Fleiri fréttir Grikkir noti aðeins nafnið fetaost Lögfræðilegur ráðgjafi við Evrópudómstólinn hefur lagt það til að Grikkir fái einir að kalla fetaost því nafni og hvetur dómstólinn til þess að vísa frá málum Dana og Þjóðverja sem einnig vilja nota heitið á sína framleiðslu. 10.5.2005 00:01 Rafsanjani í forsetaframboð Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, mun bjóða sig fram til embættisins aftur. Þetta hefur <em>Reuters-fréttastofan</em> eftir nánum aðstoðarmönnum hans í dag. Þeir segja að von sé á yfirlýsingu frá forsetanum fyrrverandi innan nokkurra stunda. Rafsanjani, sem er sjötugur, var við völd í landinu á árunum 1989-1997 en hann er hófsamur íhaldsmaður sem þykir hallur undir Vesturlönd. 10.5.2005 00:01 Útlendingar á batavegi Portúgalinn og Pólverjinn sem slösuðust þegar vinnupallur við Kárahnjúkastíflu gaf sig í gærdag voru útskrifaðir af gjörgæslu í dag. Ástand mannanna hafði verið stöðugt og voru þeir fluttir á almenna deild, en þeir hlutu talsvert mörg beinbrot. Mennirnir féllu niður úr átta til tíu metra hæð. Tveir menn sem einnig voru á vinnupallinum sluppu með minni háttar meiðsl. 10.5.2005 00:01 Mikil ásókn í sjúkratryggingakort Rúmlega sex þúsund ný evrópsk sjúkratryggingakort voru gefin út dagana 1.- 7. maí hjá Tryggingastofnun en útgáfa þeirra hófst fyrsta dag mánaðarins. Er þetta fimmtungur af áætluðum fjölda á árinu öllu. Evrópska sjúkratryggingakortið leysir af hólmi E-111 vottorðið og veitir korthafa, sem lendir í slysi eða óvæntum veikindum, rétt til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í dvalarlandi á sama verði og heimamenn. 10.5.2005 00:01 Verjast bráðnun með jöklaábreiðu Forsvarsmenn skíðasvæðis í Svissnesku-Ölpunum hafa gripið til óhefðbundins ráðs til þess að reyna að koma í veg fyrir mikla bráðnun jöklanna á svæðinu í sumarhitunum. Þeir hafa hulið hluta þeirra með risastórri plastábreiðu sem endurkastar sólargeislunum og kemur þannig í veg fyrir bráðnun. 10.5.2005 00:01 Sérsveit styrkt á Akureyri Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að styrkja sérsveit lögreglunnar á Norður- og Austurlandi með því að leysa fjóra sérsveitarmenn á Akureyri undan föstum vöktum. Í staðinn verður lögreglumönnum á Akureyri fjölgað um fjóra. Sérsveitarmönnunum er ætlað að sinna almennri löggæslu og sérstökum verkefnum á Norður- og Austurlandi. 10.5.2005 00:01 Héraðsstjóra rænt í Írak Byssumenn hafa rænt héraðsstjóranum í hinu róstusama Anbar-héraði í Írak ásamt fjórum lífvörðum hans. Frá þessu greindi bróðir hans í dag. Raja Nawaf hafði nýverið tekið við héraðsstjórn í Anbar en honum var rænt á veginum frá bænum Qaim nærri landamærunum að Sýrlandi og segir bróðir hans, Hamed, í samtali við <em>Reuters-fréttastofuna</em> að farið hafi verið með hann til Ramadi sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu. 10.5.2005 00:01 Margir vilja ættleiða útburð Fréttir af nýfæddu stúlkubarni sem fannst á víðavangi í útjaðri Naíróbí í Kenía í gær hafa heldur betur hreyft við Keníabúum því samkvæmt talsmönnum sjúkrahússins sem barnið dvelur á hafa fjölmargir hringt þangað og óskað eftir að ættleiða það. Stúlkan, sem nefnd var Engill, virðist hafa verið borin út en það var flækingstík sem bjargaði henni og kom henni fyrir hjá hvolpunum sínum. 