Erlent

Aðstoða Afgani í eiturlyfjabaráttu

Íranar hafa boðist til að aðstoða afgönsk stjórnvöld í baráttunni við eiturlyfjasmyglara með því að þjálfa landamæralögreglu og deila með þeim upplýsingum frá leyniþjónustunni. Þúsundir íranskra starfsmanna hafa látið lífið í átökum við eiturlyfjasmyglara á landamærum Írans og Afganistans síðustu tvo áratugina. Íranar hafa enda í gegnum tíðina lagt hald á gríðarlegt magn ópíums og heróíns. Afganistan er stærsta ópíumframleiðsluríki heims, en um 90 prósent heróíns í heiminum er framleitt þar. Tekjurnar af ópíumframleiðslunni eru um 60 prósent af landsframleiðslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×