Fleiri fréttir Erill hjá lögreglunni í nótt Svo virðist sem rigningarsuddinn hafi farið illa í þá sem voru að skemmta sér í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt. Töluverður erill var hjá lögreglu vegna ölvunarláta fólks og mörgum var laus höndin. Um eittleytið var einn maður fluttur á slysadeild eftir átök við skemmtistaðinn Broadway og um svipað leyti var ráðist á dyravörð á Kringlukránni og gleraugu hans brotin. 17.4.2005 00:01 Réttindalaus á ofsahraða Ökumaður reyndi að komast undan lögreglumönnum um fjögurleytið í nótt, en hann ók á ofsahraða eftir Kringlumýrarbrautinn en eftir eftirför í einhvern tíma lauk ökuferð hans í Miðtúninu. Kom þá í ljós að ökumaðurinn var án réttinda, hafði verið sviptur þeim fyrr og brást við með hraðakstri og undanbrögðum þegar hann mætti lögreglubíl. 17.4.2005 00:01 Kosið um sjálfstæðishugmyndir Þingkosningar fara í dag fram í Baskalandi á Spáni. Litið er á kosningarnar sem mælikvarða á stuðning við hugmyndir sitjandi forsætisráðherra Baskalands, en þær gera meðal annars ráð fyrir því sem í raun er sjálfstæði. Juan Jose Ibarretxe, forsætisráðherra, segir að gengju hugmyndirnar í gegn þýddi það endalok átaka aðskilnaðarsinna en stjórnvöld í Madríd hafna hugmyndunum með öllu og segja þær brot á stjórnarskrá Spánar. 17.4.2005 00:01 Grönduðu fimm olíuflutningabílum Sprengja, sem talibanar komu fyrir, grandaði fimm olíuflutningabílum og særði þrjá ökumenn þeirra í Afganistan í morgun. Árásin var gerð skammt frá flugherstöð í Kandahar en þar er stærsta herstöð Bandaríkjanna í suðurhluta landsins. 17.4.2005 00:01 Reynir að bæta samskiptin Utanríkisráðherra Japans flaug í morgun til Kína til að koma á framfæri hörðum mótmælum japanskra stjórnvalda vegna róstursamra mótmæla og skemmdarverka á eigum Japana í Kína undanfarið. Hann vonast einnig til þess að geta lægt öldurnar nokkuð, en Kínverjar eru æfir vegna þess sem þeir segja tilraun Japana til að breiða yfir eigin grimmdarverk í seinni heimsstyrjöldinni. 17.4.2005 00:01 Gripinn í baði í ókunnugu húsi Japanskur lögreglumaður er í vandræðum eftir að hann kom heim eftir drykkjukvöld og hlammaði sér í baðkarið. Hann var handtekinn í baðinu þar sem í ljós kom að hann var alls ekki heima hjá sér heldur í baði í húsi skammt frá heimilinu. Hann var svo drukkinn að hann fór húsavillt og baðkaravillt. 17.4.2005 00:01 Minnast frelsunar í Þýskalandi Þúsundir manna sem lifðu af vistina í þremur þrælkunarbúðum nasista í Þýskalandi minnast þess um helgina að sextíu ár eru síðan þeir voru frelsaðir. Minningarathafnir hafa verið og verða haldnar í Ravensbruck, Bergen-Belsen og Sachsenhausen þar sem búðirnar voru, en tugir þúsunda, þar á meðal konur og börn, létust þar í síðari heimsstyrjöldinni af völdum hungurs, sjúkdóma, ofþreytu og í læknatilraunum. 17.4.2005 00:01 Gerðu árangurslaust áhlaup Hundruð írakskra og bandarískra hermanna gerðu í morgun áhlaup á bæ skammt frá Bagdad í von um að frelsa þar á annað hundrað gísla sem eru í haldi mannræningja. 17.4.2005 00:01 Samskiptin ekki stirðari í áratugi Samskipti stórveldanna í Asíu, Kína og Japans, eru nú verri en verið hefur um áratugaskeið. Japanar krefjast aðgerða og Kínverjar segjast ekki þurfa að biðjast afsökunar á neinu. 17.4.2005 00:01 Fjórir látnir í rútuslysi í Sviss Fjórir hið minnsta fórust þegar hópferðabíll steyptist niður í gljúfur í Suðvestur-Sviss í morgun. 28 farþegar voru í bílnum þegar hann rann út af veginum á milli Martigny og Sankti Bernharðsskarðs. Fjöldi fólks er slasaður en hópferðabíllinn steyptist niður hundrað og fimmtíu metra. 