Innlent

Stjórn KEA ekki sammála

Úlfhildur Rögnvaldsdóttir stjórnarmaður í KEA sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi í tilefni orða Benedikts Sigurðarsonar stjórnarformanns KEA að lög um fæðingar- og foreldraorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum sem gengi lykilstöðum í sínum fyrirtækjum. Úlfhildur segir þessi orð ekki endurspegla skoðun sína enda telji hún lögin ótvíræð, burtséð frá stöðu viðkomandi og hversu hentugt það sé viðkomandi fyrirtæki að foreldri taki sér fæðingarorlof. Þetta hafi hún látið bóka á fundi um starfslok Andra Teitssonar framkvæmdastjóra, sem hætti vegna ágreinings um fæðingarorlof. Í kjölfar yfirlýsingar Úlfhildar kom önnur frá sex stjórnarmönnum í KEA þar sem þeir segja að stjórnin hafi ekki tekið sameiginlega afstöðu til laga um fæðingarorlof.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×