Erlent

Tíunda reikistjarnan fundin?

Stjörnufræðingar í Kaliforníu í Bandaríkjunum segjast hugsanlega hafa fundið tíundu plánetuna í okkar sólkerfi. Reikistjarnan sem um ræðir er í meira en 14 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólu. Til samanburðar er fjarlægðin á milli sólarinnar og Plútó, sem hingað til hefur verið sögð fjærst sólu, um þriðjungur af þeirri vegalengd. Vísindamennirnir segjast ekki enn hafa fundið út hversu stór þessi meinta reikistjarna sé en þeir fullyrða þó að hún sé stærri en Plútó. Hún sást fyrst á myndum árið 2003 en ekki hefur þótt óhætt að varpa fram kenningum þess efnis að um hugsanlega reikistjörnu sé að ræða fyrr en nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×