Innlent

Símaskráin komin út

Vinsælasta bók landsmanna, Símaskráin, fyrir árið 2005 er komin út. Skráin er hvorki meira né minna en 1485 blaðsíður og prentuð í 230.000 eintökum. Í skránni eru 335.000 skráningar en sú breyting var gerð í fyrra að skráin var á ný sett í eitt bindi og hefur það mælst vel fyrir. Allir símnotendur geta skráð sig í Símaskrána og er ekki gerður greinarmunur á því hjá hvaða símafyrirtæki fólk er skráð. Síminn leitaði eftir samstarfi við Listaháskóla Íslands um samkeppni meðal nemenda skólans um forsíðu á skrána og varð listaverkið Æ, æ eftir Maríu Hrönn Gunnarsdóttur í fyrsta sæti og prýðir því verk hennar skrána að þessu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×