Fleiri fréttir Kjörfundur hefst í Páfagarði Kardínálarnir 115, sem kjósa munu arftaka Jóhannesar Páls II páfa, tíndust í gær með persónulegar föggur og hver sína sýn á framtíð kaþólsku kirkjunnar inn á hótelið í Páfagarði, næst Sixtínsku kapellunni, þar sem þeir munu sitja á rökstólum bak við luktar dyr næstu sólarhringana. 17.4.2005 00:01 Algjör viðsnúningur ráðuneytisins Bæjarstjórar spyrna við fótum vegna fyrirætlana um sameiningu heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherra segir málið í kynningu og telur að þjónusta heilsugæslunnar ætti að batna í kjölfarið. </font /></b /> 17.4.2005 00:01 Þjóðernissinnar sigra í Baskalandi Flokkur þjóðernissinna í Baskalandi, sem stefna að því að ná samkomulagi við Spánarstjórn um aukin sjálfstjórnarréttindi héraðsins, virtist hafa unnið sigur í kosningum þar í gær, án þess þó að ná hreinum meirihluta á héraðsþinginu. 17.4.2005 00:01 Huga þarf að heimildum í lögum Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig í fyrirætlunum um að koma upp "svörtum lista" yfir flugdólga. Hún segir þó ekkert koma í veg fyrir að flugfélög komi sér upp slíkum lista.<b> </font /> </b> 17.4.2005 00:01 Á ekki heima með föndrinu Í burðarliðnum er sýning á málverkum Halldórs G. Dungals, sem verið hefur blindur í fimm ár. Verkin eru ný, máluð eftir að hann missti sjónina. 17.4.2005 00:01 Talat nýr forseti Kýpur-Tyrkja Kýpur-Tyrkir kusu í gær nýjan forseta lýðveldis síns, sem Tyrkland, eitt ríkja heims, viðurkennir sem sjálfstætt ríki. Sigurvegarinn er Mehmet Ali Talat, en hann hefur það á stefnuskránni að sjá til þess að hinn tyrkneski hluti eyjarinnar fái líka aðild að Evrópusambandinu eins og gríski suðurhlutinn. 17.4.2005 00:01 Kínverjar og Japanar kljást Kínverski utanríkisráðherrann Li Zhaoxing tjáði japönskum starfsbróður sínum í gær að kínversk stjórnvöld hefðu ekkert að biðjast afsökunar á, en japanskir ráðamenn hafa farið fram á að kínversk stjórnvöld biðji Japana afsökunar á and-japanskri múgæsingu í Kína. 17.4.2005 00:01 Haider kjörinn formaður nýs flokks Austurríski popúlistinn Jörg Haider var í gær kjörinn formaður nýs stjórnmálaflokks sem vill vera meiri miðjuflokkur en Frelsisflokkurinn, sem Haider fór lengi fyrir en hann yfirgaf í byrjun þessa mánaðar. 17.4.2005 00:01 Kasparov barinn með taflborði Garry Kasparov, besti skákmaður heims um rúmra tveggja áratuga skeið, var barinn í höfuðið með taflborði á samkomu í Moskvu. Kasparov slapp við meiðsl en var brugðið og sagði atvikið til komið vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. 17.4.2005 00:01 Efla uppbyggingu háhraðanets Heimili, fyrirtæki og stofnanir verða öll komin með möguleika á háhraðatengingum fyrir lok næsta árs samkvæmt fjarskiptaáætlun samgönguráðherra. Efla á háhraðatengingarnar á næstu árum þannig að árið 2010 verði hraðinn í fastneti að lágmarki 100 megabæt á sekúndu og eitt megabæt til notanda í farnetum. 17.4.2005 00:01 Styttist í nýtt blað Undirbúningur að stofnun nýs blaðs er langt kominn og viðbúið að áform væntanlegra útgefenda verði kynnt innan skamms. 17.4.2005 00:01 40 kvenráðherrar til Íslands Kvenkyns menntamálaráðherrar hvaðanæva að úr heiminum hittast í Reykjavík í lok ágúst til að ræða þau margvíslegu vandamál sem kvenráðherrar um heim allan standa frammi fyrir. Gera má ráð fyrir að um 40 ráðherrar komi til landsins af þessu tilefni. 17.4.2005 00:01 Fjórar líkamsárásir á einni nóttu Óvenju mikilll erill var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. 17.4.2005 00:01 Landsvirkjun virkjar í Albaníu Landsvirkjun áformar að reisa 70 megavatta vatnsaflsvirkjun í Albaníu. Samningsdrög við þarlend stjórnvöld liggja fyrir en albanska þingið á eftir að leggja blessun sína yfir framkvæmdina. Framkvæmdirnar munu taka um þrjú ár og er kostnaður við þær áætlaður 8-9 milljarðar króna. 