Fleiri fréttir Líklegt að Skaftárhlaup hefjist Allt er með kyrrum kjörum við Skaftá en Matthew Robert á Veðurstofu Íslands segir þó vísbendingar um að Skaftárhlaup hefjist. Vart hefur orðið óróa á jarðskjálftamælum á Grímsfjalli og Skrokköldu sem þykja vísbendingar um að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir jöklinum. 30.7.2005 00:01 Réðst á Saddam Óþekktur maður réðst á Saddam Hussein þegar hann mætti fyrir dómara í Bagdad í gær. Verjendur Saddams greindu frá þessu í morgun og sögðu að komið hefði til slagsmála milli mannanna. Hvorki var greint frá því hvort að Saddam slasaðist í átökunun né hvað manninum gekk til. 30.7.2005 00:01 Yfirheyrslur hófust í morgun Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem mennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru fyrirhugaðar. 30.7.2005 00:01 Breskir öryggisverðir drepnir Fjörutíu voru drepnir í sjálfsmorðsárás hryðjuverkamanns í norðurhluta Íraks í gær. Þá var ráðist á bifreið frá bresku ræðismannsskrifstofunni í Basra í morgun og fórust þar tveir breskir öryggisverðir. 30.7.2005 00:01 Búa sig undir geimgöngu Tveir geimfarar um borð í geimskutlunni Discovery búa sig nú undir geimgöngu síðar í dag. Þeir eiga að kanna hvort að þeir geti gert við einangrunarflísar sem skemmdust í flugtaki sem og hluta vængjar sem laskaðist. Þessir hlutar skutlunnar eiga að vernda hana þegar hún kemur aftur inn í lofthjúp jarðar. 30.7.2005 00:01 Enn hætta á frekari árásum Enn er talin hætta á frekari árásum í Lundúnum og að hrina standi yfir. Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í borginni fyrir rúmri viku. 30.7.2005 00:01 Krani fór á hliðina á Sultartanga Kranastjóri við Sultartanga á fótum sínum fjör að launa í gærkvöld þegar krani sem notaður var til að reisa stagmastur fór á hliðina. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er verið að leggja nýja línu við Sultartanga og höfðu fjögur möstur verið reist daginn áður. Þegar vinna hófst í gærmorgun gáfu undirstöður hliðartjakka undan við fyrsta mastrið. 30.7.2005 00:01 Geimganga Discovery-áhafnar hafin Geimfarar um borð í Discovery eru nú í geimgöngu og búa sig undir að gera við skutluna. Hún varð fyrir skemmdum í flugtaki í vikunni, svipuðum þeim sem skutlan Columbia varð fyrir 2003. Sérfræðingar NASA segja allt í himnalagi. 30.7.2005 00:01 Ellefu herstöðvum BNA lokað Ellefu bandarísku herstöðvum í Þýskalandi verður lokað fyrir lok árs 2007. Flestar eru stöðvarnar í Bæjaralandi og mun þýski herinn taka meirihluta þeirra yfir. Þessar breytingar hafa áhrif á ríflega sex þúsund hermenn og tvö þúsund óbreytta starfsmenn þegar á næsta ári. 30.7.2005 00:01 Frumburðir traustir en með ofnæmi Ertu frumburður? Þá er líklegt að þú sért traustur en með ofnæmi. Sé eldra systkini aumingi og yngra kvennabósi ert þú hippi. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar. 30.7.2005 00:01 Piltur drepinn vegna hörundslitar Átján ára piltur lést eftir að hópur ofbeldismanna réðst á hann í bænum Huyton á Englandi í gærkvöld. Kynþáttafordómar mun hafa verið ástæða árásarinnar en pilturinn var dökkur á hörund. 30.7.2005 00:01 Fuglaflensa greinist í Rússlandi Fuglaflensa hefur nú greinst í Rússlandi. Dagblað þar í landi hefur eftir yfirvöldum í héraðinu Novosibirsk í Síberíu í dag að nokkur fjöldi fugla hafi drepist undanfarið af völdum veirunnar á fjórum stöðum í héraðinu. Itar-Tass fréttastofan greindi svo frá því síðdegis að um 1300 fuglar hafi drepist. 