Erlent

Ellefu herstöðvum BNA lokað

Ellefu bandarísku herstöðvum í Þýskalandi verður lokað fyrir lok árs 2007. Flestar eru stöðvarnar í Bæjaralandi og mun þýski herinn taka meirihluta þeirra yfir. Þessar breytingar hafa áhrif á ríflega sex þúsund hermenn og tvö þúsund óbreytta starfsmenn þegar á næsta ári. Breytingarnar eru hluti áætlunar bandaríska varnarmálaráðuneytisins sem leggur áherslu á sveigjanleika hersveita og viðbragðshraða. Í ráðuneytinu er litið á hefðbundið herstöðvaform sem úrelta leið til að bregðast við ógnum samtímans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×