17.4.2005 00:01 Óskað eftir skýringum Mannréttindadómstóll Evrópu hefur farið þess á leit við íslenska ríkið að það skili greinargerð um mál karlmanns sem var dæmdur fyrir að verða barni að bana með því að hrista það. Maðurinn var dæmdur til fangelsisvistar eftir að barn sem hann og kona hans höfðu í umsjá sinni lést. 17.4.2005 00:01 Yfir fimmtíu óku of hratt Mikil umferð var um Blönduós um helgina og hafði lögreglan á svæðinu varla undan við að stoppa ökumenn fyrir hraðakstur. "Fólk verður að fara að gera sér grein fyrir því á hvaða svæði það er að keyra," segir Vilhjálmur Stefánsson, lögreglumaður á Blönduósi. "Það er að keyra á besta hraðahindrunarsvæði landsins." 17.4.2005 00:01 Berlusconi hótar að rjúfa þing Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hótar að rjúfa þing og efna til nýrra þingkosninga takist ekki að halda ríkisstjórn hans starfhæfri. Í gær hætti einn flokkur stjórnarsamstarfinu og leiðtogar annars stjórnarflokks hafa lýst þeirri skoðun sinni að efna beri til nýrra kosninga í ljósi hörmulegs gengis stjórnarflokkanna í héraðskosningum fyrir viku. 16.4.2005 00:01 Braut rúðu í lögreglubíl Maður braut afturrúðu í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í nótt eftir að hafa kastað flösku í bílinn. Tveir lögreglumenn voru í bílnum en sakaði hvorugan þeirra. Maðurinn hljóp á brott og náðist hann ekki. Biður lögreglan þá sem urðu vitni að atburðinum að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. 16.4.2005 00:01 Auka kvóta úr sameiginlegum stofni Sjávarútvegsráðherra ákvað í gær einhliða að auka kvóta íslenskra skipa til veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Fá íslensku skipin á þessu ári að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld. Ekki náðist samkomulag við Norðmenn um veiðarnar og hafa báðar þjóðir því í reynd tekið einhliða ákvörðun í málinu. 16.4.2005 00:01 Össur og Ingibjörg á Akureyri Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru á meðal ræðumanna á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins á Akureyri í hádeginu. Fundurinn ber yfirskriftina <em>Ekki gera eins og mamma þín segir þér!</em> - klár tilvísun í þá félaga Karíus og Baktus. Þetta er í fyrsta sinn sem þau Ingibjörg og Össur mæta á sameiginlegan fund frá því að baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni tók að harðna. 16.4.2005 00:01 Áfram mótmæli gegn Japan í Kína „Japanskir innrásarhermenn deyi!“ hrópuðu þúsundir æstra mótmælenda í austurhluta Kína í morgun. Þeir köstuðu grjóti og flöskum að japönsku ræðismannsskrifstofunni í Shanghai. Stjórnvöld virðast hins vegar ekki lengur jafn ánægð með mótmælin. Þau vöruðu meðal annars námsmenn við að taka þátt í þeim og óeirðalögregla stöðvaði mótmæli í Guanhzhou og Chongqing. 16.4.2005 00:01 Rafmagnstruflanir á Vesturlandi Rafmagnstruflanir hafa verið á Vesturlandi í morgun og fór rafmagn af í Kjósinni klukkan 10 í morgun. Vinnuflokkur RARIK frá Borgarnesi hefur hafið vinnu við bilanaleit. 16.4.2005 00:01 Hart tekið á klámmyndasendingum Hver sá sem dreifir klámmyndum um farsíma má eiga von á allt að þúsund svipuhöggum, tólf ára fangelsi og tæplega tveggja milljóna króna sekt, nái lagafrumvarp fram að ganga í Sádi-Arabíu. Frumvarpið var lagt fram eftir að þrír karlmenn voru dæmdir til þess að þola tólf hundruð svipuhögg og sitja af sér fangelsisdóm fyrir að taka upp nauðgun með farsímamyndavél og senda vinum sínum. 