Erlent

Hjálparstarfsmaður lést í árás

Þrír létust, þar á meðal starfsmaður mannúðarsamtaka, í sjálfsmorðssprengjuárás á herbílalest á hættulegasta vegi Íraks, veginum til alþjóðaflugvallarins í Bagdad. Hjáparstarfsmaðurinn, 27 ára bandarísk kona, var í bílalest á veginum þegar bílsprengja sprakk nærri bíl hennar með fyrrgreindum afleiðingum, en konan hafði bæði starfað í Írak og Afganistan. Hún hafði m.a. unnið að því að kanna áhrif átakanna á samfélögin og að því að fá bætur fyrir aðstendur fórnarlamba í styrjöldunum. Fimm særðust í tilræðinu og voru þeir fluttir á hersjúkrahús Bandaríkjamanna í Bagdad.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×