Erlent

Sleppti syni sínum úr gíslingu

Faðir fimmtán ára drengs, sem tók hann í gíslingu á barnageðdeild Blekinge-sjúkrahússins í Svíþjóð í gærmorgun og hótaði að kveikja bæði í drengnum og sjálfum sér, hefur nú sleppt syni sínum. Faðirinn fæst hins vegar ekki til að koma út af sjúkrastofunni þar sem hann hefur lokað sig af með ókjör af eldfimum vökva. Maðurinn er frá Aserbadjan. Til stóð að vísa honum og fjölskyldu hans úr landi í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×