10.5.2005 00:01 Verðið sagt platverð Tugir einyrkja flytja inn ameríska bíla fyrir aðra einstaklinga, einkum notaða bíla. Bílarnir eru í mörgum tilfellum fluttir inn í nafni viðskiptavinarins og firrar innflytjandinn sig þar með ábyrgð. Stóru bílainnflytjendurnir telja að verðið sé "fixað" og þess vegna sé það svo lágt. </font /></b /> 10.5.2005 00:01 Skuggagarðar stúdenta Félagsstofnun stúdenta og Mótás undirrituðu í gær samning um byggingu nýrra stúdentagarða í miðborg Reykjavíkur. Garðarnir, sem hafa hlotið nafnið Skuggagarðar, munu rísa við Lindargötu þar sem Ríkið var áður til húsa. Húsin verða þrjú með samtals 98 einstaklingsíbúðum. 10.5.2005 00:01 Flest salmonellusmit í útlöndum 103 tilkynningar um salmonellusmit bárust til sóttvarnarlæknis á síðasta ári. Meirihluti smitanna tengdist ferðum Íslendinga til útlanda og höfðu flestir smitast á Spáni og Portúgal. Flest smitanna greinast yfir sumarmánuðina í tengslum við sólarlandaferðir. 31 tilfelli eða 30 prósent voru innlend salmonellusmit. 10.5.2005 00:01 Vinnuvikan styst í Noregi Norðmenn vinna manna minnst í Evrópu, samkvæmt nýrri vinnumarkaðskönnun Evrópusambandsins. Lettar vinna hins vegar mest allra. Íslendingar voru ekki með í könnuninni en væru í þriðja sæti miðað við tölu Hagstofunnar fyrir síðasta ár. 10.5.2005 00:01 Brynja óskar eftir rökum Tveir umsækjendur um starf framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða hafa óskað skriflega eftir rökstuðningi um ráðningu Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi alþingismanns. 10.5.2005 00:01 Leiguskip losar um stífluna Eimskip hefur kallað inn leiguskipið MS Rebekku til að losa um stíflu sem hefur myndast í innflutningi á amerískum bílum. Skipið hefur farið eina ferð með bíla frá Bandaríkjunum og svo hafa bílar verið sendir með öðrum félögum til Evrópu. 10.5.2005 00:01 Mikið um lúsasmit í skólum Mikið hefur verið um lúsasmit í skólum landsins að undanförnu ef marka má fjölda fyrirspurna og frétta af lús hjá Sóttvarnarlækni. Fjöldi smita liggur þó ekki fyrir þrátt fyrir að lúsasmit hafi orðið tilkynningaskyld árið 1999. Allir geta smitast en lúsin greinist helst hjá þriggja til tólf ára börnum. Mikilvægt er að nota kamb og lúsdrepandi efni til að ráð niðurlögum smitsins. 10.5.2005 00:01 Verstu timburmenn í sögu Danmerkur Hátíðarhöldin vegna 200 ára fæðingarafmælis H.C. Andersen í Kaupmannahöfn á dögunum, eru á góðri leið með að verða eitt mesta menningarhneyksli Danmerkur fyrr og síðar. 10.5.2005 00:01 Vill máli vísað frá dómi Hannes Hólmsteinn Gissurarson fer fram á að máli erfingja Halldórs Laxness gegn honum vegna brota á höfundarrétti, verði vísað frá dómi. 10.5.2005 00:01 Umdeild lagabreyting í Egyptalandi Egypska þingið samþykkti í dag að breyta stjórnarskrá landsins á þann veg að fleiri en einn fái að bjóða sig fram í forsetakosningum, en hingað til hefur þingið tilnefnt einn mann sem þjóðin hefur svo greitt atkvæði um. Það var Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sem lagði til breytingarnar eftir að mjög hafði verið þrýst á hann innan lands sem utan að stuðla að meira lýðræði í landinu, en Mubarak hefur setið á forsetastóli í 24 ár. 10.5.2005 00:01 Pöddurnar vakna til lífsins Þegar hlýnar í veðri fara pöddurnar á stjá. Kóngulær spinna vefi, mýflugur suða í eyrum og járnsmiðir tölta um blómabeð. En hvar var allur þessi fjöldi í vetur? Hvert fór hann og hvaðan kom hann? 10.5.2005 00:01 Gervigreindarsetur stofnað Tölvukerfi sem læra af reynslunni, bregðast við ófyrirséðum uppákomum og taka sjálfstæðar ákvarðanir, eru hluti af því sem nýstofnað Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík vinnur að. Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson, forstöðumenn setursins eru báðir doktorsmenntaðir í gervigreind. 