16.4.2005 00:01 Hvalfjarðargöng lokuð til þrjú Hvalfjarðargöngin verða lokuð í dag til klukkan þrjú vegna almannavarnaæfingar. Hægt verður að aka fyrir Hvalfjörðinn eins og aðra daga. 16.4.2005 00:01 Vanhanen í framboð til forseta Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, lýsti því yfir í dag að hann hygðist bjóða sig fram til forseta landsins í kosningum í byrjun næsta árs. Frá þessu greinir finnska fréttastofan STT. Vanhanen hefur setið í stóli forsætisráðherra í tvö ár en samkvæmt STT mun hann hafa tjáð flokksfélögunum sínum í Miðjuflokknum að hann vilji fremur gegna forsetaembættinu sem er æðsta og virtasta embætti landsins. 16.4.2005 00:01 Sextíu manns í gíslingu í Írak Mannræningjar í Írak halda sextíu manns í gíslingu skammt frá Bagdad og hóta að drepa alla gíslanna yfirgefa ekki allir sjítar svæðið þegar í stað. 16.4.2005 00:01 Innanlandsflug liggur niðri Allt innanlandsflug liggur niðri frá Reykjavíkurflugvelli vegna veðurs og á næst að athuga með flug klukkan hálftvö. 16.4.2005 00:01 Óttast að mótmæli fari úr böndunum „Japanskir innrásarhermenn deyi!“ hrópuðu þúsundir æstra mótmælenda í austurhluta Kína í morgun. Kínversk stjórnvöld virðast nú hafa af því nokkrar áhyggjur af mótmælin geti farið úr böndunum. 16.4.2005 00:01 Vísar ábyrgðinni annað Bandaríkjamenn og Bretar bera stóran hluta ábyrgðarinnar á því að Saddam Hussein gat smyglað olíu og stórgrætt á því, segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. 16.4.2005 00:01 Æfa viðbrögð við hópslysi Fjölmenn almannavarnaæfing hefur staðið yfir í Hvalfjarðargöngunum frá því snemma í morgun og er göngunum lokað af þeim sökum. Marinó Tryggvason öryggisfulltrúi Spalar segir afar mikilvægt að fá tækifæri til að æfa viðbrögð yrði hópslys í göngunum. 16.4.2005 00:01 Miklir þurrkar í Portúgal Miklir þurrkar hafa verið í Portúgal síðustu mánuði og hefur vatnsbúskapur landsins ekki verið lakari í aldarfjórðung. Þurrkarnir hafa áhrif á yfir helming landsins og segir Veðurstofa Portúgals að úrkoma frá því október í fyrra sé innan við 65 prósent af meðaltalsúrkomu á sama tímabili á árunum 1961-1990. 16.4.2005 00:01 Tvíburar í æðstu embætti Póllands? Svo gæti farið að eineggja tvíburar settust í sæti forseta og forsætisráðherra Póllands á þessu ári, en þá eiga að fara fram bæði þing- og forsetakosningar. Bræðurnir Jaroslaw og og Lech Kaczynski hafa látið mikið að sér kveða í pólskum stjórnmálum að undanförnu. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í gær nýtur íhaldsflokkur, sem Jaroslaw fer fyrir, mest fylgis allra flokka og því gæti hann hugsanlega sest í forsætisráðherrastól eftir kosningar. 16.4.2005 00:01 Sjö létust í árás á veitingahús Sjö manns - fimm óbreyttir borgarar og tveir lögreglumenn - létust í sprengjuárás á vinsælan veitingastað í Baquba í Írak um hádegi í dag. Fimm slösuðust í árásinni, en veitingastaðurinn var þéttsetinn þegar sprengjan sprakk. Árásum á lögreglu og borgara í Írak hefur fjölgað aftur undanfarna daga eftir að dregið hafði úr þeim í kjölfar þingkosninga í landinu í lok janúar. 16.4.2005 00:01 Björn fagnar áræði Agnesar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vonar að Agnes Bragadóttir blaðamaður og félagar hennar hafi erindi sem erfiði í baráttu sinni fyrir því að almenningur eignist sem stærstan hlut í Símanum. Þetta segir Björn á heimasíðu sinni í dag og fagnar áræði Agnesar sem og dugnaði. 16.4.2005 00:01 Háhraðavæðing fyrir árið 2007 Fjarskiptaáætlun fyrir tímabilið 2005-2010 gerir ráð fyrir að öll heimili, stofnanir og fyrirtæki landsins verði orðin háhraðavædd fyrir árið 2007 sem muni skipa Íslandi í fremstu röð þjóða í upplýsingatækni. Áætlunin gerir ráð fyrir að ein sjónvarpsstöð hið minnsta verði send stafrænt út um gervihnött fyrir landið allt og næstu mið strax á þessu ári og að í boði verði stafrænt sjónvarp um háhraðanet. 