Erlent

Tekinn með nektarmyndir af piltum

Lögregla í Taílandi greindi frá því í dag að hún hefði handtekið bandarískan kennara á sextugsaldri eftir að fimm hundruð myndir af nöktum unglingspiltum fundust við leit í íbúð hans í höfuðborginni Bangkok. Lögregla segir manninn hafa kennt og búið í Taílandi í sex ár en í áhlaupi sínu á íbúðina fann hún einnig tvo unglingspilta sem sögðust hafa haft munnmök við kennarann. Þá fundust jafnframt dagbækur með nákvæmum lýsingum á því hvernig maðurinn misnotaði unga pilta. Maðurinn verður sóttur til saka fyrir að beita ungmennin kynferðisofbeldi en hámarksrefsing fyrir hvert kynferðisbrot er tíu ár og á því maðurinn von á mjög þungum dómi verði hann sakfelldur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×