Fleiri fréttir Margret Thatcher lögð inn á sjúkrahús í gær Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var flutt á sjúkrahús í London í gær eftir að hún fékk aðsvif á hárgreiðslustofu. Thatcher er enn á sjúkrahúsinu og hefur undirgengist rannsóknir í nótt, en ekki er útilokað að hún útskrifist í dag. 8.12.2005 08:30 Stórum hluta af Gautaborg lokað vegna tundurdufls Stórum hluta af Gautaborg í Svíþjóð var lokað í nótt eftir að fiskibátur hafði komið til hafnar með það sem lögreglu grunar að sé tundurdufl úr síðari heimsstyrjöldinni. 8.12.2005 08:05 62 látnir í námuslysi í Kína 62 létust og þrettán eru enn innilokaðir eftir enn eina námusprenginguna í Kína í nótt. Sprengingin varð í einkarekinni námu í Hebei-héraði. Tæplega tvö hundruð starfsmenn voru inni í námunni þegar slysið varð, 82r komust út af sjálfsdáðum en 32 var strax bjargað. 8.12.2005 08:00 SAS hyggst fljúga milli Keflavíkur og Oslóar SAS-Braathens, sem er norski armur SAS samsteypunnar, tilkynnti í gærkvöldi að félagið ætlaði að hefja áætlunarflug á milli Oslóar og Keflavíkur frá og með 26. mars og fljúga hingað þrisvar í viku. 8.12.2005 07:45 Skutu geðveikan mann til bana á Miami-flugvelli Alríkislögreglumaður skaut geðveikan mann til bana á flugvellinum á Miami í Bandaríkjunum í gærkvöld eftir að hann sagðist vera með sprengju á sér. Maðurinn var um borð í flugvél American Airlines, sem var nýlega lent. Hann sagðist vera með sprengju í bakpokanum sínum og lagði síðan á flótta inn landganginn. 8.12.2005 07:30 Sprengingar í Bangladess Minnst fimm létust og fimmtíu eru sárir eftir tvær sprengingar í norðurhluta Bangladess í morgun. Sprengjurnar tvær sprungu með aðeins nokkurra mínútna millibili og allt bendir til að um hryðjuverk sé að ræða. 8.12.2005 07:15 Vill að Fjármálaeftirlitið kanni viðskipti KB banka Íbúðalánasjóður hefur óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið kanni hvort viðskipti KB banka með skuldabréf Íbúðalánasjóðs rétt fyrir lokun markaða hinn 22. nóvember síðastliðinn stangist á við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti og samræmis góðum viðskiptaháttum. 8.12.2005 07:01 Bankarnir tóku skellinn Viðskiptabankar þeirra sem urðu fyrir því að stolið var úr heimabönkum þeirra bættu þeim að fullu þær fjárhæðir sem stolið var, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Um samtals rúmar tvær milljónir króna er að ræða í fjórum málum sem lögreglan í Reykjavík hefur nú til rannsóknar. 8.12.2005 07:00 Rauð jól í Reykjavík Jólin verða rauð með hvítum flekkjum á höfuðborgarsvæðinu segir Sigurður Þ. Ragnarsson, jarð- og veðurfræðingur. Norðlendingar geta hins vegar átt von á hvítum jólum. Austan- og vestanlands verða jólin ekki snjóþung en gætu þó orðið hvít. 8.12.2005 07:00 Millifærði þýfi inn á tvo einkareikninga Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um þjófnað úr heimabönkum fólks, millifærði þýfið inn á tvo reikninga sem eru í eigu hans. Lögreglan ber til baka fréttir þess efnis að umræddur maður sé aðeins milliliður í málinu. 8.12.2005 07:00 Reynir að taka af tvímæli um stefnuna Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reyndi í gær að taka af öll tvímæli um stefnu Bandaríkjastjórnar hvað varðar harkalegar aðferðir við yfirheyrslu. Lýsti hún því yfir að enginn starfsmaður bandarískra stofnana mætti beita fólk niðurlægjandi meðferð, hvort sem væri í eigin landi eða erlendis. 8.12.2005 06:45 Klagar KB banka Stjórn Íbúðalánasjóðs ákvað í gær að beina því til Fjármálaeftirlitsins að taka viðskipti KB banka með skuldabréf Íbúðalánasjóðs 22. nóvember síðastliðinn til athugunar. Á eftirlitið að kanna hvort viðskiptin stangist á við lög um verðbréfaviðskipti eða samræmist góðum viðskiptaháttum. 