10.5.2005 00:01 Kvikmyndafræði kennd í HÍ Til stendur að hefja kennslu í kvikmyndafræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands í haust og hefur skólinn samið við Samskip um að styðja námið með því að kosta stöðu kennara. Til að byrja með verður kvikmyndafræðin 30 eininga aukagrein á BA-stigi en stefnt er að því að byggja upp framhaldsnám í greininni á næstu árum, eftir því sem fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá Háskólanum og Samskipum. 10.5.2005 00:01 Samið um nánara samstarf Rússland og Evrópusambandið hafa gert samkomulag um nánara samstarf á ýmsum sviðum, þar á meðal í efnahags- og öryggismálum. Samkipti Rússlands og sambandsins hafa verið stirð um nokkurt skeið, m.a. vegna málefna Tsjetsjeníu og stækkunar ESB í austur en auk þess hafa nokkur fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna viljað nánari samskiptið Vestur-Evrópu. 10.5.2005 00:01 Lögregla leitar bifreiðar Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir bifreið af gerðinni Subaru Legacy með bílnúmerið Zeta Magnús 912. Hann er ljósgrár, árgerð 1996, og talið að bíllinn sé einhvers staðar í Borgarfirði eða nágrenni. Ef einhver hefur orðið var við þennan bíl er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1100. 10.5.2005 00:01 Sellafield-mengun mælist hér Óhappið í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield sem skýrt var frá í vikunni sýnir hversu lítið má út af bera til að hættuástand skapist. Stöðin skaðar ímynd íslenskra sjávarafurða og þá gildir einu hvort geislavirkni frá henni sé mikil eða lítil. 10.5.2005 00:01 Virðisauki lagður á olíugjald Ríkissjóður nýtir sér upptöku olíugjalds í stað þungaskatts til nærri 500 milljóna króna skattahækkunar. Það gerist með því að á nýja olíugjaldið verður lagður virðisaukaskattur sem var ekki á þungaskatti. 10.5.2005 00:01 Þörf á varanlegri lausn Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á geðdeild Landspítalans telur samfélaginu stafa hætta af sjúku fólki sem útskrifað hefur verið af geðdeild. Lögreglan í Reykjavík segir úrbóta þörf því oft lendi lögreglumenn í hættu í samskiptum við veikt fólk sem þurfi varanlegri lausn á sínum vanda en vist í fangaklefa. 10.5.2005 00:01 Hitti aðalandstæðing Pútíns Það þykir táknrænt og segja meira en mörg orð um minnkandi velvild í garð Pútíns Rússlandsforseta að Bush Bandaríkjaforseti fór beint frá hátíðarhöldunum á Rauða torginu í gær til Georgíu að heimsækja einn höfuðandstæðing Pútíns. 10.5.2005 00:01 Noregur sæki um árið 2007 Erna Solberg, leiðtogi norska Hægriflokksins, segir að árið 2007, þegar gera megi ráð fyrir að stjórnarskrársáttmáli Evrópusambandsins verði genginn í gildi, verði Norðmenn að gera aftur upp hug sinn til aðildar að sambandinu. 10.5.2005 00:01 Braust inn til að eiga fyrir efnum Nítján ára síbrotamaður var í gær dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haft undir höndum rúm ellefu grömm af amfetamíni auk eilítils af tóbaksblönduðum kannabisefnum. Maðurinn braust þar að auki í fyrravor inn í bíla og íbúðir og hafði þaðan á brott með sér ýmis verðmæti. 10.5.2005 00:01 Braust inn og barði konu Ríflega fertugur maður var í gær dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að brjótast síðastliðið sumar inn til fyrrverandi sambýliskonu sinnar og lemja hana í andlitið. Maðurinn var þegar á skilorði og varð það til að þyngja dóminn. 10.5.2005 00:01 Skotið á erni með loftdælu Ólöglegum aðferðum var beitt til að verja æðavarp á norðanverðum Breiðafirði þegar skotið var á haferni með loftdælu. Upp komst um málið í eftirlitsflugi Náttúrufræðistofnunnar sem hefur eftirlit með arnarsetrum á varptíma. 