Erlent

Herlögum mótmælt í Nepal

Hundruð mótmælenda voru handtekin í Nepal í gær í miklum óeirðum sem geisuðu um landið. Fólkið mótmælti neyðarlögunum sem Gyanendra konungur landsins setti í síðastliðnum mánuði en þau takmarka stórlega borgaraleg réttindi. Lögregla barði mótmælin niður af mikilli hörku og hneppti 300 manns í varðhald. Bættist fólkið þar með í stóran hóp pólitískra fanga sem stjórnvöld geyma á bak við lás og slá. Ríkisstjórnir Indlands, Bretlands og Bandaríkjanna hafa fordæmt framgöngu nepalskra ráðamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×