Innlent

Baráttan um farþegana harðnar

Valkostum farþega á leið til og frá landinu fjölgar mikið á komandi mánuðum.
Valkostum farþega á leið til og frá landinu fjölgar mikið á komandi mánuðum. MYND/Hilmar

Áætlunarferðum á milli Íslands og meginlandsins fjölgar verulega á næsta ári. SAS-Braathens, sem er norski armur SAS-samsteypunnar, tilkynnti í gærkvöldi að félagið ætlaði að hefja áætlunarflug á milli Óslóar og Keflavíkur í vetur og nýverið tilkynnti flugrisinn British Airways að félagið ætlaði að hefja áætlunarflug á milli Stansted á Englandi og Keflavíkur síðar í vetur.

SAS- Braatens ætlar að hefja flugið frá og með 26. mars og fljúga hingað þrisvar í viku á Boeing 737 þotum. Bókunarkerfið verður í líkingu við kerfi lágfargjaldafélaganna og ódýrasta far á milli Reykjavíkur og Oslo, aðra leiðina, verður 7,500 íslenskar krónur, með flugvallarsköttum. Þaðan verður svo hægt að taka tengiflug til ýmissa staða. Flogið verður í allt sumar til að byrja með og síðan metið hvort haldið verður áfram í vetraráætluninni næsta haust.

Brithis Airways, sem ætlar að hefja sitt áætlunarflug sitt í febrúar eða mars, og fljúga nokkrum sinnum í viku, áætlar að halda uppi flugi hingað allt árið, þótt ferðum verði ef til vill fækkað eitthvað yfir veturinn. Þá fjölgar Iceland Express viðkomustöðum sínum á meginlandinu úr tveimur í sjö og þar með ferðum á milli Íslands og meginlandsins, og Iceland Air ætlar síður en svo að draga úr ferðatíðni sinni í meginlandsfluginu. Það verður því harðari barátta um farþegana en nokkru sinni fyrr og eru þegar uppi væntingar um að það kunni að leiða til verðlækkunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×