30.7.2005 00:01 Tíunda reikistjarnan fundin? Stjörnufræðingar í Kaliforníu í Bandaríkjunum segjast hugsanlega hafa fundið tíundu plánetuna í okkar sólkerfi. Reikistjarnan sem um ræðir er í meira en 14 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólu. 30.7.2005 00:01 Tólf fíkniefnamál í Eyjum Eftir fyrsta sólarhringinn á Þjóðhátíð hafa komið upp tólf fíkniefnamál í Vestmannaeyjum. Í flestum tilfellum er um neysluskammta að ræða og hafa bæði fundist kannabisefni og amfetamín. 30.7.2005 00:01 Fjölmennasta hátíðin á Akureyri Fjölmennasta hátíðin þessa helgina virðist vera Ein með öllu á Akureyri. Þar eru nú hátt í tólf þúsund manns. Sól og blíða er í bænum og 19 stigi hiti. 30.7.2005 00:01 850 taldir af á Indlandi Meira en 850 manns eru taldir af eftir flóðin í Bombay og nágrannahéruðum á Indlandi undanfarna daga. Rúmlega hundrað lík hafa fundist síðastliðinn sólarhring. Óttast er að tala látinna muni nálgast eitt þúsund áður en yfir lýkur. 30.7.2005 00:01 Hefði verið kyrrsett annars staðar Hin sérstaka rannsóknarnefnd sem skoðað hefur alla þætti flugslyssins í Skerjafirði tekur undir margar athugasemdir aðstandenda þeirra sem fórust og gerir fjölmargar tillögur um bætta starfshætti Flugmálastjórnar og Rannsóknarnefndar flugslysa. Danski sérfræðingurinn í nefndinni telur að samkvæmt íslenskum lögum hefði ekki verið hægt að kyrrsetja vélina, en það hefði verið gert í mörgum öðrum löndum. 30.7.2005 00:01 Hlaup hugsanlega hafið Vísbendingar eru um að Skaftárhlaup hefjist á næstu dögum. Ríkissjónvarpið sagði hlaup hafið fyrir nokkrum mínútum en Veðurstofan vill ekki staðfesta það. Hún sagðist þó fyrr í dag vilja vara ferðalanga á þessum slóðum við. 30.7.2005 00:01 Húsleit á fimmtán stöðum á Ítalíu Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. 30.7.2005 00:01 Ógerlegt að taka RÚV af markaðinum Markús Örn Antonsson telur nær ógerlegt að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Páll Magnússon, verðandi útvarpsstjóri, sagði í Íslandi í dag í gær og Kastljósi Ríkissjónvarpsins að hann teldi eðlilegt að skoða að stofnunin yrði ekki á þeim markaði. Markús hefur undirbúið áramótaávarpið fyrir arftaka sinn. 30.7.2005 00:01 Lundúnabúar taka fram reiðhjólin Árásirnar í Lundúnum hafa margvíslegar afleiðingar. Meðal þess sem breyst hefur eru ferðavenjur borgarbúa. Hryðjuverkin hafa sett töluverðan skrekk í marga Lundúnabúa og sumir eru lítt hrifnir af því að nota almenningssamgöngur í kjölfarið. Hjól eru því orðin vinsælli ferðakostur en áður. 30.7.2005 00:01 Brúðarkjólar keyptir á Netinu Tilvonandi brúðir eru farnar að nýta sér Netið í auknum mæli til að kaupa ódýrari brúðarkjóla. Algengt leiguverð er 25 til 40 þúsund krónur en hægt er að kaupa kjóla á Netinu fyrir 10 til 15 þúsund krónur hingað komna. Eigendur kjólaleiga óttast þó ekki samkeppnina. 30.7.2005 00:01 Geimgangan gekk vel <div class="sectionLargeLeadtext">Tveir úr áhöfn Discovery svifu út úr geimskutlunni þar sem hún var í 358 kílómetra hæð yfir Suðaustur-Asíu rétt fyrir hádegi í dag. </div> 30.7.2005 00:01 Norræn innrás í danska háskóla Danir eiga erfiðara með að komast inn í háskóla í Danmörku vegna aukinnar eftirsóknar Norðmanna og Svía. Lægri inntökuskilyrði eru sögð skýring þessarar svokölluðu norrænu innrásar. 