Erlent

Svíar brjóta gegn barnasáttmála

Hópur sænskra barnalækna heldur því fram að sænsk stjórnvöld brjóti iðulega gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sömuleiðis gegn sænskum útlendingalögum. Það er meðferð yfirvalda á börnum flóttafólks sem fer fyrir brjóstið á læknunum sem segja að yfirvöld hundsi æ oftar sjúkdómsgreiningar lækna þegar þessi börn eiga í hlut. Þeir segja sig í óþolandi stöðu þar sem annars vegar þrýsti yfirvöld á um að þeir styrki kröfu þeirra um að vísa börnunum úr landi og hins vegar beri þeim að fara að siðareglum lækna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×