8.12.2005 06:45 Hafa tekið stríðsfanga Norskir hermenn hafa tekið stríðsfanga í Afganistan eða átt þátt í slíkum handtökum. Þetta hefur Verdens Gang fengið staðfest í norska varnarmálaráðuneytinu. Ekki hefur verið gefið upp hver fjöldinn er. 8.12.2005 06:30 Segja hermenn í uppreisnarhug Níu liðhlaupar frá Norður-Kóreu, sem segjast vera úr sérsveit hers norðanmanna, sögðu í gær að félagar þeirra í her alþýðulýðveldisins væru að missa móðinn vegna ástandsins þar, og myndu gera uppreisn nema kommúnistastjórnin í Pyongyang loki fangabúðum þar sem pólitískur fangar eru geymdir og taki sig á í mannréttindamálum. 8.12.2005 06:30 Flestir búa enn í tjöldum Næstum ári eftir að flóðbylgjan skall á löndum við Indlandshaf búa enn langflestir þeirra sem misstu heimili sín í hamförunum í neyðarskýlum eða tjaldbúðum. Þetta er niðurstaða bandarískrar könnunar sem gerð var á Indlandi, á Sri Lanka og norðurhluta Súmötru í Indónesíu sem varð einna verst úti. 8.12.2005 06:15 Gagnrýni leysir ekki vandann "Stofnunin er í mjög erfiðri stöðu og nauðsynlegt er að gera róttækar breytingar á skipulagi byggðamála eigi þau að skila tilætluðum árangri." Þetta segir í tilkynningu frá Sigurði H. Helgasyni, framkvæmdastjóra ráðgjafafyrirtækisins Stjórnhátta ehf. 8.12.2005 06:15 Níu bílaþjófar af tíu sleppa Aðeins tekst að hafa hendur í hári bílþjófa í einu tilviki af hverjum tíu, að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík. 8.12.2005 06:15 Verulega dregur úr vaxtabyrði ríkisins Fjárlagafrumvarpið varð að lögum á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan segir ójöfnuð og ójafnvægi einkenna fjárlögin en stjórnarliðar telja þau harla góð og benda á milljarða króna aukningu framlaga til mennta- og menningarmála. 8.12.2005 06:00 Var seld án skilmála um friðun Nýr eigandi Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg, byggingafyrirtækið Mark-hús, vill ekki enn upplýsa hvað það hyggst fyrir með Heilsuverndarstöðina. Eigandi Mark-húss, Markús Már Árnason, segir að upplýsingar um þeirra áætlanir séu í fyrsta lagi væntanlegar eftir áramót. 8.12.2005 05:45 Leikskólagjöld eiga að lækka Gert er ráð fyrir í nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í fyrradag að leikskólagjöld í borginni lækki strax eftir næstu áramót. Mun almennt leikskólagjald fyrir átta tíma vistun þannig lækka um fimm þúsund á mánuði eða 55 þúsund krónur á ári. 8.12.2005 05:30 Heimildarmaðurinn ákærður Einn af leynilegum heimildarmönnum sænsku lögreglunnar hefur verið handtekinn og ákærður fyrir þátttöku í árás á brynvarðan peningaflutningabíl Securitas í Stokkhólmi í lok ágúst. Ræningjarnir höfðu hátt í 250 milljónir upp úr krafsinu. 8.12.2005 05:15 Kjósendur ráku borgarstjórann Borgarstjóra Spokane í Washingtonríki í Bandaríkjunum hefur verið vikið úr embætti í sérstökum kosningum. Borgarstjórinn, sem heitir James E. West og er 54 ára, var sakaður um að hafa boðið ungum mönnum sem hann hitti á hommaspjallrásum netsins bæði störf og smágreiða. 8.12.2005 05:15 Háskólinn fær skammir Umboðsmaður Alþingis hefur beint þeim tilmælum til Háskóla Íslands að fjallað verði á nýjan leik um mál sérfræðings, sem starfar hjá Háskólanum, vegna einhliða ákvörðunar stofnunarinnar um að fella niður fasta yfirvinnu hjá honum. Háskólinn skuli bregðast við með þessum hætti óski sérfræðingurinn þess. 8.12.2005 05:00 Börn viðkvæm fyrir svifryki Börn eru viðkvæmari en aðrir fyrir svifryksmengun. Í Reykjavík hefur mengunin tuttugu sinnum farið yfir heilsuverndarmörk á þessu ári. Takmörkun á umferð er ein lausn á vandanum. 