30.7.2005 00:01 Eldfimar upplýsingar í könnun Nokkrar niðurstöður lífskjararannsóknar sem IMG Gallup framkvæmdi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu í vor hafa vakið deilur á Akureyri. Út úr niðurstöðunum má meðal annars lesa laun fylgismanna stjórnmálaflokkanna, menntun og í hvaða hverfum þeir eru búsettir. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa í höndum sambærilegar upplýsingar varðandi Reykvíkinga. 29.7.2005 00:01 Götum borgarinnar lokað í hádeginu Vörubílstjórar sem hyggjast loka fyrir umferð úr höfuðborginni í dag ætla ekki að láta sér segjast þrátt fyrir eindregin tilmæli lögreglu. "Við gætum farið af stað í kringum hádegið," sagði Sturla Jónsson, talsmaður þeirra, í gærkvöldi. "Ég á von á því að fjörutíu til fimmtíu bílar taki þátt, en sjáum til hvort þeir mæta allir þegar á hólminn er komið." 29.7.2005 00:01 Hvirfilbylur í Bretlandi Hvirfilbylur fór um Birmingham, næststærstu borg Bretlands, í gær með þeim afleiðingum að nítján manns slösuðust, þar af þrír alvarlega. Þá eyðilagðist fjöldi bygginga og rifnuðu tré upp með rótum. 29.7.2005 00:01 Hættuástand við aðgerðir bílstjóra Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs hafa komið því á framfæri við nokkra atvinnubílstjóra, sem ætla að trufla eða jafnvel stöðva umferð á aðalumferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu í dag, að það teljist hættuástand ef neyðarakstur lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla tefst af þeim völdum. 29.7.2005 00:01 Sprenging í lest á Indlandi Að minnsta kosti tíu manns fórust og fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk í farþegalest í norðurhluta Indlands í gær. Sprengingin varð um 640 kílómetra frá Nýju-Delí en yfirvöld segja líklegt að tala látinna hækki á næstu dögum því að minnsta kosti átta hinna særðu eru í lífshættu. 29.7.2005 00:01 Þyrlan leitaði báts Þyrla Landhelgisgæslunnar hóf leit að fiskibáti með fjögurra manna áhöfn undir kvöld í gærkvöldi eftir að sendingar frá honum hættu að berast inn í sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið og farið var að óttast um sjómennina. 29.7.2005 00:01 Lenti á væng Discovery Yfirmenn NASA segja að annar einangrunarfroðuklumpurinn sem datt af geimferjunni Discovery hafi lent á væng ferjunnar. Í gær var fullyrt að stykkin sem duttu af ferjunni hefðu ekki lent á vængjum hennar en nú er komið annað hljóð í strokkinn. 29.7.2005 00:01 Töluverð umferð úr bænum Töluverð umferð var frá höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld en ekki er vitað um slys eða óhöpp, nema hvað nokkur ungmenni sluppu ómeidd þegar bíll þeirra fór út af í lausamöl skammt frá Brú í Hrútafirði. Þar hafði laust slitlag verið lagt á veginn og varar lögregla við því. 29.7.2005 00:01 Londonárásir: Einn til handtekinn Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem talinn er hafa átt þátt í sprengjuárásunum í Bretlandi sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. Maðurinn er breskur ríkisborgari en af indversku bergi brotinn. Hann verður væntanlega framseldur til Bretlands. 29.7.2005 00:01 Eldur í einbýlishúsi á Selfossi Eldur kviknaði í sjónvarpi í barnaherbergi í nýju einbýlishúsi á Selfossi síðdegis í gær og fór reykskynjari í gang. Nágranni heyrði í honum og reyndi að slökkva eldinn en fékk aðkenningu að reykeitrun. 