Erlent

Bozize kjörinn forseti

Jean-Francoise Bozize sigraði í síðari umferð forsetakosninganna í Mið-Afríkulýðveldinu og er því réttkjörinn forseti landsins. Bozize hlaut um 65 prósent atkvæða en helsti keppinautur hans, Martin Ziguele, fékk 35 prósent. Bozize er reyndar nokkuð hagvanur í forsetaembættinu því fyrir rúmum tveimur árum rændi hann völdum af Ange-Felix Patasse, þáverandi forseta, en Ziguele var forsætisráðherra í valdatíð hans. 3,6 milljónir manna búa í Mið-Afríkulýðveldinu. Þrátt fyrir margvíslegar náttúruauðlindir er fátækt mikil í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×