Innlent

Töluverð umferð úr bænum

Töluverð umferð var frá höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld en ekki er vitað um slys eða óhöpp, nema hvað nokkur ungmenni sluppu ómeidd þegar bíll þeirra fór út af í lausamöl skammt frá Brú í Hrútafirði. Þar hafði laust slitlag verið lagt á veginn og varar lögregla við því. Margir lögðu leið sína til Akureyrar og voru sumir orðnir svo óþreyjufullir að komast á áfangastað að þeir slógu ótæpilega í fáka sína í Öxnadalnum þar sem lögreglan á Akureyri stöðvaði þónokkra fyrir of hraðan akstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×