Innlent

Gæslan sótti slasaðan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hún fór að sækja sjómann sem slasast hafði á hendi um borð í skipinu Björgvini EA, sem statt var 15 mílur suðvestur af Meðallandssandi. Þyrlan lenti svo með sjúklinginn við Borgarspítalann skömmu fyrir klukkan fjögur. Sjómanninum heilsast vel eftir atvikum og fer væntanlega í minni háttar aðgerð síðar í dag, að sögn vakthafandi læknis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×