17.4.2005 00:01 Blair víki á næsta kjörtímabili Enginn annar kemur til greina sem eftirmaður Tonys Blairs en Gordon Brown og Blair ætlar að víkja fyrir honum á næsta kjörtímabili. Þetta fullyrða breskir fjölmiðlar í dag. 17.4.2005 00:01 Aðskilnaður eður ei í Baskalandi Aðskilnaður eður ei er spurningin sem kjósendur í Baskalandi á Spáni svara að líkindum í þingkosningum sem fram fara í dag. 17.4.2005 00:01 Einn af sexmenningunum handtekinn Sex farþegar í morgunvél Iceland Express til Kaupmannahafnar í gær voru færðir lögreglu við komuna til Kastrup-flugvallar vegna mikilla óláta um borð. Einn karlmaður var svo handtekinn. Fólkið, tvær konur og fjórir karlar, var að ferðast saman en þegar um borð í vélina var komið hótuðu þau hvort öðru og áhöfninni líkamsmeiðingum. 17.4.2005 00:01 Sigursælir nemar í matreiðslu Íslenskir matreiðslunemar sigruðu í árlegri keppni Norrænna matreiðslu- og framreiðslunema sem haldin var í Drammen í Noregi að þessu sinni. Þá urðu íslensku keppendurnir í framreiðslu í öðru sæti. 17.4.2005 00:01 Flýja vegna hugsanlegs eldgoss Hundruð manna flýðu heimili sín í þorpum í hlíðum eldfjallsins Karthala á stærstu eyjunni í Kómoreyjaklasanum í dag eftir að svartur reykur liðaðist upp úr gíg fjallsins. Óttast er að fjallið fari að gjósa og að sögn yfirvalda á staðnum hefur jörð skolfið og sprungur myndast í fjallið í dag. 17.4.2005 00:01 Frímerki seld fyrir 120 milljónir Erlendir frímerkjasafnarar kaupa íslensk frímerki fyrir um 120 milljónir króna á ári. Níu starfsmenn vinna í sérstakri deild Íslandspóst sem þjónustar safnara. </font /></b /> 17.4.2005 00:01 Uppselt í lúxusferð Ingólfs Þau þrjátíu sæti sem voru í boði í mánaðarlanga hnattreisu með Ingólfi Guðbrandssyni í haust, seldust upp á kynningarfundi á fimmtudagskvöld. 17.4.2005 00:01 Fleiri látnir í rútuslysi Að minnsta kost tíu manns eru nú látnir eftir að rúta steyptist ofan í gil í Suðvestur-Sviss í morgun. Rútan var á leið frá Bern í Sviss til Genúa á Ítalíu þegar hún rann út af veginum milli Martigny og Sankti Bernhardsskarðs og féll um 150 metra, en mikil snjókoma var í héraðinu í nótt. Björgunarmenn og þyrlur áttu í erfiðleikum með að komast að rútunni bæði vegna legu hennar og veðurs, en 28 voru í rútunni, líklega flestir Svisslendingar. 17.4.2005 00:01 Sakar al-Qaida um mannrán í Madaen Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, sakar al-Qaida hryðjuverkasamtökin um að standa á bak við mannránið í bænum Madaen skammt frá Bagdad, en þar eru súnnítar sagðir halda allt að 150 sjítum. Allawi sagði í dag að með þessu reyndu hryðjuverkasamtökin að efna til trúabragðastríðs og koma í veg fyrir framfarir í landinu. 17.4.2005 00:01 Ríkið sé ekki í fjölmiðlarekstri Ungir sjálfstæðismenn hvetja til þess í ályktun sem þeir hafa sent frá sér að ríkið hætti afskiptum af fjölmiðlum. Þeir mótmæla því að á sama tíma og settar séu fram hugmyndir um að skerða möguleika á fjármögnun einkarekinna fjölmiðla með óviðunandi skilyrðum um eignaraðild að þeim liggi fyrir frumvarp sem tryggi Ríkisútvarpinu rétt til aukinna umsvifa á markaðnum og tryggi því meira fjármagn til reksturs úr vösum skattgreiðenda. 17.4.2005 00:01 Vandræði í Frakklandi vegna snjós 145 þúsund heimili í Suðaustur-Frakklandi eru án rafmagns eftir að rafmagnslínur skemmdust í mikilli ofankomu um helgina. Rafmagnsveitur hafa kallað út fimm hundruð manns til að gera við línurnar og búist er við að tvö til þrjú hundruð til viðbótar komi að verkinu. 17.4.2005 00:01 Veðjað á Ratzinger í veðbönkum Nú þegar aðeins tæpur sólarhringur er þangað til kardínálar kaþólsku kirkjunnar loka sig af í Sixtínsku kapellunni til að velja páfa keppast menn við að veðja um hver verði fyrir valinu. Ef mið er tekið af veðbönkum má búast við að hinn 78 ára Joseph Ratzinger, kardínáli frá Þýskalandi, verði kjörinn páfi. 17.4.2005 00:01 Rispaði bíla í þágu listarinnar Menn taka sér ýmislegt fyrir hendur í nafni listarinnar. Bretinn Mark McGowan hefur nú komist í fréttirnar fyrir heldur vafasamt uppátæki en hann rispaði lakkið á hátt í 50 bílum í Lundúnum og Glasgow með lykli í þágu listarinnar. Slík skemmdarverk á bílum eru ekki óalgeng nú til dags og segist McGowan einmitt hafa fengið hugmyndina þegar bíll systur hans var rispaður með þessum hætti. 