8.12.2005 05:00 Segir landlækni fara með rangt mál Læknafélag Íslands hefur kært Jóhann Tómasson lækni til siðanefndarinnar fyrir grein sem birtist í Læknablaðinu um Kára Stefánsson, forstjóra Erfðagreiningar. Jóhann segir yfirlýsingu landlæknis um að leyfi Kára sé fullgilt rangt. 8.12.2005 05:00 Samsæri gagnvart útrásinni Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarformaður Byko, hafnar samstarfi við íslensku verkalýðshreyfinguna í Eystrasaltslöndunum. Hann segir að íslensku fyrirtækin Byko Lat og CED séu þekkt fyrir að búa vel að sínum starfsmönnum og hafi ekkert með samstarf við íslensku verkalýðshreyfinguna að gera. 8.12.2005 04:45 Prófkjör hjá sjálfstæðismönnum á Akureyri í febrúar Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri ákvað á fundi sínum í kvöld að efna til prófkjörs vegna vals á framboðslista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Prófkjörið verður haldið 11. febrúar næstkomandi. Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út 16. janúar. 7.12.2005 23:40 Lokka fólk austur Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð ætla að lokka til sín fólk af suðvesturhorninu með því að byggja upp íþróttamannvirki fyrir fjárhæð sem samsvarar einni milljón króna á hverja fjölskyldu í bæjarfélaginu. Stærsta íþróttahöll Austurlands og ný sundlaug eru meðal þess sem á að fá fólk til að flytja austur. 7.12.2005 22:27 Efni í sálfræðiathugun Þingmaður vinstri grænna segir afstöðu ríkisstjórnarinnar til Mannréttindaskrifstofu Íslands viðfangsefni fyrir sálfræðinga. Þingheimur samþykkti fjárlögin með 28 atkvæðum. Tuttugu og fjórir þingmenn sátu hjá. Meirihlutinn felldi allar breytingartillögur minnihlutans. 7.12.2005 22:24 Íslendingar eiga erfitt með að fóta sig í dönskunni Margir Íslendingar í Danmörku eiga í erfiðleikum með að fóta sig í dönskunni og tala ensku í staðinn. Geti þeir stundað nám sitt á ensku hafa þeir minni þörf fyrir dönskuna í daglega lífinu. Sighvatur Jónsson, fréttamaður NFS, kannaði tungu Íslendinga í Danmörku. 7.12.2005 22:22 Kristinn gagnrýndi Davíð Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður framsóknarmanna, gagnrýndi yfirlýsingar Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um Íbúðalánasjóð harðlega í lok fjárlagaumræðunnar í nótt. Kristinn sagði að bankastjórinn talaði eins og stjórnmálamaður og spurði hvort búast mætti við því að hann færi að gefa út línu varðandi aðra þætti viðskiptalífsins. 7.12.2005 22:17 Bara nýgreind börn fá aðstoð Foreldrar barna, sem greinast með alvarlega og langvinna sjúkdóma eftir næstu áramót, geta fengið tímabundna fjárhagsaðstoð vegna vinnutaps, en ekki foreldrar barna, sem þegar hafa fengið sjúkdómsgreiningu. Þetta kemur fram í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í byrjun desember. 7.12.2005 22:11 Sveltir sig vegna bágra kjara Tæplega sjötug kona sem er öryrki vegna geðsjúkdóms er nú í hungurverkfalli vegna kjara sinna og annarra öryrkja. Hún kveðst ekki ætla að hætta sveltinu nema kjör öryrkja og aldraðra verði gerð mannsæmandi. Sonur hennar segir baráttu öryrkja við kerfið, erfiðari en baráttu öryrkja við sjúkdóma. 7.12.2005 22:00 Margret Thatcher flutt á sjúkrahús Margret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var flutt á sjúkrahús í London um fimmleytið í dag eftir að hún fékk aðsvif á hárgreiðslustofu. Thatcher mun dvelja á sjúkrahúsinu að minnsta kosti í nótt og undirgangast rannsóknir til að hafa varan á, en mun að öllum líkindum útskrifast á morgun. 