Erlent

Kínverjar í hart?

Kínverjar segja að ef ekki takist að leysa deilu þeirra við Bandaríkin og Evrópusambandið um innflutning á vefnaðarvörum muni þeir fara með málið fyrir Alþjóða viðskiptastofnunina. Bandaríkin og Evrópusambandið segja að innflutningur á ódýrum vefnaðarvörum frá Kína séu að leggja innlendan iðnað í rúst og við það verði ekki unað. Bandaríkin hafa þegar sett innflutningskvóta á sjö tegundir af vefnaðarvörum frá Kína og í Brussel er verið að undirbúa svipaða kvóta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×