16.4.2005 00:01 Gagnrýna lóðaútdrátt í Lamabaseli Niðurstöður happadrættisins um lóðirnar 30 í Lambaselinu í Reykjavík sem fram fór á fimmtudag eru stórlega dregnar í efa í grein sem birtist á <em>Vefþjóðviljanum</em> í dag. Greinarhöfundar benda á að umsókn númer 545 var dregin út í 14. drætti og umsókn númer 546 í 15. drætti. Þykir þeim ólíklegt að tvær samliggjandi umsóknir úr svo stórum bunka séu dregnar út í röð. 16.4.2005 00:01 Arabar og lögregla tókust á í Íran Að minnsta kosti einn lést í átökum araba og öryggissveita í borginni Ahvaz í suðurvesturhluta Írans í dag. Samkvæmt IRNA-fréttastofunni gengu arabar, sem eru minnihlutahópur í Íran, um götur borgarinnar og létu ófriðlega en lögregla svaraði þeim með því að skjóta á hópinn og beita táragasi. Talið er að arabarnir hafi verið að berjast fyrir sjálfstæði Khuzestan-héraðs sem hefur að geyma margar af bestu olíulindum Írans. 16.4.2005 00:01 Margrét Danadrottning 65 ára Margrét Þórhildur Danadrottning fagnar í dag 65 ára afmæli sínu. Hún tók við heillaóskum frá þegnum sínum í dag þegar hún kom ásamt manni sínum Hinriki prins, syninum Jóakim og sonarsonunum Nikolaj og Felix út á svalir Amalienborgar. Þúsundir voru saman komnar á torginu við höllina í góðu veðri og veifuðu dönskum fánum og var konungsfjölskyldan klöppuð fram á svalirnar í þrígang. 16.4.2005 00:01 Elur barn í galleríi Par í Þýsklandi hefur ákveðið að fara óvenjulega og listræna leið þegar það eignast frumburðinn í lok mánaðarins. Konan mun ala barnið í galleríi í Berlín og er búist að 30 manns verði viðstaddir fæðinguna auk föðurins. Þýska blaðið <em>Bild</em> hefur eftir föðurnum að gjörningurinn sé gjöf til mannkyns en parið vill andæfa hefðbundnum gildum samfélagsins. 16.4.2005 00:01 Ítalir vilja ítalskan páfa Ítalir vilja aftur ítalskan páfa og eru hræddir um að ef svo verður ekki muni kaþólska kirkjan loka dyrunum á þá fyrir fullt og allt í þeim málum. Í 455 ár var Ítali valinn í stól páfa eða þar til Jóhannes Páll annar, sem var pólskur að uppruna, var valinn, en hann sat á stóli í alls 26 ár. 16.4.2005 00:01 Tími Ingibjargar ekki kominn Það er ekkert sem bendir til þess að tími Ingibjargar Sólrúnar muni ekki koma einhvern tíma en það verður þó að bíða betri tíma. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins sem haldinn var fyrir norðan í dag undir yfirskriftinni <em>Ekki gera eins og mamma þín segir þér</em>. Þá sagðist Össur sjálfur vera best til þess fallinn að leiða flokkinn í næstu kosningum. 16.4.2005 00:01 Musharraf til Indlands Pervez Musharraf, forseti Pakistans, kom í dag í heimsókn til Indlands í fyrsta sinn í fjögur ár. Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð í Kasmír-héraði og verið á barmi styrjaldar en undanfarið ár hafa staðið yfir friðarviðræður sem m.a. leiddu til þess að í síðustu viku voru áætlunarferðir á milli indverska og pakistanska hluta Kasmír í fyrsta sinn í tæpa sex áratugi. 16.4.2005 00:01 Áfengissalan yfir 20 milljón lítra Áfengissala jókst um 6,3 prósent á síðasta ári frá árinu 2003, að því er fram kemur í tölum Hagstofunnar. 16.4.2005 00:01 Hafi erindi sem erfiði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist vona að Agnes Bragadóttir og félagar hennar í átaki til að koma saman hópi lítilla fjárfesta til að kaupa hlut í Símanum hafi erindi sem erfiði. Hann furðar sig hins vegar á því að hún geri Alþingi að blóraböggli. 16.4.2005 00:01 Hundar bönuðu konu Tveir hundar réðust á og bönuðu eiganda sínum, 74 ára gamalli konu á eftirlaunum. "Ég hef séð hundsbit áður en ég hef aldrei séð neitt þessu líkt," sagði James Peacock, lögreglustjóri í Wheeler-sýslu í Georgíuríki. 16.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Kjörfundur hefst í Páfagarði Kardínálarnir 115, sem kjósa munu arftaka Jóhannesar Páls II páfa, tíndust í gær með persónulegar föggur og hver sína sýn á framtíð kaþólsku kirkjunnar inn á hótelið í Páfagarði, næst Sixtínsku kapellunni, þar sem þeir munu sitja á rökstólum bak við luktar dyr næstu sólarhringana. 17.4.2005 00:01