29.7.2005 00:01 Rice áhrifamesta kona heims Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, er nú á toppi lista tímaritsins <em>Forbes </em>yfir eitt hundrað áhrifamestu konur heimsins. Næst á eftir henni kemur Wu Yi, heilbrigðisráðherra Kína, sem jafnframt hefur viðurnefnið „Járnfrúin“ líkt og Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. 29.7.2005 00:01 Fjögur lík finnast á Mont Blanc Lík fjögurra fjallgöngumanna fundust á Mont Blanc í gær en mannanna hafði verið saknað í frönsku Ölpunum frá því á mánudag. Líkin fundust í um 3.900 metra hæð en mennirnir hugðust halda á fjallið fyrir viku. 29.7.2005 00:01 Munch-rán: Látinn laus Þrjátíu og átta ára gamall maður í Noregi, sem var handtekinn í tengslum við þjófnað á tveimur málverkum eftir Edvard Munch, var látinn laus í dag eftir þriggja mánaða gæsluvarðhald. Tveimur af frægustu verkum málarans, „Ópinu“ og „Madonnu“, var stolið úr Munch-safninu í ágúst á síðasta ári og hefur ekkert til þeirra spurst síðan. 29.7.2005 00:01 Jarðskjálfti á Skjálfandaflóa Jarðskjálfti upp á 3,0 á Richter varð á Skjálfandaflóa um eittleytið í nótt. Upptökin voru 15 km norðvestur af Húsavík. Einn smærri jarðskjálfti fylgdi í kjölfarið. Ekki hefur orðið vart við frekari virkni á svæðinu. 29.7.2005 00:01 Lyf sem lætur fólk gleyma Hefðbundið blóðþrýstingslyf gæti nýst til að hjálpa fólki sem hefur lent í áföllum við að gleyma atburðum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar geðlækna við Cornell-háskólann geta svokallaðir „beta blokkerar“, sem alla jafna eru notaðir við of háum blóðþrýstingi, fengið fólk til að gleyma streituvaldandi atburðum. 29.7.2005 00:01 Páll næsti útvarpsstjóri RÚV Páll Magnússon hefur verið skipaður í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára, frá 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytinu bárust alls 23 umsóknir um embættið. 29.7.2005 00:01 Páll skipaður útvarpsstjóri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára, frá 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytinu bárust alls 23 umsóknir um embættið. 29.7.2005 00:01 Lík de Menezes komið til Brasilíu Komið var með líkkistu Jean Charles de Menezes til heimabæjar hans í Brasilíu í gær. Vika er í dag síðan lögreglan í Bretlandi skaut Menezes til bana á lestarstöð fyrir mistök. 29.7.2005 00:01 Fengu ekki endurgreiðslu skattsins Mörgum sem áttu von á endurgreiðslu frá skattinum eða barnabótum brá í brún snemma í morgun þegar ekkert hafði verið lagt inn. Fólk sem hringdi í fréttastofuna sagði að það hefði stólað á þessar greiðsur til að geta gert sér og sínum dagamun um helgina og það yrðu mikil vonbrigði ef greiðslurnar bærust ekki í tæka tíð. 29.7.2005 00:01 Talinn hafa skipulagt árásirnar Maðurinn sem handtekinn var í Afríkuríkinu Sambíu í morgun í tengslum við hryðjuverkin í London er talinn hafa skipulagt árásirnar. 29.7.2005 00:01 Svæði girt af í London Vopnaðir lögreglumenn hafa girt af svæði í vesturhluta London og sent vegfarendur burt. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna svæðinu hefur verið lokað en fréttir hafa borist af nokkrum litlum sprengjuárásum á svæðinu og vitni segjast hafa heyrt skothvelli. 29.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Líklegt að Skaftárhlaup hefjist Allt er með kyrrum kjörum við Skaftá en Matthew Robert á Veðurstofu Íslands segir þó vísbendingar um að Skaftárhlaup hefjist. Vart hefur orðið óróa á jarðskjálftamælum á Grímsfjalli og Skrokköldu sem þykja vísbendingar um að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir jöklinum. 30.7.2005 00:01