10.5.2005 00:01 Samskip styrkja Háskóla Íslands Samskip og Háskóli Íslands hafa undirritað samstarfssamning um fjármögnun á nýju námi í kvikmyndafræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. 10.5.2005 00:01 Eystrasaltslandamenn þroskist Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að engar líkur væru á því að rússnesk stjórnvöld myndu senda frá sér nýja yfirlýsingu um iðrun vegna leynisamnings Hitlers og Stalíns frá árinu 1939, sem leiddi til innlimunar Eystrasaltslandanna í Sovétríkin. 10.5.2005 00:01 Ekki slakað á áritanareglum Ekki náðist samkomulag um að Evrópusambandið slakaði á reglum um vegabréfsáritanir fyrir rússneska ríkisborgara á leiðtogafundi Rússlands og ESB í Moskvu í gær. En endurnýjuðum samstarfs- og viðskiptasamningi Rússa og sambandsins var þó fagnað sem stórum áfanga að bættum tengslum. 10.5.2005 00:01 Helfararminnismerki vígt í Berlín Nýtt minnismerki um helför nasista gegn gyðingum var vígt í Berlín í gær. Tilkoma þessa risastóra minnismerkis, sem er samsett úr yfir 2.700 misstórum steypublokkum, hefur átt sér langan aðdraganda en það var nú loks opnað almenningi við hátíðlega athöfn. 10.5.2005 00:01 Bush fagnað í Georgíu Fagnað af tugþúsundum heimamanna hvatti George W. Bush Bandaríkjaforseti í ræðu í Tíflis, höfuðborg fyrrverandi Sovétlýðveldisins Georgíu, í gær til útbreiðslu lýðræðis um öll þau lönd sem á dögum kalda stríðsins lutu stjórn kommúnista. Lýsti hann því yfir að kúgaðar þjóðir krefðust frelsis, og það skyldu þær fá. 10.5.2005 00:01 Struku saman af Litla Hrauni Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot. 10.5.2005 00:01 Tekinn með nammi Ferðalangur sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar bíður nú dóms eftir að hann kom til landsins með 30 kíló af sælgæti sem hann keypti um borð. Aðeins er leyfilegt að hafa með sér þrjú kíló. 10.5.2005 00:01 53% meðlagsgreiðenda í vanskilum 53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. 10.5.2005 00:01 Arnarvarp truflað í Breiðafirði Gasbyssu var stillt upp við arnarhreiður í hólma á Breiðafirði og fældu hvellirnir ernina og aðra fugla frá varpi í hólmanum. Vitað er hver var að verki, en samkvæmt lögum er stranglega bannað að hrófla við arnarhreiðrum. 10.5.2005 00:01 Annað en fyrningarafnám mögulegt Bjarni Benediktsson alþingismaður sem ekki hefur viljað samþykkja frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota óbreytt, segir aðra leið mögulega, það er að breyta refsiramma þannig að alvarlegustu brotin varði lífstíðarfangelsi. 10.5.2005 00:01 Síðasta dreifing fyrir Landgræðslu Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson hóf í gær sína síðustu áburðardreifingu á vegum Landgræðslunnar og lýkur fluginu í næstu viku. Í næsta mánuði verður þessi fornfræga flugvél afhent Þristavinafélaginu sem vonast til geta haldið henni áfram flughæfri. 10.5.2005 00:01 Geta útskrifast án samræmds prófs Menntamálaráðherra hefur breytt reglugerð tímabundið um samræmd stúdentspróf þannig að nemendur geti útskrifast stúdentar í vor án þess að hafa þreytt samræmd próf. Nemendur sem tóku samræmdu prófin eru ekki ánægðir með lausn ráðherrans. 10.5.2005 00:01 Reyna að sleppa við veggjald Dæmi eru um að ökumenn sem fara í gegnum Hvalfjarðargöngin taki númeraplöturnar af bílum sínum svo þeir sleppi við að borga veggjaldið. 10.5.2005 00:01 Barðist við 100 kílóa stórlúðu Hundrað kílóa stórlúða kom á land í Bolungarvík í dag. Viðureign sjómanns og fisks stóð í á aðra klukkustund áður en lúðan varð að játa sig sigraða. 10.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Grikkir noti aðeins nafnið fetaost Lögfræðilegur ráðgjafi við Evrópudómstólinn hefur lagt það til að Grikkir fái einir að kalla fetaost því nafni og hvetur dómstólinn til þess að vísa frá málum Dana og Þjóðverja sem einnig vilja nota heitið á sína framleiðslu. 10.5.2005 00:01