17.4.2005 00:01 Biðjast ekki afsökunar á mótmælum Deilur Kínverja og Japana eru enn í hnút eftir fund utanríkisráðherra landanna í Peking í dag. Li Zhaoxing, utanríkisráðherra Kína, lýsti því yfir í dag að Kínverjar þyrftu ekki að biðjast afsökunar á mótmælum gegn japönskum stjórnvöldum í Kína undanfarnar þrjár helgar. Þar hafa æfir Kínverjar ætt um götur vog mótmælt nýrri japanskri kennslubók í sögu og segja að þar sé reynt að breiða yfir grimmdarverk Japana gagnvart Kínverjum í síðari heimsstyrjöldinni. 17.4.2005 00:01 Hjálparstarfsmaður lést í árás Þrír létust, þar á meðal starfsmaður mannúðarsamtaka, í sjálfsmorðssprengjuárás á herbílalest á hættulegasta vegi Íraks, veginum til alþjóðaflugvallarins í Bagdad. Hjáparstarfsmaðurinn, 27 ára bandarísk kona, var í bílalest á veginum þegar bílsprengja sprakk nærri bíl hennar með fyrrgreindum afleiðingum, en konan hafði bæði starfað í Írak og Afganistan. 17.4.2005 00:01 Wolfensohn til Miðausturlanda James Wolfensohn, fráfarandi forstjóri Alþjóðabankans og nýskipaður fulltrúi hins svokallaða kvartetts í Miðausturlöndum, hyggst heimsækja Ísrael og Palestínu í næstu viku. Frá þessu greindi hann í dag. Wolfensohn hefur m.a. verið falið að fylgjast með brottflutningi ísraelskra landnema frá Gasasvæðinu og þá hyggst hann beita sér fyrir efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu á svæðum Palestínumanna. 17.4.2005 00:01 Sex létust í átökum í Tógó Að minnsta kosti sex létust í átökum stuðningsmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í Lome, höfuðborg Afríkurríkisins Tógó, í gær. Þá slösuðust 150 á bardögunum sem blossuðu upp í kjölfar kosningafunda, en boðað hefur verið til þingkosninga í landinu eftir viku eftir þrýsting á alþjóðavettvangi. 17.4.2005 00:01 Rúta ofan í gljúfur í Sviss Tólf manns fórust og fimmtán slösuðust þegar rúta með 27 ferðamenn innanborðs rann 250 metra niður í gljúfur á svissneskum fjallavegi í gær. 17.4.2005 00:01 Vilja efla viðskiptin Leiðtogar Indlands og Pakistans samþykktu að efla viðskipti sín á milli á fundi sem var haldinn í Nýju Dehlí á Indlandi. 17.4.2005 00:01 Um sjö þúsund nýir félagar Ætla má að um sjö þúsund manns hafi skráð sig í Samfylkinguna áður en kjörskrá fyrir formannskosningarnar var lokað. Það þýðir að Samfylkingarmönnum hafi fjölgað um helming frá áramótum. Eftir því sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í <em>Silfri Egils</em> skráðu 3.154 sig í flokkinn á kosningaskrifstofu hennar, um tvö þúsund á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar og svipaður fjöldi á skrifstofu flokksins. 17.4.2005 00:01 Minnast 25 ára sjálfstæðisafmælis Stjórnvöld í Zimbabwe minnast þess í dag að 25 ár eru liðin síðan landið öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi. Mikil athöfn verður haldin á Rufaro-fótboltaleikvanginum þar sem sjálfstæði Rhódesíu var lýst yfir árið 1980 og nafni landsins breytt í Zimbabwe.. 17.4.2005 00:01 Fríar hringingar í heimasíma Fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone hefur hrundið af stað nýrri þjónustu sem nefnist Og1, sem stuðlar að lækkun á símakostnaði heimila. 17.4.2005 00:01 Páfakjör hefst á morgun Rottweiler guðs gæti orðið næsti páfi sé eitthvað að marka sögusagnir í Róm. Hundrað og fimmtán kardínálar eru leikmennirnir í valdatafli sem fram fer í Páfagarði milli íhaldssamra og frjálslyndari kaþólikka. 