Innlent

Íslendingur með hermannaveiki

Íslendingur liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans með hermannaveiki. Maðurinn kom heim úr fríi á Ítalíu í síðustu viku og er talið að hann hafi smitast af hermannaveiki á hóteli í Róm. Maðurinn nýtur nú meðferðar en hann er sagður þungt haldinn, bæði með lungnabólgu og hermannaveiki. Þetta er ekki fyrsta tilfellið af hermannaveiki sem kemur upp hér á landi en Haraldur Briem sóttvarnalæknir taldi að ekkert tilfelli hefði komið upp í fyrra og eitt árið áður. Nokkur fjöldi gengst þó undir rannsóknir á hverju ári. Hart er brugðist við fregnum af hermannaveiki. Yfirvöld hér taka saman upplýsingar um hótel sýktra, herbergi, brottfaratíma frá Íslandi og komutíma, sem og ferðir og dagskrá þeirra sem greinast með veikina. Þær upplýsingar eru sendar áfram í samevrópskan gagnabanka og í kjölfarið er gripið til aðgerða eftir því sem rétt þykir hverju sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×