7.12.2005 21:55 Öryrki í mótmælasvelti Öryrki í Reykjavík er í mótmælasvelti vegna bágra kjara öryrkja - og segir hungurverkfall einu mótmælin sem öryrkjar hafi efni á. 7.12.2005 21:28 Farþegi sem sagðist vera með sprengju skotinn til bana Farþegi um borð í flugvél American Airlines á flugvellinum á Miami í Bandaríkjunum var skotinn til bana fyrr í kvöld eftir að hann sagðist vera með sprengju á sér. Hermenn sem höfðu umkringt vélina skutu manninn þegar hann reyndi að flýja inn í flugstöðvarbygginguna. 7.12.2005 21:17 Óháðir sérfræðingar beri saman skýrslur Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fá óháða sérfræðinga til að bera saman nýlegar skýrslur um öryrkja á Íslandi. Hann segir skýrslu Stefáns Ólafssonar fela í sér ónákvæman og villandi samanburð og hefur sent frá sér langa greinargerð um málið. 7.12.2005 20:10 Eldur í tjaldi á hamfarasvæðunum í Pakistan Sjö létust, þar af fjögur börn, þegar eldur kviknaði í tjaldi á hamfarasvæðunum í norðurhluta Pakistans í gærkvöld. Samkvæmt fréttum AP kviknaði í tjaldinu úr frá kerti og létust fjórir á staðnum en þrír á sjúkrahúsi skömmu síðar. 7.12.2005 19:51 Íslendingar taka að sér stjórn flugvallarins í Kabúl Ríkisstjórnin hefur fallist á beiðni Atlantshafsbandalagsins um að taka að sér stjórn flugvallarins í Kabúl í Afganistan. Íslendingar munu gegna víðtæku ráðgjafarhlutverki við uppbyggingu flugvallarins og víðtækara hlutverki en þeir hafa áður gegnt. 7.12.2005 19:40 Menntamálaráðuneytið snuprar Félag framhaldsskólakennara Forysta Félags framhaldsskólakennara þarf að læra að fara rétt með staðreyndir. Einungis með því móti þjónar hún hagsmunum umbjóðenda sinna og skólasamfélagsins alls. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu í tilefni ályktunar framhaldsskólakennara frá því í fyrradag. 7.12.2005 17:38 Nýtum ekki refsiheimildir Heimild í íslenskum lögum til að sækja fólk til saka fyrir kynferðisglæpi sem það fremur erlendis hefur aldrei verið nýtt. Nágrannalönd okkar hafa þó lagt áherslu á að taka hart á slíkum málum. 7.12.2005 17:26 Flugvél hrapaði undan ströndum Kanada Flugvél hrapaði í hafið út af austurströndum New Brunswick-héraðs í Kanada í dag. Fyrstu fréttir hermdu að vélin hafi verið fjögurra hreyfla Herkúles flutningavél en talsmenn kanadíska hersins segja hinsvegar að engrar slíkrar vélar sé saknað. Mögulegt er því að um minni vél hafi verið að ræða. Málið er í rannsókn. 7.12.2005 17:25 Fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum rædd á Alþingi Fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum í Kennaraháskóla Íslands er mjög ábótavant, sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag. Menntamálaráðherra svaraði því til að nú þegar fái allir nemendur Kennaraháskólans víðtæka kennslu hvað þetta varðar, bæði í kjarna- og valnámskeiðum. 7.12.2005 17:23 Ríkið borgar sveitarfélögunum Tekjur sveitarfélaganna aukast um 200 milljónir króna þegar ríkið fer í fyrsta sinn að greiða fasteignagjöld af húsnæði í sinni eigu. Ríkisvaldið hefur hingað til ekki þurft að greiða sveitarfélögum fasteignagjöld af eignum sínum. Þetta breytist hins vegar um áramót vegna samkomulags sveitarfélaganna og ríkisins um tekjustofna sveitarfélaga. 7.12.2005 17:00 Ríkisstjórnin með stefnu gegn landsbyggðinni? Tillaga um að veita fé til Byggðastofnunar var felld á Alþingi fyrir stundu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði það ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli að ljúka þingstörfum fyrir jól án þess að bæta eiginfjár stöðu stofnunarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi einnig ríkisstjórnina fyrir að aðstoða Byggðastofnun ekki til að rétta af fjárhaginn og sagði stjórnina reka stefnu gegn landsbyggðinni. 7.12.2005 15:29 Sjá næstu 50 fréttir
