Erlent

Sprenging í lest á Indlandi

Mynd/AP
Að minnsta kosti tíu manns fórust og fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk í farþegalest í norðurhluta Indlands í gær. Sprengingin varð um 640 kílómetra frá Nýju-Delí en yfirvöld segja líklegt að tala látinna hækki á næstu dögum því að minnsta kosti átta hinna særðu eru í lífshættu. Enginn hefur lýst atburðinum á hendur sér en málið er nú í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×