Réðst á Saddam Óþekktur maður réðst á Saddam Hussein þegar hann mætti fyrir dómara í Bagdad í gær. Verjendur Saddams greindu frá þessu í morgun og sögðu að komið hefði til slagsmála milli mannanna. Hvorki var greint frá því hvort að Saddam slasaðist í átökunun né hvað manninum gekk til. 30.7.2005 00:01
Yfirheyrslur hófust í morgun Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem mennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru fyrirhugaðar. 30.7.2005 00:01
Breskir öryggisverðir drepnir Fjörutíu voru drepnir í sjálfsmorðsárás hryðjuverkamanns í norðurhluta Íraks í gær. Þá var ráðist á bifreið frá bresku ræðismannsskrifstofunni í Basra í morgun og fórust þar tveir breskir öryggisverðir. 30.7.2005 00:01
Búa sig undir geimgöngu Tveir geimfarar um borð í geimskutlunni Discovery búa sig nú undir geimgöngu síðar í dag. Þeir eiga að kanna hvort að þeir geti gert við einangrunarflísar sem skemmdust í flugtaki sem og hluta vængjar sem laskaðist. Þessir hlutar skutlunnar eiga að vernda hana þegar hún kemur aftur inn í lofthjúp jarðar. 30.7.2005 00:01
Enn hætta á frekari árásum Enn er talin hætta á frekari árásum í Lundúnum og að hrina standi yfir. Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í borginni fyrir rúmri viku. 30.7.2005 00:01
Krani fór á hliðina á Sultartanga Kranastjóri við Sultartanga á fótum sínum fjör að launa í gærkvöld þegar krani sem notaður var til að reisa stagmastur fór á hliðina. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er verið að leggja nýja línu við Sultartanga og höfðu fjögur möstur verið reist daginn áður. Þegar vinna hófst í gærmorgun gáfu undirstöður hliðartjakka undan við fyrsta mastrið. 30.7.2005 00:01
Geimganga Discovery-áhafnar hafin Geimfarar um borð í Discovery eru nú í geimgöngu og búa sig undir að gera við skutluna. Hún varð fyrir skemmdum í flugtaki í vikunni, svipuðum þeim sem skutlan Columbia varð fyrir 2003. Sérfræðingar NASA segja allt í himnalagi. 30.7.2005 00:01
Ellefu herstöðvum BNA lokað Ellefu bandarísku herstöðvum í Þýskalandi verður lokað fyrir lok árs 2007. Flestar eru stöðvarnar í Bæjaralandi og mun þýski herinn taka meirihluta þeirra yfir. Þessar breytingar hafa áhrif á ríflega sex þúsund hermenn og tvö þúsund óbreytta starfsmenn þegar á næsta ári. 30.7.2005 00:01
Frumburðir traustir en með ofnæmi Ertu frumburður? Þá er líklegt að þú sért traustur en með ofnæmi. Sé eldra systkini aumingi og yngra kvennabósi ert þú hippi. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar. 30.7.2005 00:01
Piltur drepinn vegna hörundslitar Átján ára piltur lést eftir að hópur ofbeldismanna réðst á hann í bænum Huyton á Englandi í gærkvöld. Kynþáttafordómar mun hafa verið ástæða árásarinnar en pilturinn var dökkur á hörund. 30.7.2005 00:01
Fuglaflensa greinist í Rússlandi Fuglaflensa hefur nú greinst í Rússlandi. Dagblað þar í landi hefur eftir yfirvöldum í héraðinu Novosibirsk í Síberíu í dag að nokkur fjöldi fugla hafi drepist undanfarið af völdum veirunnar á fjórum stöðum í héraðinu. Itar-Tass fréttastofan greindi svo frá því síðdegis að um 1300 fuglar hafi drepist. 30.7.2005 00:01
