Erlent

Hringdi of oft í neyðarlínuna

Dorothy Densmore, 86 ára gamalli bandarískri konu, var stungið í steininn fyrr í vikunni fyrir að hafa hringt tuttugu sinnum í neyðarlínuna á hálftíma til að kvarta yfir þjónustu pítsustaðar. Konan varð æf þegar starfsmaður staðarins vildi ekki senda henni pítsu heim og kallaði hana "kerlingaruglu". Þrátt fyrir að starfsmenn neyðarlínunnar margbæðu hana um að hætta að hringja hélt hún samt áfram og því hringdu þeir á lögregluna. Talsmaður fangelsins sagði að Dorothy, sem er um 44 kíló að þyngd, hefði sýnt mikinn mótþróa við handtökuna, klórað lögreglumann, sparkað í hann og bitið. Pítsur valda greinilega sterkum hughrifum hjá fólki um allan heim. Fyrir skömmu komust ástralskir tugthúslimir í fréttir eftir að hafa hneppt fangavörð í gíslingu og létu hann ekki lausan fyrr en þeir fengu fimmtán flatbökur sendar til sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×