Erlent

Hvirfilbylur í Bretlandi

Hvirfilbylur fór um Birmingham, næststærstu borg Bretlands, í gær með þeim afleiðingum að nítján manns slösuðust, þar af þrír alvarlega. Þá eyðilagðist fjöldi bygginga og rifnuðu tré upp með rótum. Borgaryfirvöld hafa sett upp bráðabirgðaskýli í borginni fyrir þá sem misstu heimili sín og björgunarsveitir kanna nú hvort einhverjir hafi lokast inni í skemmdum húsum en vindhraðinn er talinn hafa nálgast 60 metra á sekúndu þar sem hvirfilbylurinn fór yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×