Margret Thatcher lögð inn á sjúkrahús í gær Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var flutt á sjúkrahús í London í gær eftir að hún fékk aðsvif á hárgreiðslustofu. Thatcher er enn á sjúkrahúsinu og hefur undirgengist rannsóknir í nótt, en ekki er útilokað að hún útskrifist í dag. 8.12.2005 08:30
Stórum hluta af Gautaborg lokað vegna tundurdufls Stórum hluta af Gautaborg í Svíþjóð var lokað í nótt eftir að fiskibátur hafði komið til hafnar með það sem lögreglu grunar að sé tundurdufl úr síðari heimsstyrjöldinni. 8.12.2005 08:05
62 látnir í námuslysi í Kína 62 létust og þrettán eru enn innilokaðir eftir enn eina námusprenginguna í Kína í nótt. Sprengingin varð í einkarekinni námu í Hebei-héraði. Tæplega tvö hundruð starfsmenn voru inni í námunni þegar slysið varð, 82r komust út af sjálfsdáðum en 32 var strax bjargað. 8.12.2005 08:00
SAS hyggst fljúga milli Keflavíkur og Oslóar SAS-Braathens, sem er norski armur SAS samsteypunnar, tilkynnti í gærkvöldi að félagið ætlaði að hefja áætlunarflug á milli Oslóar og Keflavíkur frá og með 26. mars og fljúga hingað þrisvar í viku. 8.12.2005 07:45
Skutu geðveikan mann til bana á Miami-flugvelli Alríkislögreglumaður skaut geðveikan mann til bana á flugvellinum á Miami í Bandaríkjunum í gærkvöld eftir að hann sagðist vera með sprengju á sér. Maðurinn var um borð í flugvél American Airlines, sem var nýlega lent. Hann sagðist vera með sprengju í bakpokanum sínum og lagði síðan á flótta inn landganginn. 8.12.2005 07:30
Sprengingar í Bangladess Minnst fimm létust og fimmtíu eru sárir eftir tvær sprengingar í norðurhluta Bangladess í morgun. Sprengjurnar tvær sprungu með aðeins nokkurra mínútna millibili og allt bendir til að um hryðjuverk sé að ræða. 8.12.2005 07:15
Vill að Fjármálaeftirlitið kanni viðskipti KB banka Íbúðalánasjóður hefur óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið kanni hvort viðskipti KB banka með skuldabréf Íbúðalánasjóðs rétt fyrir lokun markaða hinn 22. nóvember síðastliðinn stangist á við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti og samræmis góðum viðskiptaháttum. 8.12.2005 07:01
Bankarnir tóku skellinn Viðskiptabankar þeirra sem urðu fyrir því að stolið var úr heimabönkum þeirra bættu þeim að fullu þær fjárhæðir sem stolið var, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Um samtals rúmar tvær milljónir króna er að ræða í fjórum málum sem lögreglan í Reykjavík hefur nú til rannsóknar. 8.12.2005 07:00
Rauð jól í Reykjavík Jólin verða rauð með hvítum flekkjum á höfuðborgarsvæðinu segir Sigurður Þ. Ragnarsson, jarð- og veðurfræðingur. Norðlendingar geta hins vegar átt von á hvítum jólum. Austan- og vestanlands verða jólin ekki snjóþung en gætu þó orðið hvít. 8.12.2005 07:00
Millifærði þýfi inn á tvo einkareikninga Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um þjófnað úr heimabönkum fólks, millifærði þýfið inn á tvo reikninga sem eru í eigu hans. Lögreglan ber til baka fréttir þess efnis að umræddur maður sé aðeins milliliður í málinu. 8.12.2005 07:00
Reynir að taka af tvímæli um stefnuna Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reyndi í gær að taka af öll tvímæli um stefnu Bandaríkjastjórnar hvað varðar harkalegar aðferðir við yfirheyrslu. Lýsti hún því yfir að enginn starfsmaður bandarískra stofnana mætti beita fólk niðurlægjandi meðferð, hvort sem væri í eigin landi eða erlendis. 8.12.2005 06:45
Klagar KB banka Stjórn Íbúðalánasjóðs ákvað í gær að beina því til Fjármálaeftirlitsins að taka viðskipti KB banka með skuldabréf Íbúðalánasjóðs 22. nóvember síðastliðinn til athugunar. Á eftirlitið að kanna hvort viðskiptin stangist á við lög um verðbréfaviðskipti eða samræmist góðum viðskiptaháttum. 8.12.2005 06:45
