Innlent

Sniglatilkynningar streyma inn

 Erling sagði að sem betur fer hefði verið um að ræða svartsnigla og venjulega brekkusnigla í öllum þeim tilvikum sem tilkynnt hefði verið um. "Það er til ein brekkusnigilstegund sem er nokkuð stór, þótt hún sé ekki nema brot af stærð spánarsnigilsins. Þessi tegund er ljósbrún á lit. Svo eru menn að kveikja á stærðinni á svartsniglinum en gleyma að líta á litinn, en spánarsnigillinn er rauður," sagði Erling og kvaðst ekki harma að sá síðarnefndi hefði ekki fundist enn í ár. Spánarsnigillinn er skaðræðisskepna þar sem hann er landlægur, til að mynda á hinum Norðurlöndunum. Hann leggst á ýmiss konar gróður, svo sem kál og kartöflukál, og skilur eftir sig sviðna jörð. Hann er rauðbrúnn að lit, mjög stór, allt upp í 12-15 sentímetra langur. Tveir spánarsniglar hafa fundist í Reykjavík, annar í fyrra en hinn árið þar áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×