Innlent

Þorsteinn að hætta

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mun láta að störfum í utanríkisþjónustunni með haustinu. Þorsteinn hætti stjórnmálaþátttöku árið 1999 og var þá skipaður sendiherra í Lundúnum. Síðastliðin tvö ár hefur hann hins vegar verið sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Að sögn fréttastofu Sjónvarps kveðst Þorsteinn ekki hafa ákveðið hvað hann mun taka sér fyrir hendur. Ingibjörg Rafnar, eiginkona Þorsteins, er búsett hérlendis en hún tók nýverið við embætti umboðsmanns barna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×