Hafa tekið stríðsfanga Norskir hermenn hafa tekið stríðsfanga í Afganistan eða átt þátt í slíkum handtökum. Þetta hefur Verdens Gang fengið staðfest í norska varnarmálaráðuneytinu. Ekki hefur verið gefið upp hver fjöldinn er. 8.12.2005 06:30
Segja hermenn í uppreisnarhug Níu liðhlaupar frá Norður-Kóreu, sem segjast vera úr sérsveit hers norðanmanna, sögðu í gær að félagar þeirra í her alþýðulýðveldisins væru að missa móðinn vegna ástandsins þar, og myndu gera uppreisn nema kommúnistastjórnin í Pyongyang loki fangabúðum þar sem pólitískur fangar eru geymdir og taki sig á í mannréttindamálum. 8.12.2005 06:30
Flestir búa enn í tjöldum Næstum ári eftir að flóðbylgjan skall á löndum við Indlandshaf búa enn langflestir þeirra sem misstu heimili sín í hamförunum í neyðarskýlum eða tjaldbúðum. Þetta er niðurstaða bandarískrar könnunar sem gerð var á Indlandi, á Sri Lanka og norðurhluta Súmötru í Indónesíu sem varð einna verst úti. 8.12.2005 06:15
Gagnrýni leysir ekki vandann "Stofnunin er í mjög erfiðri stöðu og nauðsynlegt er að gera róttækar breytingar á skipulagi byggðamála eigi þau að skila tilætluðum árangri." Þetta segir í tilkynningu frá Sigurði H. Helgasyni, framkvæmdastjóra ráðgjafafyrirtækisins Stjórnhátta ehf. 8.12.2005 06:15
Níu bílaþjófar af tíu sleppa Aðeins tekst að hafa hendur í hári bílþjófa í einu tilviki af hverjum tíu, að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík. 8.12.2005 06:15
Verulega dregur úr vaxtabyrði ríkisins Fjárlagafrumvarpið varð að lögum á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan segir ójöfnuð og ójafnvægi einkenna fjárlögin en stjórnarliðar telja þau harla góð og benda á milljarða króna aukningu framlaga til mennta- og menningarmála. 8.12.2005 06:00
Var seld án skilmála um friðun Nýr eigandi Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg, byggingafyrirtækið Mark-hús, vill ekki enn upplýsa hvað það hyggst fyrir með Heilsuverndarstöðina. Eigandi Mark-húss, Markús Már Árnason, segir að upplýsingar um þeirra áætlanir séu í fyrsta lagi væntanlegar eftir áramót. 8.12.2005 05:45
Leikskólagjöld eiga að lækka Gert er ráð fyrir í nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í fyrradag að leikskólagjöld í borginni lækki strax eftir næstu áramót. Mun almennt leikskólagjald fyrir átta tíma vistun þannig lækka um fimm þúsund á mánuði eða 55 þúsund krónur á ári. 8.12.2005 05:30
Heimildarmaðurinn ákærður Einn af leynilegum heimildarmönnum sænsku lögreglunnar hefur verið handtekinn og ákærður fyrir þátttöku í árás á brynvarðan peningaflutningabíl Securitas í Stokkhólmi í lok ágúst. Ræningjarnir höfðu hátt í 250 milljónir upp úr krafsinu. 8.12.2005 05:15
Kjósendur ráku borgarstjórann Borgarstjóra Spokane í Washingtonríki í Bandaríkjunum hefur verið vikið úr embætti í sérstökum kosningum. Borgarstjórinn, sem heitir James E. West og er 54 ára, var sakaður um að hafa boðið ungum mönnum sem hann hitti á hommaspjallrásum netsins bæði störf og smágreiða. 8.12.2005 05:15
Háskólinn fær skammir Umboðsmaður Alþingis hefur beint þeim tilmælum til Háskóla Íslands að fjallað verði á nýjan leik um mál sérfræðings, sem starfar hjá Háskólanum, vegna einhliða ákvörðunar stofnunarinnar um að fella niður fasta yfirvinnu hjá honum. Háskólinn skuli bregðast við með þessum hætti óski sérfræðingurinn þess. 8.12.2005 05:00
Börn viðkvæm fyrir svifryki Börn eru viðkvæmari en aðrir fyrir svifryksmengun. Í Reykjavík hefur mengunin tuttugu sinnum farið yfir heilsuverndarmörk á þessu ári. Takmörkun á umferð er ein lausn á vandanum. 8.12.2005 05:00
