Erlent

Tókst á við hákarl og hafði betur

Karlmennska eða fífldirfska er spurningin sem vaknar þegar brimbrettakappinn Simon Letch er annars vegar. Hann var á brettinu sínu skammt undan ströndum Bronte Beach í Sydney í Ástralíu í gær þegar hákarl réðst á hann. Letch barðist við tveggja metra langan hákarlinn og hafði betur. Hann lét lífsreynsluna ekki mikið á sig fá heldur fór heim og kom aftur hálftíma síðar með nýtt bretti og skellt sér í brimið. Hitt brettið hafði hákarlinn bitið í sundur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×