Algjör viðsnúningur ráðuneytisins Bæjarstjórar spyrna við fótum vegna fyrirætlana um sameiningu heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherra segir málið í kynningu og telur að þjónusta heilsugæslunnar ætti að batna í kjölfarið. </font /></b /> 17.4.2005 00:01
Þjóðernissinnar sigra í Baskalandi Flokkur þjóðernissinna í Baskalandi, sem stefna að því að ná samkomulagi við Spánarstjórn um aukin sjálfstjórnarréttindi héraðsins, virtist hafa unnið sigur í kosningum þar í gær, án þess þó að ná hreinum meirihluta á héraðsþinginu. 17.4.2005 00:01
Huga þarf að heimildum í lögum Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig í fyrirætlunum um að koma upp "svörtum lista" yfir flugdólga. Hún segir þó ekkert koma í veg fyrir að flugfélög komi sér upp slíkum lista.<b> </font /> </b> 17.4.2005 00:01
Á ekki heima með föndrinu Í burðarliðnum er sýning á málverkum Halldórs G. Dungals, sem verið hefur blindur í fimm ár. Verkin eru ný, máluð eftir að hann missti sjónina. 17.4.2005 00:01
Talat nýr forseti Kýpur-Tyrkja Kýpur-Tyrkir kusu í gær nýjan forseta lýðveldis síns, sem Tyrkland, eitt ríkja heims, viðurkennir sem sjálfstætt ríki. Sigurvegarinn er Mehmet Ali Talat, en hann hefur það á stefnuskránni að sjá til þess að hinn tyrkneski hluti eyjarinnar fái líka aðild að Evrópusambandinu eins og gríski suðurhlutinn. 17.4.2005 00:01
Kínverjar og Japanar kljást Kínverski utanríkisráðherrann Li Zhaoxing tjáði japönskum starfsbróður sínum í gær að kínversk stjórnvöld hefðu ekkert að biðjast afsökunar á, en japanskir ráðamenn hafa farið fram á að kínversk stjórnvöld biðji Japana afsökunar á and-japanskri múgæsingu í Kína. 17.4.2005 00:01
Haider kjörinn formaður nýs flokks Austurríski popúlistinn Jörg Haider var í gær kjörinn formaður nýs stjórnmálaflokks sem vill vera meiri miðjuflokkur en Frelsisflokkurinn, sem Haider fór lengi fyrir en hann yfirgaf í byrjun þessa mánaðar. 17.4.2005 00:01
Kasparov barinn með taflborði Garry Kasparov, besti skákmaður heims um rúmra tveggja áratuga skeið, var barinn í höfuðið með taflborði á samkomu í Moskvu. Kasparov slapp við meiðsl en var brugðið og sagði atvikið til komið vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. 17.4.2005 00:01
Efla uppbyggingu háhraðanets Heimili, fyrirtæki og stofnanir verða öll komin með möguleika á háhraðatengingum fyrir lok næsta árs samkvæmt fjarskiptaáætlun samgönguráðherra. Efla á háhraðatengingarnar á næstu árum þannig að árið 2010 verði hraðinn í fastneti að lágmarki 100 megabæt á sekúndu og eitt megabæt til notanda í farnetum. 17.4.2005 00:01
Styttist í nýtt blað Undirbúningur að stofnun nýs blaðs er langt kominn og viðbúið að áform væntanlegra útgefenda verði kynnt innan skamms. 17.4.2005 00:01
40 kvenráðherrar til Íslands Kvenkyns menntamálaráðherrar hvaðanæva að úr heiminum hittast í Reykjavík í lok ágúst til að ræða þau margvíslegu vandamál sem kvenráðherrar um heim allan standa frammi fyrir. Gera má ráð fyrir að um 40 ráðherrar komi til landsins af þessu tilefni. 17.4.2005 00:01
Fjórar líkamsárásir á einni nóttu Óvenju mikilll erill var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. 17.4.2005 00:01
Landsvirkjun virkjar í Albaníu Landsvirkjun áformar að reisa 70 megavatta vatnsaflsvirkjun í Albaníu. Samningsdrög við þarlend stjórnvöld liggja fyrir en albanska þingið á eftir að leggja blessun sína yfir framkvæmdina. Framkvæmdirnar munu taka um þrjú ár og er kostnaður við þær áætlaður 8-9 milljarðar króna. 17.4.2005 00:01
