Innlent

Flug milli Póllands og Egilsstaða

Beint flug á milli Póllands og Egilsstaða hefst í haust og nú þegar er komið á flug á milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar og Vilníus í Litháen. Flug á milli Egilsstaða og Kaupamannahafnar hófst á mánudag. Reyndar eru flugið víðtækara því vélin sem sinnir þessu flugi fer frá Vilníus til Kaupmannahafnar, þaðan til Egilsstaða og síðan sömu leið til baka. Því var komið á vegna verkamanna við Kárahnjúkavirkjun en er að sjálfsögðu opið öllum. Í vetur verður síðan flogið hálfsmánaðarlega á þessari leið. En það stendur fleira til því í haust hefst beint flug á milli Egilsstaða og Póllands. Ekki er búið að ákveða til hvaða flugvallar í Póllandi en ljóst er að það verður í suðurhluta landsins. Þetta flug er tilkomið vegna álversins á Reyðarfirði. Nú vinna þar 25 pólskir verkamenn en þeir verða 1800 þegar allt verður komið á fullt. Ekki er búið að útfæra þetta nákvæmlega en þó er víst að flogið verður vikulega á milli Egilsstaða og Póllands. Eins og með flugið til Kaupmannahafnar og Vilníusar verður Póllandsflugið opið fleirum en bara starfsmönnum stóriðjunnar fyrir austan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×