Innlent

Samkeppnisráð: VÍS sæti skilyrðum

Samkeppnisráð hefur úrskurðað að Vátrygginafélagi Íslands sé heimilt að eiga ráðandi hlut í nýju tryggingafélagi. Félagið verður til við sameiningu Íslandstryggingar sem VÍS keypti og tryggingafélagsins Varðar sem VÍS átti fyrir. Samkeppnisráð setur þó ákveðin skilyrði fyrir samrunanum; þau að tryggður sé fullur rekstrarlegur og stjórnunarlegur aðskilnaður á milli VÍS og hins nýja tryggingafélags. Þar er meðtalið bann við því að nokkuð samráð sé haft um eðli þjónustu eða viðskiptakjör.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×