Óskað eftir skýringum Mannréttindadómstóll Evrópu hefur farið þess á leit við íslenska ríkið að það skili greinargerð um mál karlmanns sem var dæmdur fyrir að verða barni að bana með því að hrista það. Maðurinn var dæmdur til fangelsisvistar eftir að barn sem hann og kona hans höfðu í umsjá sinni lést. 17.4.2005 00:01
Yfir fimmtíu óku of hratt Mikil umferð var um Blönduós um helgina og hafði lögreglan á svæðinu varla undan við að stoppa ökumenn fyrir hraðakstur. "Fólk verður að fara að gera sér grein fyrir því á hvaða svæði það er að keyra," segir Vilhjálmur Stefánsson, lögreglumaður á Blönduósi. "Það er að keyra á besta hraðahindrunarsvæði landsins." 17.4.2005 00:01
Berlusconi hótar að rjúfa þing Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hótar að rjúfa þing og efna til nýrra þingkosninga takist ekki að halda ríkisstjórn hans starfhæfri. Í gær hætti einn flokkur stjórnarsamstarfinu og leiðtogar annars stjórnarflokks hafa lýst þeirri skoðun sinni að efna beri til nýrra kosninga í ljósi hörmulegs gengis stjórnarflokkanna í héraðskosningum fyrir viku. 16.4.2005 00:01
Braut rúðu í lögreglubíl Maður braut afturrúðu í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í nótt eftir að hafa kastað flösku í bílinn. Tveir lögreglumenn voru í bílnum en sakaði hvorugan þeirra. Maðurinn hljóp á brott og náðist hann ekki. Biður lögreglan þá sem urðu vitni að atburðinum að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. 16.4.2005 00:01
Auka kvóta úr sameiginlegum stofni Sjávarútvegsráðherra ákvað í gær einhliða að auka kvóta íslenskra skipa til veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Fá íslensku skipin á þessu ári að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld. Ekki náðist samkomulag við Norðmenn um veiðarnar og hafa báðar þjóðir því í reynd tekið einhliða ákvörðun í málinu. 16.4.2005 00:01
Össur og Ingibjörg á Akureyri Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru á meðal ræðumanna á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins á Akureyri í hádeginu. Fundurinn ber yfirskriftina <em>Ekki gera eins og mamma þín segir þér!</em> - klár tilvísun í þá félaga Karíus og Baktus. Þetta er í fyrsta sinn sem þau Ingibjörg og Össur mæta á sameiginlegan fund frá því að baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni tók að harðna. 16.4.2005 00:01
Áfram mótmæli gegn Japan í Kína „Japanskir innrásarhermenn deyi!“ hrópuðu þúsundir æstra mótmælenda í austurhluta Kína í morgun. Þeir köstuðu grjóti og flöskum að japönsku ræðismannsskrifstofunni í Shanghai. Stjórnvöld virðast hins vegar ekki lengur jafn ánægð með mótmælin. Þau vöruðu meðal annars námsmenn við að taka þátt í þeim og óeirðalögregla stöðvaði mótmæli í Guanhzhou og Chongqing. 16.4.2005 00:01
Rafmagnstruflanir á Vesturlandi Rafmagnstruflanir hafa verið á Vesturlandi í morgun og fór rafmagn af í Kjósinni klukkan 10 í morgun. Vinnuflokkur RARIK frá Borgarnesi hefur hafið vinnu við bilanaleit. 16.4.2005 00:01
Hart tekið á klámmyndasendingum Hver sá sem dreifir klámmyndum um farsíma má eiga von á allt að þúsund svipuhöggum, tólf ára fangelsi og tæplega tveggja milljóna króna sekt, nái lagafrumvarp fram að ganga í Sádi-Arabíu. Frumvarpið var lagt fram eftir að þrír karlmenn voru dæmdir til þess að þola tólf hundruð svipuhögg og sitja af sér fangelsisdóm fyrir að taka upp nauðgun með farsímamyndavél og senda vinum sínum. 16.4.2005 00:01
Hvalfjarðargöng lokuð til þrjú Hvalfjarðargöngin verða lokuð í dag til klukkan þrjú vegna almannavarnaæfingar. Hægt verður að aka fyrir Hvalfjörðinn eins og aðra daga. 16.4.2005 00:01
