafi beitt 8 ólíkum aðferðum við að sýna þróun kjara og í tveimur af þeim hafi hann bara tiltekið tvo bótaflokka til að sýna ákveðna þróun. Þá sé það útúrsnúningur að hann hafi misskilið aldurstengingu örorkubóta. 8.12.2005 11:43
Saka launanefnd sveitarfélaga um láglaunastefnu Tvö starfsmannafélög saka launanefnd sveitarfélaganna um að standa fyrir láglaunastefnu og mismunun sem sé ólíðandi. Munað getur allt að tíu til tólf launaflokkum á milli sveitarfélaga fyrir sambærileg störf. 8.12.2005 11:26
Ekkert athugavert við viðskiptin Stjórnendur KB-banka vísa því á bug að nokkurt hafi verið athugavert við viðsk þeirra sama dag og Íbúðalánasjóður efndi til síðasta útboðs síns. Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs telur KB-banka hafa tímasett útboðið til að hækka vexti Íbúðalánasjóðs. 8.12.2005 11:03
Litlar efndir á rúmum átta árum Hálfu níunda ári eftir að Alþingi samþykkti að efla bæri rannsóknir og sjómælingar innan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar er enn ekki búið að veita krónu til verkefnisins. 8.12.2005 10:30
Eldgos í Vanuatu-eyjaklasanum Eldfjallið Mount Marano á Ambae-eyju í eyjaklasanum Vanuatu tók stórkostlegan kipp í dag og gaus gufu og eitruðum lofttegundum þrjá kílómetra upp í loftið. Gosið sem byrjaði að láta á sér kræla þann 27 nóvember, kemur frá vatninu Vui í miðju gýgsins. Eldfjallafræðingar óttast að haldi gosið áfram muni aurskriður streyma yfir brún gýgsins og fljóta yfir allnokkur þorp á eyjunni og hafa þau verið rýmd. 8.12.2005 10:00
Vilja áhættumat fyrir olíuflutninga Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að áhættugreining verði gerð vegna olíuflutning og hvetur samgönguyfirvöld til að hefjast handa við slíka vinnu. Mikið magn olíu fer um Hafnarfjörð í viku hverri og vilja bæjaryfirvöld að áhættugreining liggi fyrir svo hægt sé að skipuleggja viðbrögð ef eitthvað kemur upp á. 8.12.2005 10:00
Hætta að nota tveggja hæða vagna í Lundúnum Eitt af höfuðeinkennum Lundúnaborgar undanfarna áratugi hverfur af sjónarsviðinu á morgun. Til stendur að leggja rauðu tveggja hæða strætisvögnunum sem fólk hefur getað hoppað upp í og af í rúmlega hálfa öld. 8.12.2005 09:45
Eldur kom upp á Alþingi Eldur kom upp í aðalrafmagnstöflu Alþingishússins á níunda tímanum í morgun en starfsmönnum tókst með snarræði að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang. 8.12.2005 09:36
Vilja ekki taka upp gjaldtöku í heilbrigðiskerfi Danmerkur Það kemur ekki til greina að innheimta gjöld í heilbrigðiskerfinu eins og velferðarnefnd sem skipuð var í Danmörku leggur til. Þetta segja talsmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu í landinu. 8.12.2005 09:30