Innlent

Væntingarnar hvetja til aðhalds

Væntingar um frekari stóriðjuframkvæmdir koma til með að hafa áhrif á aðgerðir í peningamálum á næstunni, samkvæmt Morgunkorni Íslandsbanka í dag. Segir að framkvæmdir þær sem nú sé rætt um, bæði í Helguvík og fyrir norðan, séu af þeirri stærðargráðu að þær hreyfi umtalsvert við hagkerfinu og kalli tímabundið á aukið aðhald í peningamálum og opinberum fjármálum. Segir ennfremur í Morgunkorni Íslandsbanka að þrátt fyrir að langt sé í að framkvæmdirnar hefjist og að endanlegar ákvarðanir liggi fyrir hafi væntingar um þær áhrif á gang efnahagsmála næstu mánuði. Þær hafi þegar haft áhrif á gengi krónunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×