Erlent

Einelti er vandamál

Breski herinn er gagnrýndur harkalega í skýrslu óháðrar þingmannanefnd fyrir að uppræta ekki eineltismenningu sem þar er sögð ríkja. Nefndin leggur til að lágmarksaldur hermanna verði hækkaður í 18 ár og að stofnuð verði nefnd sem tæki á eineltismálum. Einelti hefur lengi verið talin landlæg í breska hernum en vandamálið komst ekki í sviðsljósið fyrr en fjögur ungmenni frömdu sjálfsmorð í herbúðum í Surrey á árunum 1995-2002. Þau höfðu sætt stöðugu áreiti yfirmanna sinna sem töldu þau of veiklunduð til að geta gegn hermennsku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×