Innlent

Allir skólar grænir á Hvanneyri

Í síðustu viku afhenti Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra krökkunum á leikskólanum Andabæ á Hvanneyri þennan fána en skólinn hefur tekið þátt í verkefninu frá því í fyrrahaust. Grunnskólinn á Hvanneyri, Andakílsskóli, hefur hinsvegar haft Grænfánann frá árinu 2002. Nú er svo komið að Landbúnaðarháskóli Íslands, en höfuðstöðvar hans eru á Hvanneyri, vill ekki vera neinn eftirbátur í umhverfismálum sveitarinnar og hefur því sóst eftir því að taka þátt í verkefninu. Að sögn Ásdísar Helgu Bjarnadóttur lektors og verkefnisstjóra umhverfisnefndar háskólans gengur verkefnið vel en hinsvegar hafa samtökin ekki veitt háskóla fánann áður og er nú unnið að því að laga verkefnið einnig að háskólum. Landbúnaðarháskólinn stefnir svo að því að verða fyrsti háskólinn til að fá fánann en samkeppnin er hörð þar sem háskólar í Rússlandi og á Ítalíu hafa það einnig á stefnuskrám sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×