Erlent

Lenti á væng Discovery

Yfirmenn NASA segja að annar einangrunarfroðuklumpurinn sem datt af geimferjunni Discovery hafi lent á væng ferjunnar. Í gær var fullyrt að stykkin sem duttu af ferjunni hefðu ekki lent á vængjum hennar en nú er komið annað hljóð í strokkinn. Engu að síður segjast yfirmenn NASA fullvissir um að ferjan komist heilu og höldnu aftur til jarðar. Discovery er nú í Alþjóðageimstöðinni þar sem ytra byrði hennar verður skoðað hátt og lágt. Ef skoðun í geimstöðinni leiðir í ljós að ferjan sé alvarlega skemmd geta geimfararnir dvalið í geimstöðinni uns aðstoð berst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×