Erlent

Fleiri látnir í rútuslysi

Að minnsta kost tíu manns eru nú látnir eftir að rúta steyptist ofan í gil í Suðvestur-Sviss í morgun. Rútan var á leið frá Bern í Sviss til Genúa á Ítalíu þegar hún rann út af veginum milli Martigny og Sankti Bernhardsskarðs og féll um 150 metra, en mikil snjókoma var í héraðinu í nótt. Björgunarmenn og þyrlur áttu í erfiðleikum með að komast að rútunni bæði vegna legu hennar og veðurs, en 28 voru í rútunni, líklega flestir Svisslendingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×