Tíunda reikistjarnan fundin? Stjörnufræðingar í Kaliforníu í Bandaríkjunum segjast hugsanlega hafa fundið tíundu plánetuna í okkar sólkerfi. Reikistjarnan sem um ræðir er í meira en 14 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólu. 30.7.2005 00:01
Tólf fíkniefnamál í Eyjum Eftir fyrsta sólarhringinn á Þjóðhátíð hafa komið upp tólf fíkniefnamál í Vestmannaeyjum. Í flestum tilfellum er um neysluskammta að ræða og hafa bæði fundist kannabisefni og amfetamín. 30.7.2005 00:01
Fjölmennasta hátíðin á Akureyri Fjölmennasta hátíðin þessa helgina virðist vera Ein með öllu á Akureyri. Þar eru nú hátt í tólf þúsund manns. Sól og blíða er í bænum og 19 stigi hiti. 30.7.2005 00:01
850 taldir af á Indlandi Meira en 850 manns eru taldir af eftir flóðin í Bombay og nágrannahéruðum á Indlandi undanfarna daga. Rúmlega hundrað lík hafa fundist síðastliðinn sólarhring. Óttast er að tala látinna muni nálgast eitt þúsund áður en yfir lýkur. 30.7.2005 00:01
Hefði verið kyrrsett annars staðar Hin sérstaka rannsóknarnefnd sem skoðað hefur alla þætti flugslyssins í Skerjafirði tekur undir margar athugasemdir aðstandenda þeirra sem fórust og gerir fjölmargar tillögur um bætta starfshætti Flugmálastjórnar og Rannsóknarnefndar flugslysa. Danski sérfræðingurinn í nefndinni telur að samkvæmt íslenskum lögum hefði ekki verið hægt að kyrrsetja vélina, en það hefði verið gert í mörgum öðrum löndum. 30.7.2005 00:01
Hlaup hugsanlega hafið Vísbendingar eru um að Skaftárhlaup hefjist á næstu dögum. Ríkissjónvarpið sagði hlaup hafið fyrir nokkrum mínútum en Veðurstofan vill ekki staðfesta það. Hún sagðist þó fyrr í dag vilja vara ferðalanga á þessum slóðum við. 30.7.2005 00:01
Húsleit á fimmtán stöðum á Ítalíu Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. 30.7.2005 00:01
Ógerlegt að taka RÚV af markaðinum Markús Örn Antonsson telur nær ógerlegt að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Páll Magnússon, verðandi útvarpsstjóri, sagði í Íslandi í dag í gær og Kastljósi Ríkissjónvarpsins að hann teldi eðlilegt að skoða að stofnunin yrði ekki á þeim markaði. Markús hefur undirbúið áramótaávarpið fyrir arftaka sinn. 30.7.2005 00:01
Lundúnabúar taka fram reiðhjólin Árásirnar í Lundúnum hafa margvíslegar afleiðingar. Meðal þess sem breyst hefur eru ferðavenjur borgarbúa. Hryðjuverkin hafa sett töluverðan skrekk í marga Lundúnabúa og sumir eru lítt hrifnir af því að nota almenningssamgöngur í kjölfarið. Hjól eru því orðin vinsælli ferðakostur en áður. 30.7.2005 00:01
Brúðarkjólar keyptir á Netinu Tilvonandi brúðir eru farnar að nýta sér Netið í auknum mæli til að kaupa ódýrari brúðarkjóla. Algengt leiguverð er 25 til 40 þúsund krónur en hægt er að kaupa kjóla á Netinu fyrir 10 til 15 þúsund krónur hingað komna. Eigendur kjólaleiga óttast þó ekki samkeppnina. 30.7.2005 00:01
Geimgangan gekk vel <div class="sectionLargeLeadtext">Tveir úr áhöfn Discovery svifu út úr geimskutlunni þar sem hún var í 358 kílómetra hæð yfir Suðaustur-Asíu rétt fyrir hádegi í dag. </div> 30.7.2005 00:01