17.4.2005 00:01 60 ár liðin frá frelsun Hundruð manna sem komust lífs af úr "vinnubúðum" nasista í Ravensbrück, Bergen-Belsen, og Sachsenhausen í Þýskalandi, tóku þátt í minningarathöfn í gær í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að búðirnar voru leystar upp. 17.4.2005 00:01 Upplýsingar Vilhjálms hafa áhrif Upplýsingar Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar um örlög gyðinga í Danmörku hafa sífellt meiri áhrif. Nú hafa afkomendur gyðinga sem dönsk stjórnvöld vísuðu úr landi krafist opinberrar afsökunarbeiðni. 17.4.2005 00:01 Tókst á við hákarl og hafði betur Karlmennska eða fífldirfska er spurningin sem vaknar þegar brimbrettakappinn Simon Letch er annars vegar. Hann var á brettinu sínu skammt undan ströndum Bronte Beach í Sydney í Ástralíu í gær þegar hákarl réðst á hann. Letch barðist við tveggja metra langan hákarlinn og hafði betur. Hann lét lífsreynsluna ekki mikið á sig fá heldur fór heim og kom aftur hálftíma síðar með nýtt bretti og skellt sér í brimið. Hitt brettið hafði hákarlinn bitið í sundur. 17.4.2005 00:01 Ræða um viðbrögð við dólgslátum Forráðamenn Iceland Express ætla að ræða við yfirmenn Leifsstöðvar og Icelandair um hvernig koma megi í veg fyrir dólgslæti eins og urðu í vél félagsins á leið til Kaupmannahafnar í gær. Þrír voru handteknir við komuna þangað og verður málið væntanlega fært lögreglunni á Íslandi. 17.4.2005 00:01 Ástandið í Madain óljóst Helmingur gísla sem haldið var í bæ í Írak fékk frelsi að lokinni hernaðaraðgerð í dag. Hvorki íbúar né lögreglan í bænum kannast hins vegar við að nokkrum hafi verið rænt. 17.4.2005 00:01 Sakar Biblíufélagið um falsanir Guð er orðinn gamall og hallærislegur í augum þjóðkirkjunnar, segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum. Hann gagnrýnir harðlega Hið íslenska Biblíufélag fyrir að falsa ritningarnar í nýrri þýðingu og segir ýmsa vilja koma að nýrri útgáfu þar sem Guðs orð fái að njóta sannmælis. 17.4.2005 00:01 Stefnir borginni vegna málverka Barnabarn Jóhannesar Kjarvals hefur stefnt Reykjavíkurborg fyrir að hafa tekið yfir fimm þúsund verk meistarans ófrjálsri hendi. Málið verður þingfest eftir helgi. 17.4.2005 00:01 Ótrúlegur bati eftir aðgerð Bati fertugrar einstæðrar, þriggja barna móður sem greindist með illkynja æxli í spjaldhryggnum á síðasta ári þykir ótrúlegur. Spjaldhryggurinn var tekinn úr Borghildi Svavarsdóttur og er hún fyrsti Íslendingurinn sem gengst undir slíka aðgerð. 17.4.2005 00:01 Á höttunum eftir spurningaliði Framhaldsskólarnir keppa um hylli greindustu grunnskólanemendanna. Á heimasíðu pilts úr sigurliði Hagaskóla í spurningakeppni grunnskólanna segir að piltar tengdir spurningaliði Verzlunarskóla Íslands hafi boðið þeim í heimsókn. 17.4.2005 00:01 Bitist um Kjarvalsverkin Mál Ingimundar Kjarval gegn Reykjavíkurborg verður þingfest í héraðsdómi á morgun. Borginni er gefið að sök að hafa sölsað undir sig yfir 5.000 verk Jóhannesar Kjarval í trássi við erfingja hans. 17.4.2005 00:01 Hreyfilistaverk frumsýnt í húsi OR Þvottavélatromlur, keilur, GSM-símar, steinull, svampur, klósettpappír og reiðhjólagjarðir voru meðal þess sem gekk í endurnýjun lífdaga í hreyfilistaverki sem frumsýnt var í Orkuveitu Reykjavíkur í dag. Bandaríski myndlistarmaðurinn Arthur Ganson vann verkið með hópi íslenskra barna. Hann heillaðist af hugmyndaauðgi barnanna. 17.4.2005 00:01 Bæði hvatt til sparnaðar og eyðslu Á sama tíma og Landsbankinn ýtir undir aukinn sparnað landsmanna hvetur hann þá til að eyða meiru og jafnvel taka lán til að fara í ferðalög og kaupa sumarhús. Framkvæmdastjóri markaðssviðs bankans viðurkennir að ef til vill sé of langt gengið að hvetja menn til að taka ferðalán. 17.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Erill hjá lögreglunni í nótt Svo virðist sem rigningarsuddinn hafi farið illa í þá sem voru að skemmta sér í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt. Töluverður erill var hjá lögreglu vegna ölvunarláta fólks og mörgum var laus höndin. Um eittleytið var einn maður fluttur á slysadeild eftir átök við skemmtistaðinn Broadway og um svipað leyti var ráðist á dyravörð á Kringlukránni og gleraugu hans brotin. 17.4.2005 00:01