Rafsanjani í forsetaframboð Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, mun bjóða sig fram til embættisins aftur. Þetta hefur <em>Reuters-fréttastofan</em> eftir nánum aðstoðarmönnum hans í dag. Þeir segja að von sé á yfirlýsingu frá forsetanum fyrrverandi innan nokkurra stunda. Rafsanjani, sem er sjötugur, var við völd í landinu á árunum 1989-1997 en hann er hófsamur íhaldsmaður sem þykir hallur undir Vesturlönd. 10.5.2005 00:01
Útlendingar á batavegi Portúgalinn og Pólverjinn sem slösuðust þegar vinnupallur við Kárahnjúkastíflu gaf sig í gærdag voru útskrifaðir af gjörgæslu í dag. Ástand mannanna hafði verið stöðugt og voru þeir fluttir á almenna deild, en þeir hlutu talsvert mörg beinbrot. Mennirnir féllu niður úr átta til tíu metra hæð. Tveir menn sem einnig voru á vinnupallinum sluppu með minni háttar meiðsl. 10.5.2005 00:01
Mikil ásókn í sjúkratryggingakort Rúmlega sex þúsund ný evrópsk sjúkratryggingakort voru gefin út dagana 1.- 7. maí hjá Tryggingastofnun en útgáfa þeirra hófst fyrsta dag mánaðarins. Er þetta fimmtungur af áætluðum fjölda á árinu öllu. Evrópska sjúkratryggingakortið leysir af hólmi E-111 vottorðið og veitir korthafa, sem lendir í slysi eða óvæntum veikindum, rétt til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í dvalarlandi á sama verði og heimamenn. 10.5.2005 00:01
Verjast bráðnun með jöklaábreiðu Forsvarsmenn skíðasvæðis í Svissnesku-Ölpunum hafa gripið til óhefðbundins ráðs til þess að reyna að koma í veg fyrir mikla bráðnun jöklanna á svæðinu í sumarhitunum. Þeir hafa hulið hluta þeirra með risastórri plastábreiðu sem endurkastar sólargeislunum og kemur þannig í veg fyrir bráðnun. 10.5.2005 00:01
Sérsveit styrkt á Akureyri Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að styrkja sérsveit lögreglunnar á Norður- og Austurlandi með því að leysa fjóra sérsveitarmenn á Akureyri undan föstum vöktum. Í staðinn verður lögreglumönnum á Akureyri fjölgað um fjóra. Sérsveitarmönnunum er ætlað að sinna almennri löggæslu og sérstökum verkefnum á Norður- og Austurlandi. 10.5.2005 00:01
Héraðsstjóra rænt í Írak Byssumenn hafa rænt héraðsstjóranum í hinu róstusama Anbar-héraði í Írak ásamt fjórum lífvörðum hans. Frá þessu greindi bróðir hans í dag. Raja Nawaf hafði nýverið tekið við héraðsstjórn í Anbar en honum var rænt á veginum frá bænum Qaim nærri landamærunum að Sýrlandi og segir bróðir hans, Hamed, í samtali við <em>Reuters-fréttastofuna</em> að farið hafi verið með hann til Ramadi sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu. 10.5.2005 00:01
Margir vilja ættleiða útburð Fréttir af nýfæddu stúlkubarni sem fannst á víðavangi í útjaðri Naíróbí í Kenía í gær hafa heldur betur hreyft við Keníabúum því samkvæmt talsmönnum sjúkrahússins sem barnið dvelur á hafa fjölmargir hringt þangað og óskað eftir að ættleiða það. Stúlkan, sem nefnd var Engill, virðist hafa verið borin út en það var flækingstík sem bjargaði henni og kom henni fyrir hjá hvolpunum sínum. 10.5.2005 00:01
Verðið sagt platverð Tugir einyrkja flytja inn ameríska bíla fyrir aðra einstaklinga, einkum notaða bíla. Bílarnir eru í mörgum tilfellum fluttir inn í nafni viðskiptavinarins og firrar innflytjandinn sig þar með ábyrgð. Stóru bílainnflytjendurnir telja að verðið sé "fixað" og þess vegna sé það svo lágt. </font /></b /> 10.5.2005 00:01