Vanhanen í framboð til forseta Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, lýsti því yfir í dag að hann hygðist bjóða sig fram til forseta landsins í kosningum í byrjun næsta árs. Frá þessu greinir finnska fréttastofan STT. Vanhanen hefur setið í stóli forsætisráðherra í tvö ár en samkvæmt STT mun hann hafa tjáð flokksfélögunum sínum í Miðjuflokknum að hann vilji fremur gegna forsetaembættinu sem er æðsta og virtasta embætti landsins. 16.4.2005 00:01
Sextíu manns í gíslingu í Írak Mannræningjar í Írak halda sextíu manns í gíslingu skammt frá Bagdad og hóta að drepa alla gíslanna yfirgefa ekki allir sjítar svæðið þegar í stað. 16.4.2005 00:01
Innanlandsflug liggur niðri Allt innanlandsflug liggur niðri frá Reykjavíkurflugvelli vegna veðurs og á næst að athuga með flug klukkan hálftvö. 16.4.2005 00:01
Óttast að mótmæli fari úr böndunum „Japanskir innrásarhermenn deyi!“ hrópuðu þúsundir æstra mótmælenda í austurhluta Kína í morgun. Kínversk stjórnvöld virðast nú hafa af því nokkrar áhyggjur af mótmælin geti farið úr böndunum. 16.4.2005 00:01
Vísar ábyrgðinni annað Bandaríkjamenn og Bretar bera stóran hluta ábyrgðarinnar á því að Saddam Hussein gat smyglað olíu og stórgrætt á því, segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. 16.4.2005 00:01
Æfa viðbrögð við hópslysi Fjölmenn almannavarnaæfing hefur staðið yfir í Hvalfjarðargöngunum frá því snemma í morgun og er göngunum lokað af þeim sökum. Marinó Tryggvason öryggisfulltrúi Spalar segir afar mikilvægt að fá tækifæri til að æfa viðbrögð yrði hópslys í göngunum. 16.4.2005 00:01
Miklir þurrkar í Portúgal Miklir þurrkar hafa verið í Portúgal síðustu mánuði og hefur vatnsbúskapur landsins ekki verið lakari í aldarfjórðung. Þurrkarnir hafa áhrif á yfir helming landsins og segir Veðurstofa Portúgals að úrkoma frá því október í fyrra sé innan við 65 prósent af meðaltalsúrkomu á sama tímabili á árunum 1961-1990. 16.4.2005 00:01
Tvíburar í æðstu embætti Póllands? Svo gæti farið að eineggja tvíburar settust í sæti forseta og forsætisráðherra Póllands á þessu ári, en þá eiga að fara fram bæði þing- og forsetakosningar. Bræðurnir Jaroslaw og og Lech Kaczynski hafa látið mikið að sér kveða í pólskum stjórnmálum að undanförnu. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í gær nýtur íhaldsflokkur, sem Jaroslaw fer fyrir, mest fylgis allra flokka og því gæti hann hugsanlega sest í forsætisráðherrastól eftir kosningar. 16.4.2005 00:01
Sjö létust í árás á veitingahús Sjö manns - fimm óbreyttir borgarar og tveir lögreglumenn - létust í sprengjuárás á vinsælan veitingastað í Baquba í Írak um hádegi í dag. Fimm slösuðust í árásinni, en veitingastaðurinn var þéttsetinn þegar sprengjan sprakk. Árásum á lögreglu og borgara í Írak hefur fjölgað aftur undanfarna daga eftir að dregið hafði úr þeim í kjölfar þingkosninga í landinu í lok janúar. 16.4.2005 00:01
Björn fagnar áræði Agnesar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vonar að Agnes Bragadóttir blaðamaður og félagar hennar hafi erindi sem erfiði í baráttu sinni fyrir því að almenningur eignist sem stærstan hlut í Símanum. Þetta segir Björn á heimasíðu sinni í dag og fagnar áræði Agnesar sem og dugnaði. 16.4.2005 00:01
Háhraðavæðing fyrir árið 2007 Fjarskiptaáætlun fyrir tímabilið 2005-2010 gerir ráð fyrir að öll heimili, stofnanir og fyrirtæki landsins verði orðin háhraðavædd fyrir árið 2007 sem muni skipa Íslandi í fremstu röð þjóða í upplýsingatækni. Áætlunin gerir ráð fyrir að ein sjónvarpsstöð hið minnsta verði send stafrænt út um gervihnött fyrir landið allt og næstu mið strax á þessu ári og að í boði verði stafrænt sjónvarp um háhraðanet. 16.4.2005 00:01