Réttindalaus á ofsahraða Ökumaður reyndi að komast undan lögreglumönnum um fjögurleytið í nótt, en hann ók á ofsahraða eftir Kringlumýrarbrautinn en eftir eftirför í einhvern tíma lauk ökuferð hans í Miðtúninu. Kom þá í ljós að ökumaðurinn var án réttinda, hafði verið sviptur þeim fyrr og brást við með hraðakstri og undanbrögðum þegar hann mætti lögreglubíl. 17.4.2005 00:01
Kosið um sjálfstæðishugmyndir Þingkosningar fara í dag fram í Baskalandi á Spáni. Litið er á kosningarnar sem mælikvarða á stuðning við hugmyndir sitjandi forsætisráðherra Baskalands, en þær gera meðal annars ráð fyrir því sem í raun er sjálfstæði. Juan Jose Ibarretxe, forsætisráðherra, segir að gengju hugmyndirnar í gegn þýddi það endalok átaka aðskilnaðarsinna en stjórnvöld í Madríd hafna hugmyndunum með öllu og segja þær brot á stjórnarskrá Spánar. 17.4.2005 00:01
Grönduðu fimm olíuflutningabílum Sprengja, sem talibanar komu fyrir, grandaði fimm olíuflutningabílum og særði þrjá ökumenn þeirra í Afganistan í morgun. Árásin var gerð skammt frá flugherstöð í Kandahar en þar er stærsta herstöð Bandaríkjanna í suðurhluta landsins. 17.4.2005 00:01
Reynir að bæta samskiptin Utanríkisráðherra Japans flaug í morgun til Kína til að koma á framfæri hörðum mótmælum japanskra stjórnvalda vegna róstursamra mótmæla og skemmdarverka á eigum Japana í Kína undanfarið. Hann vonast einnig til þess að geta lægt öldurnar nokkuð, en Kínverjar eru æfir vegna þess sem þeir segja tilraun Japana til að breiða yfir eigin grimmdarverk í seinni heimsstyrjöldinni. 17.4.2005 00:01
Gripinn í baði í ókunnugu húsi Japanskur lögreglumaður er í vandræðum eftir að hann kom heim eftir drykkjukvöld og hlammaði sér í baðkarið. Hann var handtekinn í baðinu þar sem í ljós kom að hann var alls ekki heima hjá sér heldur í baði í húsi skammt frá heimilinu. Hann var svo drukkinn að hann fór húsavillt og baðkaravillt. 17.4.2005 00:01
Minnast frelsunar í Þýskalandi Þúsundir manna sem lifðu af vistina í þremur þrælkunarbúðum nasista í Þýskalandi minnast þess um helgina að sextíu ár eru síðan þeir voru frelsaðir. Minningarathafnir hafa verið og verða haldnar í Ravensbruck, Bergen-Belsen og Sachsenhausen þar sem búðirnar voru, en tugir þúsunda, þar á meðal konur og börn, létust þar í síðari heimsstyrjöldinni af völdum hungurs, sjúkdóma, ofþreytu og í læknatilraunum. 17.4.2005 00:01
Gerðu árangurslaust áhlaup Hundruð írakskra og bandarískra hermanna gerðu í morgun áhlaup á bæ skammt frá Bagdad í von um að frelsa þar á annað hundrað gísla sem eru í haldi mannræningja. 17.4.2005 00:01
Samskiptin ekki stirðari í áratugi Samskipti stórveldanna í Asíu, Kína og Japans, eru nú verri en verið hefur um áratugaskeið. Japanar krefjast aðgerða og Kínverjar segjast ekki þurfa að biðjast afsökunar á neinu. 17.4.2005 00:01
Fjórir látnir í rútuslysi í Sviss Fjórir hið minnsta fórust þegar hópferðabíll steyptist niður í gljúfur í Suðvestur-Sviss í morgun. 28 farþegar voru í bílnum þegar hann rann út af veginum á milli Martigny og Sankti Bernharðsskarðs. Fjöldi fólks er slasaður en hópferðabíllinn steyptist niður hundrað og fimmtíu metra. 17.4.2005 00:01
Blair víki á næsta kjörtímabili Enginn annar kemur til greina sem eftirmaður Tonys Blairs en Gordon Brown og Blair ætlar að víkja fyrir honum á næsta kjörtímabili. Þetta fullyrða breskir fjölmiðlar í dag. 17.4.2005 00:01