Skuggagarðar stúdenta Félagsstofnun stúdenta og Mótás undirrituðu í gær samning um byggingu nýrra stúdentagarða í miðborg Reykjavíkur. Garðarnir, sem hafa hlotið nafnið Skuggagarðar, munu rísa við Lindargötu þar sem Ríkið var áður til húsa. Húsin verða þrjú með samtals 98 einstaklingsíbúðum. 10.5.2005 00:01
Flest salmonellusmit í útlöndum 103 tilkynningar um salmonellusmit bárust til sóttvarnarlæknis á síðasta ári. Meirihluti smitanna tengdist ferðum Íslendinga til útlanda og höfðu flestir smitast á Spáni og Portúgal. Flest smitanna greinast yfir sumarmánuðina í tengslum við sólarlandaferðir. 31 tilfelli eða 30 prósent voru innlend salmonellusmit. 10.5.2005 00:01
Vinnuvikan styst í Noregi Norðmenn vinna manna minnst í Evrópu, samkvæmt nýrri vinnumarkaðskönnun Evrópusambandsins. Lettar vinna hins vegar mest allra. Íslendingar voru ekki með í könnuninni en væru í þriðja sæti miðað við tölu Hagstofunnar fyrir síðasta ár. 10.5.2005 00:01
Brynja óskar eftir rökum Tveir umsækjendur um starf framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða hafa óskað skriflega eftir rökstuðningi um ráðningu Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi alþingismanns. 10.5.2005 00:01
Leiguskip losar um stífluna Eimskip hefur kallað inn leiguskipið MS Rebekku til að losa um stíflu sem hefur myndast í innflutningi á amerískum bílum. Skipið hefur farið eina ferð með bíla frá Bandaríkjunum og svo hafa bílar verið sendir með öðrum félögum til Evrópu. 10.5.2005 00:01
Mikið um lúsasmit í skólum Mikið hefur verið um lúsasmit í skólum landsins að undanförnu ef marka má fjölda fyrirspurna og frétta af lús hjá Sóttvarnarlækni. Fjöldi smita liggur þó ekki fyrir þrátt fyrir að lúsasmit hafi orðið tilkynningaskyld árið 1999. Allir geta smitast en lúsin greinist helst hjá þriggja til tólf ára börnum. Mikilvægt er að nota kamb og lúsdrepandi efni til að ráð niðurlögum smitsins. 10.5.2005 00:01
Verstu timburmenn í sögu Danmerkur Hátíðarhöldin vegna 200 ára fæðingarafmælis H.C. Andersen í Kaupmannahöfn á dögunum, eru á góðri leið með að verða eitt mesta menningarhneyksli Danmerkur fyrr og síðar. 10.5.2005 00:01
Vill máli vísað frá dómi Hannes Hólmsteinn Gissurarson fer fram á að máli erfingja Halldórs Laxness gegn honum vegna brota á höfundarrétti, verði vísað frá dómi. 10.5.2005 00:01
Umdeild lagabreyting í Egyptalandi Egypska þingið samþykkti í dag að breyta stjórnarskrá landsins á þann veg að fleiri en einn fái að bjóða sig fram í forsetakosningum, en hingað til hefur þingið tilnefnt einn mann sem þjóðin hefur svo greitt atkvæði um. Það var Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sem lagði til breytingarnar eftir að mjög hafði verið þrýst á hann innan lands sem utan að stuðla að meira lýðræði í landinu, en Mubarak hefur setið á forsetastóli í 24 ár. 10.5.2005 00:01
Pöddurnar vakna til lífsins Þegar hlýnar í veðri fara pöddurnar á stjá. Kóngulær spinna vefi, mýflugur suða í eyrum og járnsmiðir tölta um blómabeð. En hvar var allur þessi fjöldi í vetur? Hvert fór hann og hvaðan kom hann? 10.5.2005 00:01
Gervigreindarsetur stofnað Tölvukerfi sem læra af reynslunni, bregðast við ófyrirséðum uppákomum og taka sjálfstæðar ákvarðanir, eru hluti af því sem nýstofnað Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík vinnur að. Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson, forstöðumenn setursins eru báðir doktorsmenntaðir í gervigreind. 10.5.2005 00:01