Gagnrýna lóðaútdrátt í Lamabaseli Niðurstöður happadrættisins um lóðirnar 30 í Lambaselinu í Reykjavík sem fram fór á fimmtudag eru stórlega dregnar í efa í grein sem birtist á <em>Vefþjóðviljanum</em> í dag. Greinarhöfundar benda á að umsókn númer 545 var dregin út í 14. drætti og umsókn númer 546 í 15. drætti. Þykir þeim ólíklegt að tvær samliggjandi umsóknir úr svo stórum bunka séu dregnar út í röð. 16.4.2005 00:01
Arabar og lögregla tókust á í Íran Að minnsta kosti einn lést í átökum araba og öryggissveita í borginni Ahvaz í suðurvesturhluta Írans í dag. Samkvæmt IRNA-fréttastofunni gengu arabar, sem eru minnihlutahópur í Íran, um götur borgarinnar og létu ófriðlega en lögregla svaraði þeim með því að skjóta á hópinn og beita táragasi. Talið er að arabarnir hafi verið að berjast fyrir sjálfstæði Khuzestan-héraðs sem hefur að geyma margar af bestu olíulindum Írans. 16.4.2005 00:01
Margrét Danadrottning 65 ára Margrét Þórhildur Danadrottning fagnar í dag 65 ára afmæli sínu. Hún tók við heillaóskum frá þegnum sínum í dag þegar hún kom ásamt manni sínum Hinriki prins, syninum Jóakim og sonarsonunum Nikolaj og Felix út á svalir Amalienborgar. Þúsundir voru saman komnar á torginu við höllina í góðu veðri og veifuðu dönskum fánum og var konungsfjölskyldan klöppuð fram á svalirnar í þrígang. 16.4.2005 00:01
Elur barn í galleríi Par í Þýsklandi hefur ákveðið að fara óvenjulega og listræna leið þegar það eignast frumburðinn í lok mánaðarins. Konan mun ala barnið í galleríi í Berlín og er búist að 30 manns verði viðstaddir fæðinguna auk föðurins. Þýska blaðið <em>Bild</em> hefur eftir föðurnum að gjörningurinn sé gjöf til mannkyns en parið vill andæfa hefðbundnum gildum samfélagsins. 16.4.2005 00:01
Ítalir vilja ítalskan páfa Ítalir vilja aftur ítalskan páfa og eru hræddir um að ef svo verður ekki muni kaþólska kirkjan loka dyrunum á þá fyrir fullt og allt í þeim málum. Í 455 ár var Ítali valinn í stól páfa eða þar til Jóhannes Páll annar, sem var pólskur að uppruna, var valinn, en hann sat á stóli í alls 26 ár. 16.4.2005 00:01
Tími Ingibjargar ekki kominn Það er ekkert sem bendir til þess að tími Ingibjargar Sólrúnar muni ekki koma einhvern tíma en það verður þó að bíða betri tíma. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins sem haldinn var fyrir norðan í dag undir yfirskriftinni <em>Ekki gera eins og mamma þín segir þér</em>. Þá sagðist Össur sjálfur vera best til þess fallinn að leiða flokkinn í næstu kosningum. 16.4.2005 00:01
Musharraf til Indlands Pervez Musharraf, forseti Pakistans, kom í dag í heimsókn til Indlands í fyrsta sinn í fjögur ár. Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð í Kasmír-héraði og verið á barmi styrjaldar en undanfarið ár hafa staðið yfir friðarviðræður sem m.a. leiddu til þess að í síðustu viku voru áætlunarferðir á milli indverska og pakistanska hluta Kasmír í fyrsta sinn í tæpa sex áratugi. 16.4.2005 00:01
Áfengissalan yfir 20 milljón lítra Áfengissala jókst um 6,3 prósent á síðasta ári frá árinu 2003, að því er fram kemur í tölum Hagstofunnar. 16.4.2005 00:01
Hafi erindi sem erfiði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist vona að Agnes Bragadóttir og félagar hennar í átaki til að koma saman hópi lítilla fjárfesta til að kaupa hlut í Símanum hafi erindi sem erfiði. Hann furðar sig hins vegar á því að hún geri Alþingi að blóraböggli. 16.4.2005 00:01
Hundar bönuðu konu Tveir hundar réðust á og bönuðu eiganda sínum, 74 ára gamalli konu á eftirlaunum. "Ég hef séð hundsbit áður en ég hef aldrei séð neitt þessu líkt," sagði James Peacock, lögreglustjóri í Wheeler-sýslu í Georgíuríki. 16.4.2005 00:01