Aðskilnaður eður ei í Baskalandi Aðskilnaður eður ei er spurningin sem kjósendur í Baskalandi á Spáni svara að líkindum í þingkosningum sem fram fara í dag. 17.4.2005 00:01
Einn af sexmenningunum handtekinn Sex farþegar í morgunvél Iceland Express til Kaupmannahafnar í gær voru færðir lögreglu við komuna til Kastrup-flugvallar vegna mikilla óláta um borð. Einn karlmaður var svo handtekinn. Fólkið, tvær konur og fjórir karlar, var að ferðast saman en þegar um borð í vélina var komið hótuðu þau hvort öðru og áhöfninni líkamsmeiðingum. 17.4.2005 00:01
Sigursælir nemar í matreiðslu Íslenskir matreiðslunemar sigruðu í árlegri keppni Norrænna matreiðslu- og framreiðslunema sem haldin var í Drammen í Noregi að þessu sinni. Þá urðu íslensku keppendurnir í framreiðslu í öðru sæti. 17.4.2005 00:01
Flýja vegna hugsanlegs eldgoss Hundruð manna flýðu heimili sín í þorpum í hlíðum eldfjallsins Karthala á stærstu eyjunni í Kómoreyjaklasanum í dag eftir að svartur reykur liðaðist upp úr gíg fjallsins. Óttast er að fjallið fari að gjósa og að sögn yfirvalda á staðnum hefur jörð skolfið og sprungur myndast í fjallið í dag. 17.4.2005 00:01
Frímerki seld fyrir 120 milljónir Erlendir frímerkjasafnarar kaupa íslensk frímerki fyrir um 120 milljónir króna á ári. Níu starfsmenn vinna í sérstakri deild Íslandspóst sem þjónustar safnara. </font /></b /> 17.4.2005 00:01
Uppselt í lúxusferð Ingólfs Þau þrjátíu sæti sem voru í boði í mánaðarlanga hnattreisu með Ingólfi Guðbrandssyni í haust, seldust upp á kynningarfundi á fimmtudagskvöld. 17.4.2005 00:01
Fleiri látnir í rútuslysi Að minnsta kost tíu manns eru nú látnir eftir að rúta steyptist ofan í gil í Suðvestur-Sviss í morgun. Rútan var á leið frá Bern í Sviss til Genúa á Ítalíu þegar hún rann út af veginum milli Martigny og Sankti Bernhardsskarðs og féll um 150 metra, en mikil snjókoma var í héraðinu í nótt. Björgunarmenn og þyrlur áttu í erfiðleikum með að komast að rútunni bæði vegna legu hennar og veðurs, en 28 voru í rútunni, líklega flestir Svisslendingar. 17.4.2005 00:01
Sakar al-Qaida um mannrán í Madaen Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, sakar al-Qaida hryðjuverkasamtökin um að standa á bak við mannránið í bænum Madaen skammt frá Bagdad, en þar eru súnnítar sagðir halda allt að 150 sjítum. Allawi sagði í dag að með þessu reyndu hryðjuverkasamtökin að efna til trúabragðastríðs og koma í veg fyrir framfarir í landinu. 17.4.2005 00:01
Ríkið sé ekki í fjölmiðlarekstri Ungir sjálfstæðismenn hvetja til þess í ályktun sem þeir hafa sent frá sér að ríkið hætti afskiptum af fjölmiðlum. Þeir mótmæla því að á sama tíma og settar séu fram hugmyndir um að skerða möguleika á fjármögnun einkarekinna fjölmiðla með óviðunandi skilyrðum um eignaraðild að þeim liggi fyrir frumvarp sem tryggi Ríkisútvarpinu rétt til aukinna umsvifa á markaðnum og tryggi því meira fjármagn til reksturs úr vösum skattgreiðenda. 17.4.2005 00:01
Vandræði í Frakklandi vegna snjós 145 þúsund heimili í Suðaustur-Frakklandi eru án rafmagns eftir að rafmagnslínur skemmdust í mikilli ofankomu um helgina. Rafmagnsveitur hafa kallað út fimm hundruð manns til að gera við línurnar og búist er við að tvö til þrjú hundruð til viðbótar komi að verkinu. 17.4.2005 00:01
Veðjað á Ratzinger í veðbönkum Nú þegar aðeins tæpur sólarhringur er þangað til kardínálar kaþólsku kirkjunnar loka sig af í Sixtínsku kapellunni til að velja páfa keppast menn við að veðja um hver verði fyrir valinu. Ef mið er tekið af veðbönkum má búast við að hinn 78 ára Joseph Ratzinger, kardínáli frá Þýskalandi, verði kjörinn páfi. 17.4.2005 00:01