Kvikmyndafræði kennd í HÍ Til stendur að hefja kennslu í kvikmyndafræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands í haust og hefur skólinn samið við Samskip um að styðja námið með því að kosta stöðu kennara. Til að byrja með verður kvikmyndafræðin 30 eininga aukagrein á BA-stigi en stefnt er að því að byggja upp framhaldsnám í greininni á næstu árum, eftir því sem fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá Háskólanum og Samskipum. 10.5.2005 00:01
Samið um nánara samstarf Rússland og Evrópusambandið hafa gert samkomulag um nánara samstarf á ýmsum sviðum, þar á meðal í efnahags- og öryggismálum. Samkipti Rússlands og sambandsins hafa verið stirð um nokkurt skeið, m.a. vegna málefna Tsjetsjeníu og stækkunar ESB í austur en auk þess hafa nokkur fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna viljað nánari samskiptið Vestur-Evrópu. 10.5.2005 00:01
Lögregla leitar bifreiðar Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir bifreið af gerðinni Subaru Legacy með bílnúmerið Zeta Magnús 912. Hann er ljósgrár, árgerð 1996, og talið að bíllinn sé einhvers staðar í Borgarfirði eða nágrenni. Ef einhver hefur orðið var við þennan bíl er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1100. 10.5.2005 00:01
Sellafield-mengun mælist hér Óhappið í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield sem skýrt var frá í vikunni sýnir hversu lítið má út af bera til að hættuástand skapist. Stöðin skaðar ímynd íslenskra sjávarafurða og þá gildir einu hvort geislavirkni frá henni sé mikil eða lítil. 10.5.2005 00:01
Virðisauki lagður á olíugjald Ríkissjóður nýtir sér upptöku olíugjalds í stað þungaskatts til nærri 500 milljóna króna skattahækkunar. Það gerist með því að á nýja olíugjaldið verður lagður virðisaukaskattur sem var ekki á þungaskatti. 10.5.2005 00:01
Þörf á varanlegri lausn Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á geðdeild Landspítalans telur samfélaginu stafa hætta af sjúku fólki sem útskrifað hefur verið af geðdeild. Lögreglan í Reykjavík segir úrbóta þörf því oft lendi lögreglumenn í hættu í samskiptum við veikt fólk sem þurfi varanlegri lausn á sínum vanda en vist í fangaklefa. 10.5.2005 00:01
Hitti aðalandstæðing Pútíns Það þykir táknrænt og segja meira en mörg orð um minnkandi velvild í garð Pútíns Rússlandsforseta að Bush Bandaríkjaforseti fór beint frá hátíðarhöldunum á Rauða torginu í gær til Georgíu að heimsækja einn höfuðandstæðing Pútíns. 10.5.2005 00:01
Noregur sæki um árið 2007 Erna Solberg, leiðtogi norska Hægriflokksins, segir að árið 2007, þegar gera megi ráð fyrir að stjórnarskrársáttmáli Evrópusambandsins verði genginn í gildi, verði Norðmenn að gera aftur upp hug sinn til aðildar að sambandinu. 10.5.2005 00:01
Braust inn til að eiga fyrir efnum Nítján ára síbrotamaður var í gær dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haft undir höndum rúm ellefu grömm af amfetamíni auk eilítils af tóbaksblönduðum kannabisefnum. Maðurinn braust þar að auki í fyrravor inn í bíla og íbúðir og hafði þaðan á brott með sér ýmis verðmæti. 10.5.2005 00:01
Braust inn og barði konu Ríflega fertugur maður var í gær dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að brjótast síðastliðið sumar inn til fyrrverandi sambýliskonu sinnar og lemja hana í andlitið. Maðurinn var þegar á skilorði og varð það til að þyngja dóminn. 10.5.2005 00:01
Skotið á erni með loftdælu Ólöglegum aðferðum var beitt til að verja æðavarp á norðanverðum Breiðafirði þegar skotið var á haferni með loftdælu. Upp komst um málið í eftirlitsflugi Náttúrufræðistofnunnar sem hefur eftirlit með arnarsetrum á varptíma. 10.5.2005 00:01
