Segir ráðningaraðferðir úreltar 14. mars 2005 00:01 Aðferðir við mannaráðningar á Ríkisútvarpinu hafa gengið sér til húðar, segir menntamálaráðherra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið sem verður dreift á morgun. Umdeild ráðning fréttastjóra Ríkistúvarpsins var rædd á Alþingi í dag að frumkvæði stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti að stjórnarflokkarnir hefðu í dag samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið og gaf í skyn að í því fælust breytingar á hlutverki útvarpsráðs varðandi mannaráðningar. Hún sagði að núverandi fyrirkomulag við mannaráðningar hefði að hennar mati gengið sér til húðar. Það væri von hennar að þingmenn tækjust saman á við að endurnýja lög um Ríkisútvarpið, stofnuninni til heilla. Þorgerður vildi ekki ræða frumvarpið nánar en því verður dreift á morgun og væntanlega tekið til umræðu síðar í vikunni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði fréttastjóramálið sýna að Framsóknarflokknum þætti fréttastofan ekki nógu þæg. „Það er ekki í Ríkisútvarpinu sem þarf að moka út. Það er í stjórnarráðinu sem þarf að moka út og setja þar á sterkar viftur til að losna við framsóknar-sjálfstæðisódauninn sem er að gera ólíft í þeim híbýlum,“ sagði Steingrímur. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, fór ásamt Brodda Broddasyni á fund útvarpsstjóra í morgun. Hann segir að hvorki afstaða fréttamanna né útvarpsstjóra hafi breyst eftir fundinn. Nú er komin biðstaða í málið þar sem yfirmenn eru að fara til útlanda. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki veita Stöð 2 nein viðtöl um málið í dag þrátt fyrir ítrekaðar óskir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Aðferðir við mannaráðningar á Ríkisútvarpinu hafa gengið sér til húðar, segir menntamálaráðherra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið sem verður dreift á morgun. Umdeild ráðning fréttastjóra Ríkistúvarpsins var rædd á Alþingi í dag að frumkvæði stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti að stjórnarflokkarnir hefðu í dag samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið og gaf í skyn að í því fælust breytingar á hlutverki útvarpsráðs varðandi mannaráðningar. Hún sagði að núverandi fyrirkomulag við mannaráðningar hefði að hennar mati gengið sér til húðar. Það væri von hennar að þingmenn tækjust saman á við að endurnýja lög um Ríkisútvarpið, stofnuninni til heilla. Þorgerður vildi ekki ræða frumvarpið nánar en því verður dreift á morgun og væntanlega tekið til umræðu síðar í vikunni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði fréttastjóramálið sýna að Framsóknarflokknum þætti fréttastofan ekki nógu þæg. „Það er ekki í Ríkisútvarpinu sem þarf að moka út. Það er í stjórnarráðinu sem þarf að moka út og setja þar á sterkar viftur til að losna við framsóknar-sjálfstæðisódauninn sem er að gera ólíft í þeim híbýlum,“ sagði Steingrímur. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, fór ásamt Brodda Broddasyni á fund útvarpsstjóra í morgun. Hann segir að hvorki afstaða fréttamanna né útvarpsstjóra hafi breyst eftir fundinn. Nú er komin biðstaða í málið þar sem yfirmenn eru að fara til útlanda. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki veita Stöð 2 nein viðtöl um málið í dag þrátt fyrir ítrekaðar óskir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði