Innlent

Enn vegalaus hjá Geðhjálp

 Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sem hefur reynt að aðstoða manninn eftir föngum, átti fund með geðlækni mannsins og fulltrúa dómsmálaráðuneytis nýverið. Sveinn sagði, að fulltrúi ráðuneytisins hefði lýst vilja sínum til að athuga hvort hægt væri að útvega manninum vegabréf sem útlendingi, þó svo að uppruni hans hefði ekki fengist staðfestur. "Það þýðir að maðurinn er þá alla vega frjáls ferða sinna en á ábyrgð íslenskra yfirvalda," sagði Sveinn. Aslan Gilaev kom hingað til lands sem pólitískur flóttamaður fyrir um það bil fimm árum. Hann kvaðst upphaflega hafa flúið frá Tsjetsjeniu árið 1995 til að bjarga lífi sínu. Þrátt fyrir ítarlegar eftirgrennslanir hefur ekki tekist að staðfesta hvaðan hann kom. Sveinn sagði, að nú hefði verið gengið frá nauðsynlegum pappírum, þannig að Aslan gæti fengið örorkubætur frá Tryggingastofnun. "En eins og staðan er í dag þá er honum ekki einu sinni kleift að vinna, því hann er ekki með atvinnuleyfi," sagði Sveinn. "Hann hefur meir að segja fengið synjun frá bankakerfinu um viðskipti, þótt hann sé með kennitölu, því vegabréfið vantar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×