Erlent

Leitar að olíu við Færeyjar

Norski olíurisinn Statoil undirbýr nú frekari leit eftir olíu við Færeyjar. Þrjú skip munu stunda rannsóknir á hafsbotninum við eyjarnar í sumar og er eitt þeirra þegar komið á vettvang. Færeyska Landsþingið veitti á sínum tíma heimildir til að bora átta tilraunaholur á svæðinu milli Færeyja og Bretlands og segir færeyska blaðið Sósíalurinn að Statoil muni bora fjórar holur í sumar. Enn sem komið er hefur aðeins fundist olía í einni af þeim tilraunaholum sem boraðar hafa verið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×