Samskip styrkja Háskóla Íslands Samskip og Háskóli Íslands hafa undirritað samstarfssamning um fjármögnun á nýju námi í kvikmyndafræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. 10.5.2005 00:01
Eystrasaltslandamenn þroskist Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að engar líkur væru á því að rússnesk stjórnvöld myndu senda frá sér nýja yfirlýsingu um iðrun vegna leynisamnings Hitlers og Stalíns frá árinu 1939, sem leiddi til innlimunar Eystrasaltslandanna í Sovétríkin. 10.5.2005 00:01
Ekki slakað á áritanareglum Ekki náðist samkomulag um að Evrópusambandið slakaði á reglum um vegabréfsáritanir fyrir rússneska ríkisborgara á leiðtogafundi Rússlands og ESB í Moskvu í gær. En endurnýjuðum samstarfs- og viðskiptasamningi Rússa og sambandsins var þó fagnað sem stórum áfanga að bættum tengslum. 10.5.2005 00:01
Helfararminnismerki vígt í Berlín Nýtt minnismerki um helför nasista gegn gyðingum var vígt í Berlín í gær. Tilkoma þessa risastóra minnismerkis, sem er samsett úr yfir 2.700 misstórum steypublokkum, hefur átt sér langan aðdraganda en það var nú loks opnað almenningi við hátíðlega athöfn. 10.5.2005 00:01
Bush fagnað í Georgíu Fagnað af tugþúsundum heimamanna hvatti George W. Bush Bandaríkjaforseti í ræðu í Tíflis, höfuðborg fyrrverandi Sovétlýðveldisins Georgíu, í gær til útbreiðslu lýðræðis um öll þau lönd sem á dögum kalda stríðsins lutu stjórn kommúnista. Lýsti hann því yfir að kúgaðar þjóðir krefðust frelsis, og það skyldu þær fá. 10.5.2005 00:01
Struku saman af Litla Hrauni Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot. 10.5.2005 00:01
Tekinn með nammi Ferðalangur sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar bíður nú dóms eftir að hann kom til landsins með 30 kíló af sælgæti sem hann keypti um borð. Aðeins er leyfilegt að hafa með sér þrjú kíló. 10.5.2005 00:01
53% meðlagsgreiðenda í vanskilum 53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. 10.5.2005 00:01
Arnarvarp truflað í Breiðafirði Gasbyssu var stillt upp við arnarhreiður í hólma á Breiðafirði og fældu hvellirnir ernina og aðra fugla frá varpi í hólmanum. Vitað er hver var að verki, en samkvæmt lögum er stranglega bannað að hrófla við arnarhreiðrum. 10.5.2005 00:01
Annað en fyrningarafnám mögulegt Bjarni Benediktsson alþingismaður sem ekki hefur viljað samþykkja frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota óbreytt, segir aðra leið mögulega, það er að breyta refsiramma þannig að alvarlegustu brotin varði lífstíðarfangelsi. 10.5.2005 00:01
Síðasta dreifing fyrir Landgræðslu Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson hóf í gær sína síðustu áburðardreifingu á vegum Landgræðslunnar og lýkur fluginu í næstu viku. Í næsta mánuði verður þessi fornfræga flugvél afhent Þristavinafélaginu sem vonast til geta haldið henni áfram flughæfri. 10.5.2005 00:01
Geta útskrifast án samræmds prófs Menntamálaráðherra hefur breytt reglugerð tímabundið um samræmd stúdentspróf þannig að nemendur geti útskrifast stúdentar í vor án þess að hafa þreytt samræmd próf. Nemendur sem tóku samræmdu prófin eru ekki ánægðir með lausn ráðherrans. 10.5.2005 00:01
Reyna að sleppa við veggjald Dæmi eru um að ökumenn sem fara í gegnum Hvalfjarðargöngin taki númeraplöturnar af bílum sínum svo þeir sleppi við að borga veggjaldið. 10.5.2005 00:01
Barðist við 100 kílóa stórlúðu Hundrað kílóa stórlúða kom á land í Bolungarvík í dag. Viðureign sjómanns og fisks stóð í á aðra klukkustund áður en lúðan varð að játa sig sigraða. 10.5.2005 00:01