Rispaði bíla í þágu listarinnar Menn taka sér ýmislegt fyrir hendur í nafni listarinnar. Bretinn Mark McGowan hefur nú komist í fréttirnar fyrir heldur vafasamt uppátæki en hann rispaði lakkið á hátt í 50 bílum í Lundúnum og Glasgow með lykli í þágu listarinnar. Slík skemmdarverk á bílum eru ekki óalgeng nú til dags og segist McGowan einmitt hafa fengið hugmyndina þegar bíll systur hans var rispaður með þessum hætti. 17.4.2005 00:01
Biðjast ekki afsökunar á mótmælum Deilur Kínverja og Japana eru enn í hnút eftir fund utanríkisráðherra landanna í Peking í dag. Li Zhaoxing, utanríkisráðherra Kína, lýsti því yfir í dag að Kínverjar þyrftu ekki að biðjast afsökunar á mótmælum gegn japönskum stjórnvöldum í Kína undanfarnar þrjár helgar. Þar hafa æfir Kínverjar ætt um götur vog mótmælt nýrri japanskri kennslubók í sögu og segja að þar sé reynt að breiða yfir grimmdarverk Japana gagnvart Kínverjum í síðari heimsstyrjöldinni. 17.4.2005 00:01
Hjálparstarfsmaður lést í árás Þrír létust, þar á meðal starfsmaður mannúðarsamtaka, í sjálfsmorðssprengjuárás á herbílalest á hættulegasta vegi Íraks, veginum til alþjóðaflugvallarins í Bagdad. Hjáparstarfsmaðurinn, 27 ára bandarísk kona, var í bílalest á veginum þegar bílsprengja sprakk nærri bíl hennar með fyrrgreindum afleiðingum, en konan hafði bæði starfað í Írak og Afganistan. 17.4.2005 00:01
Wolfensohn til Miðausturlanda James Wolfensohn, fráfarandi forstjóri Alþjóðabankans og nýskipaður fulltrúi hins svokallaða kvartetts í Miðausturlöndum, hyggst heimsækja Ísrael og Palestínu í næstu viku. Frá þessu greindi hann í dag. Wolfensohn hefur m.a. verið falið að fylgjast með brottflutningi ísraelskra landnema frá Gasasvæðinu og þá hyggst hann beita sér fyrir efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu á svæðum Palestínumanna. 17.4.2005 00:01
Sex létust í átökum í Tógó Að minnsta kosti sex létust í átökum stuðningsmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í Lome, höfuðborg Afríkurríkisins Tógó, í gær. Þá slösuðust 150 á bardögunum sem blossuðu upp í kjölfar kosningafunda, en boðað hefur verið til þingkosninga í landinu eftir viku eftir þrýsting á alþjóðavettvangi. 17.4.2005 00:01
Rúta ofan í gljúfur í Sviss Tólf manns fórust og fimmtán slösuðust þegar rúta með 27 ferðamenn innanborðs rann 250 metra niður í gljúfur á svissneskum fjallavegi í gær. 17.4.2005 00:01
Vilja efla viðskiptin Leiðtogar Indlands og Pakistans samþykktu að efla viðskipti sín á milli á fundi sem var haldinn í Nýju Dehlí á Indlandi. 17.4.2005 00:01
Um sjö þúsund nýir félagar Ætla má að um sjö þúsund manns hafi skráð sig í Samfylkinguna áður en kjörskrá fyrir formannskosningarnar var lokað. Það þýðir að Samfylkingarmönnum hafi fjölgað um helming frá áramótum. Eftir því sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í <em>Silfri Egils</em> skráðu 3.154 sig í flokkinn á kosningaskrifstofu hennar, um tvö þúsund á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar og svipaður fjöldi á skrifstofu flokksins. 17.4.2005 00:01
Minnast 25 ára sjálfstæðisafmælis Stjórnvöld í Zimbabwe minnast þess í dag að 25 ár eru liðin síðan landið öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi. Mikil athöfn verður haldin á Rufaro-fótboltaleikvanginum þar sem sjálfstæði Rhódesíu var lýst yfir árið 1980 og nafni landsins breytt í Zimbabwe.. 17.4.2005 00:01
Fríar hringingar í heimasíma Fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone hefur hrundið af stað nýrri þjónustu sem nefnist Og1, sem stuðlar að lækkun á símakostnaði heimila. 17.4.2005 00:01
Páfakjör hefst á morgun Rottweiler guðs gæti orðið næsti páfi sé eitthvað að marka sögusagnir í Róm. Hundrað og fimmtán kardínálar eru leikmennirnir í valdatafli sem fram fer í Páfagarði milli íhaldssamra og frjálslyndari kaþólikka. 17.4.2005 00:01