Norræn innrás í danska háskóla Danir eiga erfiðara með að komast inn í háskóla í Danmörku vegna aukinnar eftirsóknar Norðmanna og Svía. Lægri inntökuskilyrði eru sögð skýring þessarar svokölluðu norrænu innrásar. 30.7.2005 00:01
Eldfimar upplýsingar í könnun Nokkrar niðurstöður lífskjararannsóknar sem IMG Gallup framkvæmdi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu í vor hafa vakið deilur á Akureyri. Út úr niðurstöðunum má meðal annars lesa laun fylgismanna stjórnmálaflokkanna, menntun og í hvaða hverfum þeir eru búsettir. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa í höndum sambærilegar upplýsingar varðandi Reykvíkinga. 29.7.2005 00:01
Götum borgarinnar lokað í hádeginu Vörubílstjórar sem hyggjast loka fyrir umferð úr höfuðborginni í dag ætla ekki að láta sér segjast þrátt fyrir eindregin tilmæli lögreglu. "Við gætum farið af stað í kringum hádegið," sagði Sturla Jónsson, talsmaður þeirra, í gærkvöldi. "Ég á von á því að fjörutíu til fimmtíu bílar taki þátt, en sjáum til hvort þeir mæta allir þegar á hólminn er komið." 29.7.2005 00:01
Hvirfilbylur í Bretlandi Hvirfilbylur fór um Birmingham, næststærstu borg Bretlands, í gær með þeim afleiðingum að nítján manns slösuðust, þar af þrír alvarlega. Þá eyðilagðist fjöldi bygginga og rifnuðu tré upp með rótum. 29.7.2005 00:01
Hættuástand við aðgerðir bílstjóra Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs hafa komið því á framfæri við nokkra atvinnubílstjóra, sem ætla að trufla eða jafnvel stöðva umferð á aðalumferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu í dag, að það teljist hættuástand ef neyðarakstur lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla tefst af þeim völdum. 29.7.2005 00:01
Sprenging í lest á Indlandi Að minnsta kosti tíu manns fórust og fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk í farþegalest í norðurhluta Indlands í gær. Sprengingin varð um 640 kílómetra frá Nýju-Delí en yfirvöld segja líklegt að tala látinna hækki á næstu dögum því að minnsta kosti átta hinna særðu eru í lífshættu. 29.7.2005 00:01
Þyrlan leitaði báts Þyrla Landhelgisgæslunnar hóf leit að fiskibáti með fjögurra manna áhöfn undir kvöld í gærkvöldi eftir að sendingar frá honum hættu að berast inn í sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið og farið var að óttast um sjómennina. 29.7.2005 00:01
Lenti á væng Discovery Yfirmenn NASA segja að annar einangrunarfroðuklumpurinn sem datt af geimferjunni Discovery hafi lent á væng ferjunnar. Í gær var fullyrt að stykkin sem duttu af ferjunni hefðu ekki lent á vængjum hennar en nú er komið annað hljóð í strokkinn. 29.7.2005 00:01
Töluverð umferð úr bænum Töluverð umferð var frá höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld en ekki er vitað um slys eða óhöpp, nema hvað nokkur ungmenni sluppu ómeidd þegar bíll þeirra fór út af í lausamöl skammt frá Brú í Hrútafirði. Þar hafði laust slitlag verið lagt á veginn og varar lögregla við því. 29.7.2005 00:01
Londonárásir: Einn til handtekinn Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem talinn er hafa átt þátt í sprengjuárásunum í Bretlandi sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. Maðurinn er breskur ríkisborgari en af indversku bergi brotinn. Hann verður væntanlega framseldur til Bretlands. 29.7.2005 00:01