Segir landlækni fara með rangt mál Læknafélag Íslands hefur kært Jóhann Tómasson lækni til siðanefndarinnar fyrir grein sem birtist í Læknablaðinu um Kára Stefánsson, forstjóra Erfðagreiningar. Jóhann segir yfirlýsingu landlæknis um að leyfi Kára sé fullgilt rangt. 8.12.2005 05:00
Samsæri gagnvart útrásinni Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarformaður Byko, hafnar samstarfi við íslensku verkalýðshreyfinguna í Eystrasaltslöndunum. Hann segir að íslensku fyrirtækin Byko Lat og CED séu þekkt fyrir að búa vel að sínum starfsmönnum og hafi ekkert með samstarf við íslensku verkalýðshreyfinguna að gera. 8.12.2005 04:45
Prófkjör hjá sjálfstæðismönnum á Akureyri í febrúar Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri ákvað á fundi sínum í kvöld að efna til prófkjörs vegna vals á framboðslista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Prófkjörið verður haldið 11. febrúar næstkomandi. Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út 16. janúar. 7.12.2005 23:40
Lokka fólk austur Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð ætla að lokka til sín fólk af suðvesturhorninu með því að byggja upp íþróttamannvirki fyrir fjárhæð sem samsvarar einni milljón króna á hverja fjölskyldu í bæjarfélaginu. Stærsta íþróttahöll Austurlands og ný sundlaug eru meðal þess sem á að fá fólk til að flytja austur. 7.12.2005 22:27
Efni í sálfræðiathugun Þingmaður vinstri grænna segir afstöðu ríkisstjórnarinnar til Mannréttindaskrifstofu Íslands viðfangsefni fyrir sálfræðinga. Þingheimur samþykkti fjárlögin með 28 atkvæðum. Tuttugu og fjórir þingmenn sátu hjá. Meirihlutinn felldi allar breytingartillögur minnihlutans. 7.12.2005 22:24
Íslendingar eiga erfitt með að fóta sig í dönskunni Margir Íslendingar í Danmörku eiga í erfiðleikum með að fóta sig í dönskunni og tala ensku í staðinn. Geti þeir stundað nám sitt á ensku hafa þeir minni þörf fyrir dönskuna í daglega lífinu. Sighvatur Jónsson, fréttamaður NFS, kannaði tungu Íslendinga í Danmörku. 7.12.2005 22:22
Kristinn gagnrýndi Davíð Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður framsóknarmanna, gagnrýndi yfirlýsingar Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um Íbúðalánasjóð harðlega í lok fjárlagaumræðunnar í nótt. Kristinn sagði að bankastjórinn talaði eins og stjórnmálamaður og spurði hvort búast mætti við því að hann færi að gefa út línu varðandi aðra þætti viðskiptalífsins. 7.12.2005 22:17
Bara nýgreind börn fá aðstoð Foreldrar barna, sem greinast með alvarlega og langvinna sjúkdóma eftir næstu áramót, geta fengið tímabundna fjárhagsaðstoð vegna vinnutaps, en ekki foreldrar barna, sem þegar hafa fengið sjúkdómsgreiningu. Þetta kemur fram í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í byrjun desember. 7.12.2005 22:11
Sveltir sig vegna bágra kjara Tæplega sjötug kona sem er öryrki vegna geðsjúkdóms er nú í hungurverkfalli vegna kjara sinna og annarra öryrkja. Hún kveðst ekki ætla að hætta sveltinu nema kjör öryrkja og aldraðra verði gerð mannsæmandi. Sonur hennar segir baráttu öryrkja við kerfið, erfiðari en baráttu öryrkja við sjúkdóma. 7.12.2005 22:00
Margret Thatcher flutt á sjúkrahús Margret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var flutt á sjúkrahús í London um fimmleytið í dag eftir að hún fékk aðsvif á hárgreiðslustofu. Thatcher mun dvelja á sjúkrahúsinu að minnsta kosti í nótt og undirgangast rannsóknir til að hafa varan á, en mun að öllum líkindum útskrifast á morgun. 7.12.2005 21:55
Öryrki í mótmælasvelti Öryrki í Reykjavík er í mótmælasvelti vegna bágra kjara öryrkja - og segir hungurverkfall einu mótmælin sem öryrkjar hafi efni á. 7.12.2005 21:28