60 ár liðin frá frelsun Hundruð manna sem komust lífs af úr "vinnubúðum" nasista í Ravensbrück, Bergen-Belsen, og Sachsenhausen í Þýskalandi, tóku þátt í minningarathöfn í gær í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að búðirnar voru leystar upp. 17.4.2005 00:01
Upplýsingar Vilhjálms hafa áhrif Upplýsingar Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar um örlög gyðinga í Danmörku hafa sífellt meiri áhrif. Nú hafa afkomendur gyðinga sem dönsk stjórnvöld vísuðu úr landi krafist opinberrar afsökunarbeiðni. 17.4.2005 00:01
Tókst á við hákarl og hafði betur Karlmennska eða fífldirfska er spurningin sem vaknar þegar brimbrettakappinn Simon Letch er annars vegar. Hann var á brettinu sínu skammt undan ströndum Bronte Beach í Sydney í Ástralíu í gær þegar hákarl réðst á hann. Letch barðist við tveggja metra langan hákarlinn og hafði betur. Hann lét lífsreynsluna ekki mikið á sig fá heldur fór heim og kom aftur hálftíma síðar með nýtt bretti og skellt sér í brimið. Hitt brettið hafði hákarlinn bitið í sundur. 17.4.2005 00:01
Ræða um viðbrögð við dólgslátum Forráðamenn Iceland Express ætla að ræða við yfirmenn Leifsstöðvar og Icelandair um hvernig koma megi í veg fyrir dólgslæti eins og urðu í vél félagsins á leið til Kaupmannahafnar í gær. Þrír voru handteknir við komuna þangað og verður málið væntanlega fært lögreglunni á Íslandi. 17.4.2005 00:01
Ástandið í Madain óljóst Helmingur gísla sem haldið var í bæ í Írak fékk frelsi að lokinni hernaðaraðgerð í dag. Hvorki íbúar né lögreglan í bænum kannast hins vegar við að nokkrum hafi verið rænt. 17.4.2005 00:01
Sakar Biblíufélagið um falsanir Guð er orðinn gamall og hallærislegur í augum þjóðkirkjunnar, segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum. Hann gagnrýnir harðlega Hið íslenska Biblíufélag fyrir að falsa ritningarnar í nýrri þýðingu og segir ýmsa vilja koma að nýrri útgáfu þar sem Guðs orð fái að njóta sannmælis. 17.4.2005 00:01
Stefnir borginni vegna málverka Barnabarn Jóhannesar Kjarvals hefur stefnt Reykjavíkurborg fyrir að hafa tekið yfir fimm þúsund verk meistarans ófrjálsri hendi. Málið verður þingfest eftir helgi. 17.4.2005 00:01
Ótrúlegur bati eftir aðgerð Bati fertugrar einstæðrar, þriggja barna móður sem greindist með illkynja æxli í spjaldhryggnum á síðasta ári þykir ótrúlegur. Spjaldhryggurinn var tekinn úr Borghildi Svavarsdóttur og er hún fyrsti Íslendingurinn sem gengst undir slíka aðgerð. 17.4.2005 00:01
Á höttunum eftir spurningaliði Framhaldsskólarnir keppa um hylli greindustu grunnskólanemendanna. Á heimasíðu pilts úr sigurliði Hagaskóla í spurningakeppni grunnskólanna segir að piltar tengdir spurningaliði Verzlunarskóla Íslands hafi boðið þeim í heimsókn. 17.4.2005 00:01
Bitist um Kjarvalsverkin Mál Ingimundar Kjarval gegn Reykjavíkurborg verður þingfest í héraðsdómi á morgun. Borginni er gefið að sök að hafa sölsað undir sig yfir 5.000 verk Jóhannesar Kjarval í trássi við erfingja hans. 17.4.2005 00:01
Hreyfilistaverk frumsýnt í húsi OR Þvottavélatromlur, keilur, GSM-símar, steinull, svampur, klósettpappír og reiðhjólagjarðir voru meðal þess sem gekk í endurnýjun lífdaga í hreyfilistaverki sem frumsýnt var í Orkuveitu Reykjavíkur í dag. Bandaríski myndlistarmaðurinn Arthur Ganson vann verkið með hópi íslenskra barna. Hann heillaðist af hugmyndaauðgi barnanna. 17.4.2005 00:01
Bæði hvatt til sparnaðar og eyðslu Á sama tíma og Landsbankinn ýtir undir aukinn sparnað landsmanna hvetur hann þá til að eyða meiru og jafnvel taka lán til að fara í ferðalög og kaupa sumarhús. Framkvæmdastjóri markaðssviðs bankans viðurkennir að ef til vill sé of langt gengið að hvetja menn til að taka ferðalán. 17.4.2005 00:01