Eldur í einbýlishúsi á Selfossi Eldur kviknaði í sjónvarpi í barnaherbergi í nýju einbýlishúsi á Selfossi síðdegis í gær og fór reykskynjari í gang. Nágranni heyrði í honum og reyndi að slökkva eldinn en fékk aðkenningu að reykeitrun. 29.7.2005 00:01
Rice áhrifamesta kona heims Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, er nú á toppi lista tímaritsins <em>Forbes </em>yfir eitt hundrað áhrifamestu konur heimsins. Næst á eftir henni kemur Wu Yi, heilbrigðisráðherra Kína, sem jafnframt hefur viðurnefnið „Járnfrúin“ líkt og Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. 29.7.2005 00:01
Fjögur lík finnast á Mont Blanc Lík fjögurra fjallgöngumanna fundust á Mont Blanc í gær en mannanna hafði verið saknað í frönsku Ölpunum frá því á mánudag. Líkin fundust í um 3.900 metra hæð en mennirnir hugðust halda á fjallið fyrir viku. 29.7.2005 00:01
Munch-rán: Látinn laus Þrjátíu og átta ára gamall maður í Noregi, sem var handtekinn í tengslum við þjófnað á tveimur málverkum eftir Edvard Munch, var látinn laus í dag eftir þriggja mánaða gæsluvarðhald. Tveimur af frægustu verkum málarans, „Ópinu“ og „Madonnu“, var stolið úr Munch-safninu í ágúst á síðasta ári og hefur ekkert til þeirra spurst síðan. 29.7.2005 00:01
Jarðskjálfti á Skjálfandaflóa Jarðskjálfti upp á 3,0 á Richter varð á Skjálfandaflóa um eittleytið í nótt. Upptökin voru 15 km norðvestur af Húsavík. Einn smærri jarðskjálfti fylgdi í kjölfarið. Ekki hefur orðið vart við frekari virkni á svæðinu. 29.7.2005 00:01
Lyf sem lætur fólk gleyma Hefðbundið blóðþrýstingslyf gæti nýst til að hjálpa fólki sem hefur lent í áföllum við að gleyma atburðum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar geðlækna við Cornell-háskólann geta svokallaðir „beta blokkerar“, sem alla jafna eru notaðir við of háum blóðþrýstingi, fengið fólk til að gleyma streituvaldandi atburðum. 29.7.2005 00:01
Páll næsti útvarpsstjóri RÚV Páll Magnússon hefur verið skipaður í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára, frá 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytinu bárust alls 23 umsóknir um embættið. 29.7.2005 00:01
Páll skipaður útvarpsstjóri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára, frá 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytinu bárust alls 23 umsóknir um embættið. 29.7.2005 00:01
Lík de Menezes komið til Brasilíu Komið var með líkkistu Jean Charles de Menezes til heimabæjar hans í Brasilíu í gær. Vika er í dag síðan lögreglan í Bretlandi skaut Menezes til bana á lestarstöð fyrir mistök. 29.7.2005 00:01
Fengu ekki endurgreiðslu skattsins Mörgum sem áttu von á endurgreiðslu frá skattinum eða barnabótum brá í brún snemma í morgun þegar ekkert hafði verið lagt inn. Fólk sem hringdi í fréttastofuna sagði að það hefði stólað á þessar greiðsur til að geta gert sér og sínum dagamun um helgina og það yrðu mikil vonbrigði ef greiðslurnar bærust ekki í tæka tíð. 29.7.2005 00:01
Talinn hafa skipulagt árásirnar Maðurinn sem handtekinn var í Afríkuríkinu Sambíu í morgun í tengslum við hryðjuverkin í London er talinn hafa skipulagt árásirnar. 29.7.2005 00:01
Svæði girt af í London Vopnaðir lögreglumenn hafa girt af svæði í vesturhluta London og sent vegfarendur burt. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna svæðinu hefur verið lokað en fréttir hafa borist af nokkrum litlum sprengjuárásum á svæðinu og vitni segjast hafa heyrt skothvelli. 29.7.2005 00:01