Farþegi sem sagðist vera með sprengju skotinn til bana Farþegi um borð í flugvél American Airlines á flugvellinum á Miami í Bandaríkjunum var skotinn til bana fyrr í kvöld eftir að hann sagðist vera með sprengju á sér. Hermenn sem höfðu umkringt vélina skutu manninn þegar hann reyndi að flýja inn í flugstöðvarbygginguna. 7.12.2005 21:17
Óháðir sérfræðingar beri saman skýrslur Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fá óháða sérfræðinga til að bera saman nýlegar skýrslur um öryrkja á Íslandi. Hann segir skýrslu Stefáns Ólafssonar fela í sér ónákvæman og villandi samanburð og hefur sent frá sér langa greinargerð um málið. 7.12.2005 20:10
Eldur í tjaldi á hamfarasvæðunum í Pakistan Sjö létust, þar af fjögur börn, þegar eldur kviknaði í tjaldi á hamfarasvæðunum í norðurhluta Pakistans í gærkvöld. Samkvæmt fréttum AP kviknaði í tjaldinu úr frá kerti og létust fjórir á staðnum en þrír á sjúkrahúsi skömmu síðar. 7.12.2005 19:51
Íslendingar taka að sér stjórn flugvallarins í Kabúl Ríkisstjórnin hefur fallist á beiðni Atlantshafsbandalagsins um að taka að sér stjórn flugvallarins í Kabúl í Afganistan. Íslendingar munu gegna víðtæku ráðgjafarhlutverki við uppbyggingu flugvallarins og víðtækara hlutverki en þeir hafa áður gegnt. 7.12.2005 19:40
Menntamálaráðuneytið snuprar Félag framhaldsskólakennara Forysta Félags framhaldsskólakennara þarf að læra að fara rétt með staðreyndir. Einungis með því móti þjónar hún hagsmunum umbjóðenda sinna og skólasamfélagsins alls. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu í tilefni ályktunar framhaldsskólakennara frá því í fyrradag. 7.12.2005 17:38
Nýtum ekki refsiheimildir Heimild í íslenskum lögum til að sækja fólk til saka fyrir kynferðisglæpi sem það fremur erlendis hefur aldrei verið nýtt. Nágrannalönd okkar hafa þó lagt áherslu á að taka hart á slíkum málum. 7.12.2005 17:26
Flugvél hrapaði undan ströndum Kanada Flugvél hrapaði í hafið út af austurströndum New Brunswick-héraðs í Kanada í dag. Fyrstu fréttir hermdu að vélin hafi verið fjögurra hreyfla Herkúles flutningavél en talsmenn kanadíska hersins segja hinsvegar að engrar slíkrar vélar sé saknað. Mögulegt er því að um minni vél hafi verið að ræða. Málið er í rannsókn. 7.12.2005 17:25
Fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum rædd á Alþingi Fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum í Kennaraháskóla Íslands er mjög ábótavant, sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag. Menntamálaráðherra svaraði því til að nú þegar fái allir nemendur Kennaraháskólans víðtæka kennslu hvað þetta varðar, bæði í kjarna- og valnámskeiðum. 7.12.2005 17:23
Ríkið borgar sveitarfélögunum Tekjur sveitarfélaganna aukast um 200 milljónir króna þegar ríkið fer í fyrsta sinn að greiða fasteignagjöld af húsnæði í sinni eigu. Ríkisvaldið hefur hingað til ekki þurft að greiða sveitarfélögum fasteignagjöld af eignum sínum. Þetta breytist hins vegar um áramót vegna samkomulags sveitarfélaganna og ríkisins um tekjustofna sveitarfélaga. 7.12.2005 17:00
Ríkisstjórnin með stefnu gegn landsbyggðinni? Tillaga um að veita fé til Byggðastofnunar var felld á Alþingi fyrir stundu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði það ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli að ljúka þingstörfum fyrir jól án þess að bæta eiginfjár stöðu stofnunarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi einnig ríkisstjórnina fyrir að aðstoða Byggðastofnun ekki til að rétta af fjárhaginn og sagði stjórnina reka stefnu gegn landsbyggðinni. 7.12.2005 15:29
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent