Erlent

Lyf sem lætur fólk gleyma

Hefðbundið blóðþrýstingslyf gæti nýst til að hjálpa fólki sem hefur lent í áföllum við að gleyma atburðum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar geðlækna við Cornell-háskólann geta svokallaðir „beta blokkerar“, sem alla jafna eru notaðir við of háum blóðþrýstingi, fengið fólk til að gleyma streituvaldandi atburðum. Þegar hefur verið rætt um að prófa þessi lyf á fólki sem horfði upp á árásirnar í London fyrir þremur vikum. Efasemdamenn benda hins vegar á hættuna á að herinn muni misnota lyfin í þeim tilgangi að gera hermenn ónæma fyrir hræðilegum atburðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×