Ríkið hamlar endurmenntun 9. mars 2005 00:01 Ríkið hamlar endurmenntun íslenskra lækna, segir Bjarni Þór Eyvindsson formaður Félags unglækna. Hann er ekki sammála gagnrýni sem fram hefur komið á boðsferðir á vegum lyfjafyrirtækja og segir þær meðal þeirra leiða sem læknar hafi til að endurmennta sig og kynnast nýjungum í læknisfræði. Í grein Sigurðar Guðmundssonar landlæknis í nýútkomnu Læknablaði segir að áhugavert sé að fá fram hvað læknanemum hér á landi finnist um þessi mál. Landlæknir segir enn fremur í greininni, að það sé tilfinning margra að þeim læknum hérlendis fari fjölgandi, sem finnist samskipti lækna og lyfjafyrirtækja vera komin út fyrir allt velsæmi. "Mín persónulega skoðun er sú að þegar þessar ferðir eru í þeim tilgangi að menn eru að sækja sér endurmenntun þá er þetta í lagi, þótt setja megi stærra spurningamerki við einhverja auglýsingaráðstefnu hjá einu fyrirtæki," sagði Bjarni Þór. "Læknisfræðin gengur út á stöðuga öflun nýrra upplýsinga, þótt við nýtum ekki nema hluta af þeim, eftir að hafa metið þær til gagns fyrir okkur og okkar skjólstæðinga. Eins og staðan er í dag hafa menn séð gott tækifæri í þessum ferðum til að ná sér í endurmenntun," bætti hann við og kvaðst telja að sumir hefðu gengið of langt í gagnrýni sinni á boðsferðir, meðal annars með því að tala um "mútuferðir. "Ríkið hefur ekki komið til móts við lækna á Íslandi hvað varðar endurmenntun og símenntun, sem erfitt er að sinna hér vegna smæðar landsins," sagði Bjarni Þór. "Þetta hefur því verið einn af fáum möguleikum sem íslenskir læknar hafa átt til að sækja sér endurmenntun. Eins og kerfið er í dag eigum við rétt á að fara á eina ráðstefnu á ári á kostnað ríkisins samkvæmt kjarasamningum. Samkvæmt lögum er ríkið bundið því að gefa út sérlyfjaskrá fyrir lækna til að við vitum hvaða lyf eru á markaði. Síðasta skrá var gefin út fyrir 2002 og 2003. Ekki er boðið upp á nein námskeið til dæmis á endurmenntunarsviði Háskóla Íslands. Þetta sýnir hvernig ríkið býr að endurmenntun lækna og hefur fremur hamlandi áhrif heldur en hitt." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Ríkið hamlar endurmenntun íslenskra lækna, segir Bjarni Þór Eyvindsson formaður Félags unglækna. Hann er ekki sammála gagnrýni sem fram hefur komið á boðsferðir á vegum lyfjafyrirtækja og segir þær meðal þeirra leiða sem læknar hafi til að endurmennta sig og kynnast nýjungum í læknisfræði. Í grein Sigurðar Guðmundssonar landlæknis í nýútkomnu Læknablaði segir að áhugavert sé að fá fram hvað læknanemum hér á landi finnist um þessi mál. Landlæknir segir enn fremur í greininni, að það sé tilfinning margra að þeim læknum hérlendis fari fjölgandi, sem finnist samskipti lækna og lyfjafyrirtækja vera komin út fyrir allt velsæmi. "Mín persónulega skoðun er sú að þegar þessar ferðir eru í þeim tilgangi að menn eru að sækja sér endurmenntun þá er þetta í lagi, þótt setja megi stærra spurningamerki við einhverja auglýsingaráðstefnu hjá einu fyrirtæki," sagði Bjarni Þór. "Læknisfræðin gengur út á stöðuga öflun nýrra upplýsinga, þótt við nýtum ekki nema hluta af þeim, eftir að hafa metið þær til gagns fyrir okkur og okkar skjólstæðinga. Eins og staðan er í dag hafa menn séð gott tækifæri í þessum ferðum til að ná sér í endurmenntun," bætti hann við og kvaðst telja að sumir hefðu gengið of langt í gagnrýni sinni á boðsferðir, meðal annars með því að tala um "mútuferðir. "Ríkið hefur ekki komið til móts við lækna á Íslandi hvað varðar endurmenntun og símenntun, sem erfitt er að sinna hér vegna smæðar landsins," sagði Bjarni Þór. "Þetta hefur því verið einn af fáum möguleikum sem íslenskir læknar hafa átt til að sækja sér endurmenntun. Eins og kerfið er í dag eigum við rétt á að fara á eina ráðstefnu á ári á kostnað ríkisins samkvæmt kjarasamningum. Samkvæmt lögum er ríkið bundið því að gefa út sérlyfjaskrá fyrir lækna til að við vitum hvaða lyf eru á markaði. Síðasta skrá var gefin út fyrir 2002 og 2003. Ekki er boðið upp á nein námskeið til dæmis á endurmenntunarsviði Háskóla Íslands. Þetta sýnir hvernig ríkið býr að endurmenntun lækna og hefur fremur hamlandi áhrif heldur en hitt."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira