Erlent

Sex létust í átökum í Tógó

Að minnsta kosti sex létust í átökum stuðningsmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í Lome, höfuðborg Afríkurríkisins Tógó, í gær. Þá slösuðust 150 á bardögunum sem blossuðu upp í kjölfar kosningafunda, en boðað hefur verið til þingkosninga í landinu eftir viku eftir þrýsting á alþjóðavettvangi. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt undirbúning kosninganna og segja þær fara fram of fljótt og því sé meiri hætta á kosningasvindli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×