Innlent

Átta slys á vélsleðum í vetur

Einn hefur látist og að minnsta kosti sjö hafa slasast í vélsleðaslysum síðan 20. desember síðast liðinn að sögn Kjartans Benediktssonar sem starfar í Slysavarnasviði Landsbjargar. Sá yngsti sem slasaðist er sjö ára gamall en hann sat framan á sleða og klemmdist milli ökumanns og sleða við árekstur. Einnig hefur Landsbjörg heimildir um slys þar sem tólf ára gamall piltur var einn á sleða og slasaðist á fæti þegar hann keyrði í runna. Slysavarnarfélag Landsbjargar og Rannsóknarnefnd umferðarslysa eru nú í samvinnu við Landsamband íslenskra vélsleðamanna að vinna að skýrslu um vélsleðaslys og tíðni þeirra. Það sem gerir þeim útektina erfiða að sögn Kjartans er að enginn flokkur er til í kerfinu yfir vélsleðaslys. Þar af leiðandi liggja ekki fyrir tölur um vélsleðaslys hvorki hjá lögreglu né hjá heilbrigðisstofnunum. Vonast hann til að skýrslan verði til að bæta úr þessu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×