Innlent

Fengu ekki endurgreiðslu skattsins

Mörgum sem áttu von á endurgreiðslu frá skattinum eða barnabótum brá í brún snemma í morgun þegar ekkert hafði verið lagt inn. Fólk sem hringdi í fréttastofuna sagði að það hefði stólað á þessar greiðsur til að geta gert sér og sínum dagamun um helgina og það yrðu mikil vonbrigði ef greiðslurnar bærust ekki í tæka tíð. Samkvæmt upplýsingum Reiknistofu bankanna varð einhver misskilningur í morgun, eins og það var orðað, sem olli töfum en líklega hefðu langflestir verið búnir að fá greiðslurnar áður en verslanir voru opnaðar og nú væri allt löngu komið í lag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×